Síða 1 af 1

Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 21:08
af GuðjónR
Nýju skilmálar símanns eru algjör brandari.

Ég held þeir séu alvarlega að misskilja fólk sem hringir inn og kvartar, þessar breytingar gera bara íllt verra.
Fyrir breytingu þá var þetta þannig að þeir horfðu 7 daga aftur fyrir sig og refsuðu ef niður/upphal fór yfir 10GB.
Núna horfa þeir 30 daga aftur fyrir sig og athuga hvort niður/upphal sé yfir 40GB

Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir það að sá sem notar netið lítið t.d. fyrripart mánaðar en gefur í seinnipart, verður refsað fyrir það í mánuðinum á eftir.
Maður sem DL engu fyrstu 3 vikur mánaðar en tekur út 40GB kvótan sinn síðustu viku sama mánaðar, verður í straffi ALLAN næsta mánuð!
Þar sem kerfið horfir alltaf 30 daga aftur fyrir sig en núllast ekki um mánaðarmót.

Hvað er eiginlega að?

Annars ætti maður svo sem ekki að vera að pirra sig á þessu þar sem í dag er ógerlegt að ná þessu hvort sem er, erlent torrent er max 2kbs per peer.
Og ég er búinn að prófa slatta af erlendum speedtest síðum og er hvergi að fá yfir 200kbs. Er yfirleitt í kringum 100 eða 10% af því sem ég borga fyrir.

Hvernig er það annars, ef maður fer yfir til Voda, þarf maður að skrá heimasíman þar líka? Og hvernig er adsl-tv'ið hjá þeim? Jafngott eða lélegra en adsl-tv símans sem btw fær góða einkun hjá mér, þeir eru ekki farnir að cappa TV'ið þó maður megi búast við því að þeir segi einn daginn, nei hurru þú horfir of mikið á sjónvarp við verðum að stjórna þessu hjá þér alveg eins og við stjórnum netrápinu þínu.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 21:57
af machinehead
Jæja nú fer maður að horfa eitthvert annað, Tal jafnvel.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 21:59
af GuðjónR
machinehead skrifaði:Jæja nú fer maður að horfa eitthvert annað, Tal jafnvel.

Nákvæmlega.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 22:30
af hsm
Þarf maður ekki bara að fara að taka upp veskið og kaupa símann, maður hélt einhvernveginn að netið gæti ekki farið svona mörg skref afturábak.
Talandi um þróunn. fúlt :evil:

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 23:07
af depill
GuðjónR skrifaði:
machinehead skrifaði:Jæja nú fer maður að horfa eitthvert annað, Tal jafnvel.

Nákvæmlega.


Hmm til að svara fyrstu spurningunni, þá þarftu ekki að flytja heimasímann til þess að fá netið. Hins vegar áttu að geta fengið ADSL sjónvarpið frá Vodafone ( sem er mjög fínt fyrir utan crappy fjarstýringu, með alltof mikið af tökkum ) með ADSL tengingu frá Tal. Ofan á það er þetta basicly Vodafone, og oft á tíðum ætti uppsetning á netaðganginum þínum ( DSLAM + IP address ) að vera Vodafone.

Þannig ég myndi hreinlega mæla með því að beina þínum viðskiptum til Tals. Þeir eru með meira gagnamagn en Vodafone ( Vodafone er með 40 GB og svo lok lok og læs ). Eina ástæðan fyrir því að beina viðskiptum sínum til Vodafone er í raun og veru ef þig vantar ADSL án Heimasíma sem Vodafone býður eitt uppá.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 23:15
af GuðjónR
depill skrifaði:Þannig ég myndi hreinlega mæla með því að beina þínum viðskiptum til Tals. Þeir eru með meira gagnamagn en Vodafone ( Vodafone er með 40 GB og svo lok lok og læs ). Eina ástæðan fyrir því að beina viðskiptum sínum til Vodafone er í raun og veru ef þig vantar ADSL án Heimasíma sem Vodafone býður eitt uppá.

Þannig að basicly eru Vodafone og Tal með sömu tengingar +40gb (enda sama batteríið) nema að TAL býður ekki upp á adsl'tv.
Getur maður verið með TAL adsl og Vodafone adsl-tv?

