Síða 1 af 2

Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 21:55
af KermitTheFrog
Þannig er mál með vexti að ég var með XP/Ubuntu dualboot og í kvöld formataði ég XP sneiðina og setti Win 7 betuna upp. Áður en ég setti Win 7 upp fékk ég alltaf upp svona bootloader sem leyfði mér að velja OS til að boota í. Nú þegar ég ræsi vélina keyrir Win 7 bara beint upp. Er ekki einhver leið til að fá þennan bootloader aftur?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:07
af Sydney
1. Pop in the Live CD, boot from it until you reach the desktop.
2. Open a terminal window or switch to a tty.
3. Type "grub"
4. Type "root (hd0,6)", or whatever your harddisk + boot partition numbers are (my /boot is at /dev/sda7, which translates to hd0,6 for grub).
5. Type "setup (hd0)", ot whatever your harddisk nr is.
6. Quit grub by typing "quit".
7. Reboot.

http://ubuntuforums.org/archive/index.php/t-24113.html

Virkaði þegar ég lenti í svipuðu klandri.

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:11
af KermitTheFrog
Takk fyrir það, athuga málið.

Quick question samt: Er Ubuntu live cd sami diskur og maður notar til að setja kerfið upp eða þarf ég að ná í annan file og skrifa á disk?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:20
af coldcut
sami diskur og þú notar til þess að setja kerfið upp ;)

LiveCD er diskur sem hægt er að keyra stýrikerfi af, þ.e.a.s. að þú getur verið að prufa Ubuntu með því að hafa bara diskinn í :D

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:25
af KermitTheFrog
Flott er. Kominn inn í terminal og var að pæla með þetta root (0,6)... Ég er með 2 partition, á ég að segja root (0,2)?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:36
af Sydney
KermitTheFrog skrifaði:Flott er. Kominn inn í terminal og var að pæla með þetta root (0,6)... Ég er með 2 partition, á ég að segja root (0,2)?

Ef Windows are á fyrsta partitioninu geriru root (0,1), ef ubuntu er á fyrsta partitioninu geriru root (0,0)

Muna: Í tölvuheiminum er ekki talið 1,2,3,4,5 heldur 0,1,2,3,4

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:40
af KermitTheFrog
Sydney skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Flott er. Kominn inn í terminal og var að pæla með þetta root (0,6)... Ég er með 2 partition, á ég að segja root (0,2)?

Ef Windows are á fyrsta partitioninu geriru root (0,1), ef ubuntu er á fyrsta partitioninu geriru root (0,0)

Muna: Í tölvuheimu er ekki talið 1,2,3,4,5 heldur 0,1,2,3,4


Töff, fattaði það seinna og fór að hugsa hvort 0,1 meikaði ekki meiri sens

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 23:13
af KermitTheFrog
Nú fæ ég "Error 21: Selected disk does not exist" við root (hd0,1)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 23:17
af Sydney
KermitTheFrog skrifaði:Nú fæ ég "Error 21: Selected disk does not exist" við root (hd0,1)

Ertu viss um að partition 2 sé þar sem ubuntu er?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 23:33
af KermitTheFrog
Windows er á 0 (vinstra megin í disk management) og ubuntu á 1 (hægra megin)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 23:43
af Sydney
Ertu öruggulega að keyra grub sem root? Gerðiru sudo?
Og ertu viss um að þetta sé HD0,1 en ekki HD1,1 eða HD2,1?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fim 16. Apr 2009 23:55
af KermitTheFrog
Checka betur á þessu á morgun.

Þetta er nú fartölva þannig að þetta hlýtur að vera hd0. Og nei, ekkert sudo

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fös 17. Apr 2009 00:36
af Sydney
Verður að gera sudo, annars virkar þetta ekki :P

Normal user getur ekki fokkað í partition table.

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fös 17. Apr 2009 01:00
af KermitTheFrog
Nú jæja. Er það sudo eða su? Var búinn að reyna að gera su en þar sem ég starta upp í "try before installing" (ætla að vona að það sé rétt) þá er það ubuntu@ubuntu, ekki ding@ding-laptop svo ég veit ekki pw

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Fös 17. Apr 2009 16:03
af Sydney
sudo grub

Ætti ekki að spyrja um password á live cd.

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Lau 18. Apr 2009 00:09
af KermitTheFrog
Jæja, þetta virðist vera komið í lag. Takk fyrir hjálpina.

Alltaf getur maður leitað til vaktara í neyð :)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Lau 18. Apr 2009 00:13
af Sydney
You're welcome :)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 25. Ágú 2009 21:24
af KermitTheFrog
Afsakið að ég vekji gamlan þráð, en er með vangaveltu. Þar sem ég kann ekki mikið að kóða og nota skipanir í terminal þá datt mér í hug að varpa þessu fram hér.

Get ég ekki breytt configinu svo Win 7 sé efst og sé sjálfvalið eftir 30 sek?

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 25. Ágú 2009 21:41
af coldcut

Kóði: Velja allt

sudo gedit /boot/grub/menu.lst

...ferð síðan neðarlega í skjalið og einhvers staðar fyrir neðan "## ## End Default Options ##" cuttarðu bara út línurnar þar sem Windows kemur við sögu og setur hana beint fyrir neðan "## ## End Default Options ##" og voila!

Ætla ekki að hengja mig uppá þetta en ég er 99% viss að þetta virki ;)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 25. Ágú 2009 21:56
af KermitTheFrog
Jæja, athuga það.

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 25. Ágú 2009 22:10
af KermitTheFrog
Hurðu, þetta virkaði. Æðislegt!

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 25. Ágú 2009 23:05
af coldcut
Glæsilegt ;)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 22. Sep 2009 10:37
af starionturbo
Breyttu líka grub loader timeout, fínt að setja þetta í 1 til 2 sek.

Óþolandi að þegar maður bootar tölvunni, fer síðan og fær sér kaffi, þá er hann ennþá stopp á bootloaderinum því default timer er 30 sec. Gæti verið að þessu hafi verið breytt einhverntímann.

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Þri 22. Sep 2009 12:44
af coldcut
starionturbo skrifaði:Breyttu líka grub loader timeout, fínt að setja þetta í 1 til 2 sek.

Óþolandi að þegar maður bootar tölvunni, fer síðan og fær sér kaffi, þá er hann ennþá stopp á bootloaderinum því default timer er 30 sec. Gæti verið að þessu hafi verið breytt einhverntímann.


Default timer er nú reyndar 10 sek en ég mundi segja að 1-2 sek séu of lítið því að ef maður lítur aðeins í burtu að þá er búið að boota stýrikerfinu sem maður ætlaði kannski ekki að boota. 5 sek er fínt að mínu mati ;)

Re: Win 7/Ubuntu "vandamál"

Sent: Mið 04. Nóv 2009 16:21
af KermitTheFrog
Sælir. Og afsakið ef ég er að endurvekja of gamlan þráð.

Málið er bara að nú er ég búinn að skipta 8.04 út fyrir 9.10. Er þetta gert öðruvísi þar? Það virðist allavega ekki virka að gera það sem virkaði í 8.04.