Síða 1 af 1
Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 17. Apr 2009 01:38
af Danni V8
Núna er ég búinn að vera með Windows 7 64bit síðan í byrjun mars og allt hefur virkað svona ágætlega þangað til fyrir stuttu síðan. Fyrir tveimur dögum síðan slökkti ég á tölvunni meðan ég fór í vinnuna og þegar ég kom heim og kveikti komst ég ekki inn á netið aftur. Hún fann routerinn og hinar tölvurnar í gegnum hann en sagði að það var ekkert internetsamband í gegnum hann. Ég athugaði það og það var vitlaust, þannig ég finn hann í Network og tvíklikka. Þá disconnectar routerinn sig við netið. Í hvert skipti sem ég tvíklikka í Win7 aftengist netið í routernum og ég þarf að ýta á Connect aftur. Á endanum tengdist tölvan við netið en ég hef ekki hugmynd um af hverju.
Núna gerðist það sama nema hún bara tengist ekki við netið. Ég er búinn að prófa allt; restarta routernum, kippa netkaplinum úr og í samband, láta 7 gera Diagnose, restarta Win 7, slökkva á firewall og vírusvörn.
Eina sem að hefur virkað til að komast á netið í þessari tölvu er restart og boota á XP.
Hvað gæti mögulega verið að hjá mér? Ég hef engu breytt og ekkert sett nýtt í tölvuna síðusta vikuna.
PS. Þar sem það eru 4 tölvur hérna nettengdar en aðeins 3 port á routernum er mín tölva og ein önnur tengd gegnum switch sem að tengist í routerinn, gæti það haft einhver áhrif?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mið 22. Apr 2009 17:23
af Danni V8
Enginn með hugmynd?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mið 22. Apr 2009 20:12
af viddi
Hefurðu prófað að henda út netkortsdrivernum og setja hann upp aftur ?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mið 22. Apr 2009 23:05
af isr
Ertu búinn að gá hvort network driverarnir séu virkir í device manager. Eg lenti í svipuðu dæmi fyrir stuttu með windows 7 og líka með vista ultimate komst ekki á netið,þannig að ég henti út network driver og setti upp aftur og þá virkaði það. Reyndar í eitt skiptið var ég búinn að reyna allt og ekkert virkaði og ég endaði í því að setja stýrikerfið upp aftur og virkaði allt þá.
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mið 22. Apr 2009 23:23
af lukkuláki
Hvaða vírusvörn ertu að nota ?
Lenti stundum í þessu með Vista og Trend Micro.
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fim 23. Apr 2009 13:31
af beatmaster
Hvaða build nr. er þetta?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 24. Apr 2009 00:13
af Danni V8
viddi skrifaði:Hefurðu prófað að henda út netkortsdrivernum og setja hann upp aftur ?
isr skrifaði:Ertu búinn að gá hvort network driverarnir séu virkir í device manager. Eg lenti í svipuðu dæmi fyrir stuttu með windows 7 og líka með vista ultimate komst ekki á netið,þannig að ég henti út network driver og setti upp aftur og þá virkaði það. Reyndar í eitt skiptið var ég búinn að reyna allt og ekkert virkaði og ég endaði í því að setja stýrikerfið upp aftur og virkaði allt þá.
Ég setti nú aldrei upp neina drivera. Setti bara upp stýrikerfið og allt var komið í gagnið um leið, meira að segja skjákortið. Losnaði við galla í L4D t.d. með nýjustu nVidia driverana þar sem að leikurinn fraus ef að "Enable Dual Core Rendering" var á, með Win7 driverunum lagaðist þetta. En það er annað mál. Ég þarf að fara að botta upp Win7 og sjá hvort að ég get gert eitthvað með þetta, finnst hinsvegar mjög skrítið að ég get séð hinar tölvurnar í gegnum networkið og browsað þær eins og ekkert sé að. Síðan finnur hún líka routerinn en segir að hann sé ekki með internetsamband. Þannig netkortið sem sjálft virðist alveg virka.
Ég ætla að sjá hvort að ég finn einhverja Win7 64bit drivera fyrir þetta móðuborð sem ég er með og athuga hvort það lagast.
lukkuláki skrifaði:Hvaða vírusvörn ertu að nota ?
Lenti stundum í þessu með Vista og Trend Micro.
Ég er að nota AVG nýjasta. Ég prófaði að taka vírusvörnina alveg út til þess að sjá hvort að það myndi laga eitthvað, en allt kom fyrir ekki.
beatmaster skrifaði:Hvaða build nr. er þetta?
Þetta er 7057.
