Síða 1 af 1

runtime error 216!

Sent: Lau 28. Mar 2009 23:43
af frikki1974
Þegar ég fer í ákveðna möppu sem er downloads mappan hjá mér þá poppar þetta runtime error 216 stundum upp og þegar ég klikka á Ok á þessu þá hverfur mappan og maður þarf að fara í hana aftur!
Reyndar hverfa allar My documents möppunar sem maður hafði opið fyrir því þetta leiðinda dæmi kemur upp og maður verður að ýta á OK,þetta gerist bara þegar ég fer í downloads möppuna en þar fer allt draslið sem ég er að downloada og reyndar er virðist tölvan vera mikið að vinna þegar ég er í þessari ákveðnu möppu og allt verður svo slow eitthvað.

Veit einhver afhverju þetta kemur fyrir? og hvernig á að losna við þetta runtime error 216!

Mynd

Re: runtime error 216!

Sent: Lau 28. Mar 2009 23:49
af kiddi
Var enginn búinn að segja þér að Music Match Jukebox var hannað af djöflinum? Eitt af þessum forritum sem svoleiðis rústar tölvum...

Þú ert líklega með Trojan-vírus, prófaðu http://housecall.trendmicro.com eða sæktu AVG Anti-Virus

Re: runtime error 216!

Sent: Lau 28. Mar 2009 23:56
af frikki1974
Þú meinar en geturðu frætt mig um hvað þetta Music Match Jukebox er?
Ég hef Trojan Remover og þar finnst ekkert og síðan er ég nýbúinn að vírus scanna tölvuna.

Re: runtime error 216!

Sent: Lau 28. Mar 2009 23:58
af kiddi
MusicMatch er sambærilegt iTunes og öðru, tónlistarumsjónarforrit með meiru - prófaðu að uninstalla því og sjá hvort eitthvað breytist.