Síða 1 af 1
ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 16:07
af olla
Langar að fá skriflega hérna inn á hversu nauðsynleg vírusvörn er og koma með eitthvað líka um það hvað skeður ef maður keyrir vélina án hennar og einnig um firewall hversu nauðsynlegur hann er og hvað getur skeð ef maður keyrir vélina án hans í gangi?
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 16:47
af mattiorn
ég nota ekki vírusvörn, ég passa mig bara..
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 17:20
af Blackened
já.. mín reynsla er.. að ef ég er ekki með vírusvörn.. þá gerist ekki neitt
og ef ég er með vírusvörn.. þá þegir hún.. því að það er ekkert að gerast..
..ef maður er ekki fáviti og pakkar svona smá common sense þá er maður í góðum málum
ég er með vírusvörn núna bara svona afþvíbara eiginlega.. hún er ekkert fyrir mér og hún gerir ekki nokkurn skapaðann hlut.. en það er ágætt að vita að hún er þarna in case
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 17:36
af hagur
Sammála.
Ég nota ekki vírusvörn og ekki software firewall. Routerinn minn er með NAT og ég læt það duga.
Common sense á netinu er key, þá ætti maður að sleppa alveg við vírusa o.þ.h.
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 18:59
af Legolas
Sammála fyrri ræðumönnum en finnst gott að keyra Ad-Aware öðru hvoru
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 19:31
af Sydney
Linux er í sjálfu sér besta vírusvörnin
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 20:44
af halldorjonz
Nota bara TuneUp 1x í viku og Spybot 3 vikna fresti
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 21:58
af olla
wtf?? Eruð þið virkilega að meina þetta!!!
Er semsagt vírusvörn óþarfandi?
Er enginn hérna sem getur skrifað hérna línur um það til hvers vírusvörn er og hvað er í húfi ef ég nota hana ekki?
sama með firewall?
gott kannski að heyra munin með vista og xp home,pro ef það skiptir t.d meira máli að hafa vörn á xp home,pro heldur en vista.
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 22:06
af Sydney
olla skrifaði:wtf?? Eruð þið virkilega að meina þetta!!!
Er semsagt vírusvörn óþarfandi?
Er enginn hérna sem getur skrifað hérna línur um það til hvers vírusvörn er og hvað er í húfi ef ég nota hana ekki?
sama með firewall?
gott kannski að heyra munin með vista og xp home,pro ef það skiptir t.d meira máli að hafa vörn á xp home,pro heldur en vista.
Fer einfaldlega eftir því hvort þú sért e-smart (eins og street smart, bara á netinu).
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 22:13
af Gerbill
Er ekki með vírusvörn og hef ekki haft í dáldinn tíma, runna ad-aware af og til.
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 22:34
af KermitTheFrog
Ég hef runnað mína síðan í nóvember án vandræða. Svo hef ég keyrt lappann minn í 2 ár með NOD32 og hún hefur ekki pípt.
En vírusvörn er svo sannarlega nauðsynleg ef þú ert ekki nógu "e-smart" eins og hann bendir á hér að ofan. Það sakar ekkert að leyfa NOD32 að keyra í bakgrunninum og svo lætur forritið þig vita ef eitthvað uppá
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Mið 25. Mar 2009 23:48
af Heliowin
Ég hef notað vírusvörn í fjölda ára en man ekki hvort hún hafi detectað vírus á sjálfri tölvunni. Hinsvegar fæ ég oft aðvaranir þegar ég er að nota StumbleUpon eða vefi sem ég hef ekki heimsótt áður og virðist hún þá hafa lokað á vírus/trojaninn, gefur mér allavega tækifæri á að samþykkja þá aðgerð eða ekki.
Mér finnst því öruggara að nota vírusvörn.
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Fim 26. Mar 2009 00:57
af Hyper_Pinjata
Ég verð að nota vírusvörn....hvort sem mér líkar betur eða verr,og ég hef nánast alltaf vitað það...
1. *slóð_á_síðu_sem_ég_gef_ekki_upp_hérna_vegna_þess_að_hún_inniheldur_warez* er ein af aðal síðunum sem ég nota til að nálgast forrit.
2. ef þú ert í P2P (Torrent,dc++) bransanum þá mæli ég með því að þú notir vírusvörn.
3. ef þú notar "krökkuð" forrit,eða sækir svoleiðis,þá mæli ég með vírusvörn,sérstaklega ef þú sækir að Warez síðum (þær geta verið Sérstaklega sneaky fyrir kunnáttuminni tölvunotendur).
4. að lokum...ef þú ert forvitinn (á netinu) þá skaltu nota vírusvörn vegna þess að yfir 85% vefsíða á netinu eru að hluta til sýktar af "tracking-kökum" eða slíku.
5. svo smá í endirinn...Þegar þú sækir leiki eða forrit með cracki þá pípar vírusvörnin þín mjög líklega af öllu afli á það,ástæðan er "crackið" eða "keygenið",en vegna kóða í þannig forritum verða einmitt vírusvarnir brjálaðar...og í 80-90% tilvika eru þetta "falskar" viðvaranir.
Re: ER víursvörn nauðsynleg??
Sent: Fim 26. Mar 2009 21:12
af corflame
Vírusvörn er eins og bíltrygging, þarft ekki fyrr en lendir í tjóni. Þá er bara orðið of seint að ætla að byrja.
Ergó, notaðu vírusvörn eða vertu óábyrgt fífl
Til fullt af góðum sem eru líka ókeypis (t.d. Avast).