*Edit: Ég er núna með tölvuna í öðru húsi, með Vodafone tengingu ekki Síminn og Zyxel P600 og bootaði upp Windows 7 og vandamálið er ekkert. Fer á netið og allt virkar eins og í sögu. Mig er farið að gruna að þetta eru einhverjir árekstrar á Windows 7 og Speedtouch 858 sem ég er með heima hjá mér.
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 24. Apr 2009 07:58
af Hnykill
Hvernig er Windows 7 samt almennt að virka?. betra en vel uppfært og stillt Win XP Pro?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 24. Apr 2009 09:22
af Molfo
Veit nú ekki hvort að þetta sé einhver lausn... ég var að setja upp Win 7 build 7077 upp í Vmware hjá mér um daginn og allt gekk fínt þangað til að ég tók þá vél úr "Workgroup" og setti hana á mitt net... eftir endurræsingu þá náði hún engu sambandi við netið en sá allt sem var í kringum sig.
Sagði bara að það væri engin netsnúra tengd..
Bara datt í hug að minnast á þetta ef að þetta gæti verið málið...
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 24. Apr 2009 18:52
af beatmaster
Hnykill skrifaði:Hvernig er Windows 7 samt almennt að virka?. betra en vel uppfært og stillt Win XP Pro?
Tekur XP í ra**gatið
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 24. Apr 2009 21:23
af Danni V8
Hnykill skrifaði:Hvernig er Windows 7 samt almennt að virka?. betra en vel uppfært og stillt Win XP Pro?
Æðislegt stýrikerfi. Mikið hraðara en XP finnst mér og ég tek sérstaklega eftir því núna þar sem ég er alltaf að flakka á milli vegna netvandamála í 7. Þetta netvandamál er í rauninni eina alvöru vandamálið sem ég hef lent í.
Molfo skrifaði:Veit nú ekki hvort að þetta sé einhver lausn... ég var að setja upp Win 7 build 7077 upp í Vmware hjá mér um daginn og allt gekk fínt þangað til að ég tók þá vél úr "Workgroup" og setti hana á mitt net... eftir endurræsingu þá náði hún engu sambandi við netið en sá allt sem var í kringum sig.
Sagði bara að það væri engin netsnúra tengd..
Bara datt í hug að minnast á þetta ef að þetta gæti verið málið...
Þetta lýsir sér allavega alveg eins og hjá mér. Núna er ég kominn á XP aftur vegna þess að giskið mitt með Zyxel vs Speedtouch routera var ekki rétt.
Það sem ég hef tekið eftir líka er að þegar netið virkar þá segir hún að það er bara ein Network tenging í gangi sem heitir annaðhvort "Network" eða "Network 2" fer eftir hvar ég er, en þegar ég kemst ekki á netið segir hún að það séu tvær network tengingar og önnur heitir "Unidentified Network", er skráð sem Public og tölvan segir að það sé enga nettengingu að fá úr hvorugu networkinu.
Ég var einmitt að networka aðeins og fór inná tölvu sem að fannst ekki í networkinu sjálfu bara með því að skrifa ip addressuna í address bar. Var að færa á milli gögn. Eftir reboot þá virkaði netið ekki þannig þetta gæti tengst eitthvað.
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Fös 01. Maí 2009 14:04
af Danni V8
Jæja ég virðist vera búinn að finna lausn á þessu loksins. Þegar ég keyri upp Windows 7 og það finnur ekki netið, þarf ég að fara í properties á Local Area Network Connection og gera Disable, síðan þarf ég að láta Windows Diagnose-a vandamálið og þá setur það LAN Connection upp aftur og tölvan finnur netið. Hef tekið eftir því að þetta virðist bara gerast þegar það er Hub eða Switch tengdur við routerinn, sama hvort að tölvan sjálf er tengd í gegnum hann eða ekki.
Ákvað að henda þessu inn for future referance ef einhver annar lendir í þessu sama veseni
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Sun 08. Nóv 2009 14:38
af birgiro
Ég er að lenda í sama vandamáli með unidentified network, ég er búinn að þræða margar síður í gegnum google og búinn að prufa margt enn ekkert af því virkar.
Er einhver með ráð eða þarf ég að setja upp windows 7 upp á nýtt, ég er bara hreddur um að þetta gerist svo bara aftur.
Ég er með speedtouch 585 ruther og realtec netkort
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mán 09. Nóv 2009 02:16
af Danni V8
birgiro skrifaði:Ég er að lenda í sama vandamáli með unidentified network, ég er búinn að þræða margar síður í gegnum google og búinn að prufa margt enn ekkert af því virkar.
