Síða 1 af 1

Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 20:08
af Molfo
Kvöldið..

Er ekki til einhvert handhægt forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum á netinu??
Eða er kannski hægt að gera þetta úr Win 7??
Ég hef ekki fundið neinstaðar fítus í Win...

Kv.

Molfo

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 20:43
af methylman
Þú finnur stillingar til að gera þetta á routernum þínum

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 20:52
af Molfo
Já ok... þá er ég að loka fyrir þetta fyrir alla notendur... eða hvað??

Ég nenni ekki að fara gera einhverjar svaka kúnstir á routernum heldur.. er nýbúinn að fá hann til að virka eins og ég vill.

Var bara að vona að það væri eitthvað smá forrit sem gæti gert þetta fyrir mig..

kv.

Molfo

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 21:56
af AngryMachine
Það fer eftir því hvað þú ert að reyna að gera, hver sé besta leiðin. Ef þú ert að reyna að blokka eina eða tvær ákveðnar síður (mbl.is t.d.) þá er ábyggilega einfaldast að gera það í routernum (mis erfitt að gera eftir routerum). Ef þú ert svo að reyna að loka á allar síður sem að segja fréttir þá er það orðið flóknara mál og ráðlegast að nota eitthvað forrit í það. Ath að mörg vinsæl firewall forrit svo sem PC-cillin eða Bit Defender, eru með allskynss síur þar sem hægt er að loka á efni. Og svo er Microsoft með Family Safety batteríið, sem ég hef nota bene ekki hugmynd um hvernig/hvort virkar, það hefur hinsvegar þann kost að það er ókeypis.

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 22:26
af Heliowin
Ef þú ert að tala um að blocka í tölvu á einfaldan hátt en ekki með router þá er þetta kannski lausnin þó ég hafi ekki kynnt mér nein forrit.

Ég hef gert þetta beint inn í Windows Xp og það virkar. Ég er ekki með Vista/7 en mér sýnist eftir að hafa athugað að þetta sé gert svona í Windows 7:

Finna Notepad og hægriklikka á íkonið fyrir það og og velja “Run as Administrator“.

Síðan fara í File valmyndina og fara á C:\windows\system32\drivers\etc\ og þá ættir þú að finna Hosts skrána sem þú getur bætt í vefsíður.

Í Windows XP hjá mér er lína sem segir:

127.0.0.1 localhost.enter_a_name

Ég myndi prófa að bæta við fyrir neðan þessa línu eða samsvarandi i Windows 7:

127.0.0.1 slóðina.com
127.0.0.1 http://www.slóðina.com

Þetta á að segja tölvunni að slóðina á vefinn sé að finna á tölvunni sem hann er síðan ekki og því mun koma upp villa.

Það er hægt að nota IP tölu vefs í staðinn fyrir 127.0.0.1 og gæti það verið betri leið ef koma á í veg fyrir að hægt sé að fara fram hjá banninu. Það er algengt að margir vefir deili sömu IP tölu en ég held að þetta sé öruggt ef slóðin á vefinn sé líka slegið inn í hosts skrána, þannig að aðrir vefir séu ekki blockaðir að óþörfu, en ég er ekki viss.

Edit: þú gætir þurft að enduræsa tölvuna.

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Sun 15. Mar 2009 22:41
af Molfo
Ok...
takk fyrir þessi svör..
ég ætla að skoða þetta aðeins betur.. :)

Molfo

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Mán 16. Mar 2009 10:04
af ManiO
Væri þá samt ekki hægt að fara inn á google og nota það sem referrer? Er bara á tölvu í skólanum annars myndi ég tékka (og með macca heima).

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Mán 16. Mar 2009 11:27
af Heliowin
4x0n skrifaði:Væri þá samt ekki hægt að fara inn á google og nota það sem referrer? Er bara á tölvu í skólanum annars myndi ég tékka (og með macca heima).


Mig minnir að þetta loki á allar slóðir á vef sem er hægt að finna á netinu þar með talið á Google.

Mér skilst síðan að notandi á tölvunni geti komist hjá þessu með því að nota proxy.

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Mán 16. Mar 2009 11:51
af depill
Þú gætir svo sem ( þótt það sé mjög auðvelt að komast fram hjá því, fyrir þann sem kann, nema kannski ef þú setjir upp eldveggjareglu í routernum þínum til að banna aðra DNS ) notað OpenDNS í þetta. Það er frekar auðvelt og birtir líka falleg villuskilaboð ( http://www.opendns.com )

Re: Forrit til að loka aðgang að ákveðnum síðum..

Sent: Mán 16. Mar 2009 12:05
af Gullisig
Auðveldara væri að breyta hosts skránni en hitt virkar líka vel ,,,,, og mæli ekki með að fólk sé að fikta í dns ef það kann ekkert á það