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 23:18
af machinehead
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Þannig ég myndi hreinlega mæla með því að beina þínum viðskiptum til Tals. Þeir eru með meira gagnamagn en Vodafone ( Vodafone er með 40 GB og svo lok lok og læs ). Eina ástæðan fyrir því að beina viðskiptum sínum til Vodafone er í raun og veru ef þig vantar ADSL án Heimasíma sem Vodafone býður eitt uppá.

Þannig að basicly eru Vodafone og Tal með sömu tengingar +40gb (enda sama batteríið) nema að TAL býður ekki upp á adsl'tv.
Getur maður verið með TAL adsl og Vodafone adsl-tv?


Ég talaði við þá um daginn varðandi hvort ég gæti haft tengingu frá þeim en ennþá símasjónvarpið. Þeir sögðu að það ætti að vera hægt innan nokkura mánaða. Þetta var fyrir um hálfu ári.

Edit: Talaði við TAL þ.e.a.s.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Sun 12. Apr 2009 23:38
af GuðjónR
machinehead skrifaði:Ég talaði við þá um daginn varðandi hvort ég gæti haft tengingu frá þeim en ennþá símasjónvarpið. Þeir sögðu að það ætti að vera hægt innan nokkura mánaða. Þetta var fyrir um hálfu ári.

Edit: Talaði við TAL þ.e.a.s.

Ég væri til í það, leiðinlegt að þurfa að læra stöðva uppröðunina upp á nýtt.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 00:49
af benson
Það er hægt núna að vera með IPTV frá Vodafone yfir TAL-ADSL.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 02:58
af chaplin
Ég er mjög svo að íhuga Tal eða Vodafone þótt það sé sama fyrirtækið..

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 09:42
af KermitTheFrog
Er Tal ekki með 80GB erlent á meðan Vodafone er með 40GB?

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 10:08
af depill
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Þannig ég myndi hreinlega mæla með því að beina þínum viðskiptum til Tals. Þeir eru með meira gagnamagn en Vodafone ( Vodafone er með 40 GB og svo lok lok og læs ). Eina ástæðan fyrir því að beina viðskiptum sínum til Vodafone er í raun og veru ef þig vantar ADSL án Heimasíma sem Vodafone býður eitt uppá.

Þannig að basicly eru Vodafone og Tal með sömu tengingar +40gb (enda sama batteríið) nema að TAL býður ekki upp á adsl'tv.
Getur maður verið með TAL adsl og Vodafone adsl-tv?


Jamm ég hélt ég hefði komið því þarna inní. En já Tal býður uppá ADSL TV frá Vodafone ( eða öfugt, bara hvernig þú vilt hugsa það ).

ADSL TVið hjá Vodafone er fínt og betra en Símans á nokkrum punktum ( og verra á sumum punktum :P )

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 12:33
af lukkuláki
Það væri ferlega cool ef þið mynduð raka saman sem flestum ósáttum mönnum sem eru í viðskiptum við símann
og þið færuð allir saman niður í síma og segðuð upp áskriftinni helst láta fjölmiðlana vita áður.
Það er alveg ömurlegt hvernig þeir koma fram við ykkur.
Hópuppsagnir eru málið.
Ég lét tengdamömmu skipta úr símanum í vodafone um daginn og hún er búinn að vera hjá símanum í meira en 40 ár
Þessi setning þarna sem bréfið byrjar á "Vegna fjölda áskorana frá viðskiptavinum" BULLSHIT ! BULLSHIT ! BULLSHIT !

Sjálfur er ég hjá vodafone og er ekki að downloada miklu þannig að ég er ekki í þessum hópi.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 15:26
af depill
lukkuláki skrifaði:Þessi setning þarna sem bréfið byrjar á "Vegna fjölda áskorana frá viðskiptavinum" BULLSHIT ! BULLSHIT ! BULLSHIT !


Held bara alls ekki, þessa "áskorun" er þar á meðal vegna kvartanna minna og fleirra til Neytendastofu. Ég er reyndar hættur í viðskiptum við Símann ( í ADSLi, annað er þar ennþá ) þannig ég veit ekki hvort að ég meigi hreinlega kvarta vegna þess hjá Neytendastofu. Þar kvartaði ég undan því að Síminn væri með villandi auglýsingar ( sem er lögbrot ) það er að auglýsa mánaðargjald en rukka vikulega sem Neytendastofa var sammála mér, en leyfði símanum að keyra í gegn þessar breytingar þar sem það myndi uppfylla skilyrðin.