Er einhver með ráð eða þarf ég að setja upp windows 7 upp á nýtt, ég er bara hreddur um að þetta gerist svo bara aftur.
Ég er með speedtouch 585 ruther og realtec netkort
Heyrðu ég gafst upp á að gera alltaf disable á network adapterinn eftir að að það var farið að taka nokkrar tilraunir og neyða mig til að taka allt annað úr sambandi við routerinn til þess að tölvan tengdist netinu við hvert restart.
Fann lausn sem lagaði vandamálið fyrir mig:
Opnaðu Task Manager og veldu Services flipann.
Athugaðu hvort þú finnur service sem heitir "Bonjour Service" og er með descriptoin "##Id_String1.6844F930_2628_4223_B5C_5BB94B879762##" (eða svipað, veit ekki hvort tölurnar eru alltaf eins). Ef þú ert með það hægri klikkaðu á það og veldu "Stop Service".
Ýttu síðan á Services... takkann neðst í hægra horninu. Þar ætti þetta að koma upp efst. Farðu í properties á því og í Startup Type veldu Disabled.
Restartaðu tölvunni og sjáðu hvort þetta er ekki komið í lag.
Þetta lagaði vandamálið alveg fyrir mig, vona að það gerir það sama fyrir þig
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mán 09. Nóv 2009 02:18
af intenz
DHCP?
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mán 09. Nóv 2009 10:38
af KermitTheFrog
Hnykill skrifaði:Hvernig er Windows 7 samt almennt að virka?. betra en vel uppfært og stillt Win XP Pro?
XP kom nú út fyrir 8 árum og það eru komnir 3 service pakkar. Ekkert nýútkomið stýrikerfi hefur sama stöðugleika og það en WIn 7 kemst mjög nálægt því.
Annars er nú komið 7100 og 7600, sem eru sennilega betri kostur en 7057.
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mán 09. Nóv 2009 10:58
af corflame
Danni V8 skrifaði:...
Athugaðu hvort þú finnur service sem heitir "Bonjour Service" og er með descriptoin "##Id_String1.6844F930_2628_4223_B5C_5BB94B879762##" ...
Ekki í fyrsta skipti sem Apple orsakar vandamál
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mán 09. Nóv 2009 12:49
af birgiro
Danni V8 skrifaði:birgiro skrifaði:Ég er að lenda í sama vandamáli með unidentified network, ég er búinn að þræða margar síður í gegnum google og búinn að prufa margt enn ekkert af því virkar.
Er einhver með ráð eða þarf ég að setja upp windows 7 upp á nýtt, ég er bara hreddur um að þetta gerist svo bara aftur.
Ég er með speedtouch 585 ruther og realtec netkort
Heyrðu ég gafst upp á að gera alltaf disable á network adapterinn eftir að að það var farið að taka nokkrar tilraunir og neyða mig til að taka allt annað úr sambandi við routerinn til þess að tölvan tengdist netinu við hvert restart.
Fann lausn sem lagaði vandamálið fyrir mig:
Opnaðu Task Manager og veldu Services flipann.
Athugaðu hvort þú finnur service sem heitir "Bonjour Service" og er með descriptoin "##Id_String1.6844F930_2628_4223_B5C_5BB94B879762##" (eða svipað, veit ekki hvort tölurnar eru alltaf eins). Ef þú ert með það hægri klikkaðu á það og veldu "Stop Service".
Ýttu síðan á Services... takkann neðst í hægra horninu. Þar ætti þetta að koma upp efst. Farðu í properties á því og í Startup Type veldu Disabled.
Restartaðu tölvunni og sjáðu hvort þetta er ekki komið í lag.
Þetta lagaði vandamálið alveg fyrir mig, vona að það gerir það sama fyrir þig
Ég var búinn að prufa þetta, og meira að seigja henti ég bonjour service úr tölvunni. Ég veit að þetta hefur lagað vandamálið fyrir marga enn það virkar ekki fyrir mig
Ég er með ultimate útgáfu 7600,
Þetta er mjög þreytandi, ætli það sé ekki eina leiðin að formata diskinn og setja þetta aftur inn, það er bara svo mikið vesen
Re: Windows 7 vandamál, tengist ekki við netið.
Sent: Mið 11. Nóv 2009 15:04
af birgiro
Ég setti windowsið up á nýtt og í þetta skipti gerði ég ekki update heldur nýtt við hlið þess gamla. Nú virkar netið fínt og ekkert vandamál og öll gögn sem voru í tölvunni fóru í windows.old möppu.