Síða 1 af 1

Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 19:04
af Tiger
Ég er með flakkara tengdan við tölvuna til að horfa á efni úr tölvunni í gegnum flakkarann og hef tengt þetta bæði í gegnum routerin og virkað súperfínt. Síðan hafa bæst við tölvur og dugðu ekki þessi 4 port á routernum lengur og fékk mér því gigabit switch, og þegar ég tengi bæði tölvuna og flakkarann við switchinn þá get ég ekki horft á myndir lengur, allt hökktir og í tómu rugli. Ég er búinn að prufa 3 Gbit switcha, planet, lynksys og zyxel og alltaf sama vandamálið...svo prufaði ég hræódýran 100mbps swithc og þá virkaði þetta fínt (en er þá ekki með gbit tenginu á milli allra tölvana lengur sem ég vill hafa). Hefur einhver hugmynd um hversvegna Gbit switcharnir láta svona?? :shock:

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 19:07
af Hyper_Pinjata
ertu pottþétt viss um að Cat6 eða Cat5e Snúrur hafi verið á milli Routersins/tölvanna/etc?

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 19:15
af Tiger
Já lagði CAT6 undir alla parketlista og milli router og switch og switch og flakkarans eru Cat5e. Og ef kaplarnir væru flöskuhálsinn þá ætti þeir að vera það líka með 100Mbps swictch ekki satt?

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 19:33
af Stuffz
hmm veit ekki hvort þetta er svipað og það sem ég lenti í með þegar ég keypti mér gigalan NAS, fæ bara skítahraða á þessu beint í tölvuna eða í gegnum routerinn, til mikils að spreða í 2x1tb fyrir etta drasl.

kannski mar prófi þá bra 100mbit switch á etta :P

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 20:42
af AngryMachine
Er gigabit netkort í flakkaranum? Hvaða hraða færðu í gagnaflutningum PC í PC yfir gigabit switch vs fast ethernet switch?

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 21:15
af Tiger
Ég fann lausn á þessu eftir mikla og langa leit á Google. Ég þurfti að fara í properties á netkortinu í tölvunni sem flakkarinn sækir efnið í og gera enable við Flow control og þá virkar þetta smoot as silk.

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Þri 24. Mar 2009 22:44
af andribolla
veist samt ef þu leggur cat6 í parketlistana hjá þer.... þá er hann ÓNYTYR... bara svona svo þú vitir það ;)
hann þolir ekki svona meðferð ... ;)
cat5 hinsvegar þolir alskonar misnotkun þegar hann er lagður...
og flitur gigabit alveg eins og cat6 kapalinn

jee

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 07:22
af Tiger
Og þú veist að ef parketið er lagt vel og rétt hjá þér þá er bil á milli parkets og veggs þar sem kapallinn liggur óáreittur........nema hann sé með ofnæmi fyrir pareketlitum sem slíkum

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 09:41
af andribolla
ja ef þetta er bein leið hjá þér ... þá ætti þetta að sleppa ;)
þú hefur væntanlega kynt þér begjuradíusin á cat6 köplum :)
og sett cat6 tengla líka

mér fynst bara fyndið að fólk sé að leggja cat6 lagnir heima hjá ser því það heldur að það sé eithvað betra en cat5

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 10:19
af ManiO
Tryggja sig fyrir ókomna tíð, leggja Cat7, samkvæmt tilraunum styðja þeir kaplar allt að 100 Gigabit undir 15 metrunum, samanborið við þá agnarsmáu bandvídd á Cat 6/6a (10 Gigabit). :8) Verst er að hann er ekki kominn á markaðinn :wink:

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 10:54
af Tiger
andribolla skrifaði:veist samt ef þu leggur cat6 í parketlistana hjá þer.... þá er hann ÓNYTYR... bara svona svo þú vitir það ;)
hann þolir ekki svona meðferð ... ;)
cat5 hinsvegar þolir alskonar misnotkun þegar hann er lagður...
og flitur gigabit alveg eins og cat6 kapalinn

jee


Þú meinar líklega Cat5e sem flytur gigabit eins og Cat6. Því venjulegur Cat5 flytur ekki nema 100Mbps

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 12:39
af andribolla
þú verður líklegast að bíða lengi eftir að sjá Cat7 þarsem hann kemur líklegast aldrei á markað
það er orðið hagkvæmara og betra að leggja bara Ljósleiðara (Single mode)

....
en þetta með Cat5 og Cat5e..... þá er bara enginn að framleiða cat5 strengi nema þú sért að kauða kapal frá hondúrass
öll fyrirtæki sem eru að framleiða cat5 voru búnnir að koma köplunum sínum í Cat5e staðalin aður en hann var samþyktur ...
þó þeir hafi verið að framleiða hann undir cat5 merkinu ... en það eru lika svo mörg ár siðan það var.

gott að kynna sér hlutina.

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 13:21
af Tiger
Whá þú ert rosalega vitur og vel upplýstur =D> .... það breytir samt ekki staðreyndinni um skilgreiningu á Cat5 og Cat5e

http://en.wikipedia.org/wiki/Category_5_cable

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 14:22
af Blackened
Snuddi skrifaði:Whá þú ert rosalega vitur og vel upplýstur =D> .... það breytir samt ekki staðreyndinni um skilgreiningu á Cat5 og Cat5e

http://en.wikipedia.org/wiki/Category_5_cable


þýðir ekkert að vera að tala um cat5 kapal ef að þú getur hvergi keypt hann/hann er ekki framleiddur og þeir eru allir í Cat5e staðli hvorteðer ;)
hefur amk voða lítið uppá sig

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 16:52
af Tiger
Hann er nú samt seldur í att.is ásamt cat5e og cat6

http://www.att.is/product_info.php?cPath=48_219&products_id=3619&osCsid=c09f244ec3e5162872c9a7f78943f911

But who cares.....ég fann lausn á mínum vanda sem þessi þráður var upphaflega stofnaður útaf..... peace and over and out

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 18:08
af Selurinn
Þetta Flow Control.
Afhverju er þetta ekki "Default" enabled, allar vélar eru með þetta disabled og virðist vera sem þetta styður Bulk High Data Transfer svo ætti maður bara ekki að kveikja á þessu kvikindi til að fá meiri nethraða?
Spurning?

Re: Gigabit switch virkar VERR en 100Mbps switch

Sent: Mið 25. Mar 2009 18:43
af Tiger
Ég veit það ekki í raun, þetta truflaði ekki neitt hraðan hjá mér frá flakkara til PC fyrr en ég fékk mér gigabit switch. Þannig að þegar jaðartækin eru með sitthvorn hraðan þarf þetta greinilega að vera enabled (allavegana í mínu tilfelli)

In computer networking, flow control is the process of managing the rate of data transmission between two nodes to prevent a fast sender from over running a slow receiver.

http://en.wikipedia.org/wiki/Flow_control