Ég myndi mæla að núverandi viðskiptavinir Símans opni nýtt mál hjá neytendastofu ( mjög einfalt í gegnum rafræna neytendastofu ) og kvarti undan því að þeir eru ennþá með villandi auglýsingar. Það er rukka fyrir gagnamagn á 30 daga fresti en rukka mánaðarlega.

Síminn virðist bara hafa viljandi misskilið allar "áskoranir" kúnna.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 21:15
af extra.e
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir það að sá sem notar netið lítið t.d. fyrripart mánaðar en gefur í seinnipart, verður refsað fyrir það í mánuðinum á eftir.
Maður sem DL engu fyrstu 3 vikur mánaðar en tekur út 40GB kvótan sinn síðustu viku sama mánaðar, verður í straffi ALLAN næsta mánuð!
Þar sem kerfið horfir alltaf 30 daga aftur fyrir sig en núllast ekki um mánaðarmót.

Hvað er eiginlega að?


Afsakið en ég sé ekki alveg muninn á þessu, þeas rúllandi quote eða mánaðarlegt. Þetta kemur út á það sama, þú downloadar aldrei meira en 40Gb á mánuði.
Þetta er allavega 100 sinnum betra en Voda sem að LOKA ALVEG fyrir útlönd þangað til að maður borgar 15K fyrir 20Gb, fáránlegt!

depill skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Þessi setning þarna sem bréfið byrjar á "Vegna fjölda áskorana frá viðskiptavinum" BULLSHIT ! BULLSHIT ! BULLSHIT !


Það er nokkuð ljóst að það geta aldrei ALLIR orðið sáttir við svona útfærslu á svona þrengingum, sumir vilja frekar vera með 7 daga meðaltal frekar en 30 daga og enn aðrir per mánuð, kostir og gallir eftir noktunarmynstri.

Málið er bara það að bandvídd er dýr hér á landi, væri ekki gáfulegra að fá ríkið til að niðurgreiða Farice frekar en að byggja einhver jarðgöng út um allt.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 21:24
af GuðjónR
extra.e skrifaði:Afsakið en ég sé ekki alveg muninn á þessu, þeas rúllandi quote eða mánaðarlegt. Þetta kemur út á það sama, þú downloadar aldrei meira en 40Gb á mánuði.

Ekkert að afsaka félagi, en það er himin og haf sem skilur á milli rúllandi quote eða mánaðarlegt.
Síminn auglýsir 40GB mánaðarlega

1. Í dag er nánast útilokað að ná 40GB hvort sem er þar sem hver peer á erlendu torrenti er cappaður við 2kbs
2. Ég er með 12MB tenginguna, ég mælist í kringum 100kbs á öllum erlendum speed-testum sem ég hef prófað, en það er um 6x minni hraði en vinur minn hjá VodaFone fær á sömu testum á sömu tímum.
3. Rúllandi Quote, þú ferð í sumarfrí í byrjun mánaðar, kemur heim síðustu vikuna og ákveður að sækja kvótan sem þú ert að BORGA fyrir, en þar sem þú ert ekki að gera þetta jafnt eða c.a. 1.3GB á dag
þá er þér refsað með því að cappa þig næstu 30 dagana! þó það sé kominn nýr mánuður.

Mætti ég þá frekar biðja um VodaFone leiðina.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 22:17
af extra.e
GuðjónR skrifaði:Ekkert að afsaka félagi, en það er himin og haf sem skilur á milli rúllandi quote eða mánaðarlegt.
Síminn auglýsir 40GB mánaðarlega

1. Í dag er nánast útilokað að ná 40GB hvort sem er þar sem hver peer á erlendu torrenti er cappaður við 2kbs

Allir sem ég þekki eiga ekki í vandræðum með að download torrent, það er bara á kvöldin sem þetta er slow.
2. Ég er með 12MB tenginguna, ég mælist í kringum 100kbs á öllum erlendum speed-testum sem ég hef prófað, en það er um 6x minni hraði en vinur minn hjá VodaFone fær á sömu testum á sömu tímum.


Hvaða rugl er það? Ég var að taka speedtest.net á server í london og ég er að fá 4-8mbps á 12mbps tengingu. Þær vodafone tengingar sem ég hef prófað eru að skila 300-800kbps, þekki ekki tal.

GuðjónR skrifaði:3. Rúllandi Quote, þú ferð í sumarfrí í byrjun mánaðar, kemur heim síðustu vikuna og ákveður að sækja kvótan sem þú ert að BORGA fyrir, en þar sem þú ert ekki að gera þetta jafnt eða c.a. 1.3GB á dag
þá er þér refsað með því að cappa þig næstu 30 dagana! þó það sé kominn nýr mánuður.

Mætti ég þá frekar biðja um VodaFone leiðina.

Ok fínt en 15K fyrir 20Gb, peningar skipta þig greinilega ekki máli

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 23:21
af Minuz1
GuðjónR skrifaði:
extra.e skrifaði:Afsakið en ég sé ekki alveg muninn á þessu, þeas rúllandi quote eða mánaðarlegt. Þetta kemur út á það sama, þú downloadar aldrei meira en 40Gb á mánuði.

Ekkert að afsaka félagi, en það er himin og haf sem skilur á milli rúllandi quote eða mánaðarlegt.
Síminn auglýsir 40GB mánaðarlega

1. Í dag er nánast útilokað að ná 40GB hvort sem er þar sem hver peer á erlendu torrenti er cappaður við 2kbs
2. Ég er með 12MB tenginguna, ég mælist í kringum 100kbs á öllum erlendum speed-testum sem ég hef prófað, en það er um 6x minni hraði en vinur minn hjá VodaFone fær á sömu testum á sömu tímum.
3. Rúllandi Quote, þú ferð í sumarfrí í byrjun mánaðar, kemur heim síðustu vikuna og ákveður að sækja kvótan sem þú ert að BORGA fyrir, en þar sem þú ert ekki að gera þetta jafnt eða c.a. 1.3GB á dag
þá er þér refsað með því að cappa þig næstu 30 dagana! þó það sé kominn nýr mánuður.

Mætti ég þá frekar biðja um VodaFone leiðina.


Encryption á gögnum og notast við réttu portin kemur í veg fyrir að gögn þín séu flokkuð sem "torrent", losnar við allt cap.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Mán 13. Apr 2009 23:34
af GuðjónR
Minuz1 skrifaði:Encryption á gögnum og notast við réttu portin kemur í veg fyrir að gögn þín séu flokkuð sem "torrent", losnar við allt cap.

Tell us more ;)

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Þri 14. Apr 2009 01:57
af Minuz1
GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Encryption á gögnum og notast við réttu portin kemur í veg fyrir að gögn þín séu flokkuð sem "torrent", losnar við allt cap.

Tell us more ;)


http://azureuswiki.com/index.php/Avoid_traffic_shaping

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Þri 14. Apr 2009 23:01
af hitachi
þið eruð eitthvað að misskilja þetta, núna er bara mælt 30 daga aftur í tímann. ekki lengur er miðað við byrjun/lok hvers mánaðar heldur bara síðustu 30 daga.

mun betra kerfi en það var

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Þri 14. Apr 2009 23:04
af ManiO
hitachi skrifaði:þið eruð eitthvað að misskilja þetta, núna er bara mælt 30 daga aftur í tímann. ekki lengur er miðað við byrjun/lok hvers mánaðar heldur bara síðustu 30 daga.

mun betra kerfi en það var



Og hvernig er það betra þar sem að enn er rukkað fyrir byrjun/lok hvers mánaðar?

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Þri 14. Apr 2009 23:06
af lukkuláki
hitachi skrifaði:þið eruð eitthvað að misskilja þetta, núna er bara mælt 30 daga aftur í tímann. ekki lengur er miðað við byrjun/lok hvers mánaðar heldur bara síðustu 30 daga.

mun betra kerfi en það var



Já æðislegt, þannig að í staðin fyrir að vera safe um mánaðamótin á núlli þá ertu aldrei safe vegna þess að þeir miða alltaf við 30 daga tímabil
nei vinur ég held að þú sért eitthvað að misskilja þetta.

Re: Síminn gerir íllt verra með breytingum skilmála.

Sent: Þri 14. Apr 2009 23:15
af GuðjónR
hitachi skrifaði:þið eruð eitthvað að misskilja þetta, núna er bara mælt 30 daga aftur í tímann. ekki lengur er miðað við byrjun/lok hvers mánaðar heldur bara síðustu 30 daga.

mun betra kerfi en það var

Þú ert greinilega að misskilja þetta, plús það að áður var horft 7 daga afturábak en ekki byrjun/lok mánaðar.