Ef þú ert að tala um að blocka í tölvu á einfaldan hátt en ekki með router þá er þetta kannski lausnin þó ég hafi ekki kynnt mér nein forrit.
Ég hef gert þetta beint inn í Windows Xp og það virkar. Ég er ekki með Vista/7 en mér sýnist eftir að hafa athugað að þetta sé gert svona í Windows 7:
Finna Notepad og hægriklikka á íkonið fyrir það og og velja “Run as Administrator“.
Síðan fara í File valmyndina og fara á C:\windows\system32\drivers\etc\ og þá ættir þú að finna Hosts skrána sem þú getur bætt í vefsíður.
Í Windows XP hjá mér er lína sem segir:
127.0.0.1 localhost.enter_a_name
Ég myndi prófa að bæta við fyrir neðan þessa línu eða samsvarandi i Windows 7:
127.0.0.1 slóðina.com
127.0.0.1
http://www.slóðina.com
Þetta á að segja tölvunni að slóðina á vefinn sé að finna á tölvunni sem hann er síðan ekki og því mun koma upp villa.
Það er hægt að nota IP tölu vefs í staðinn fyrir 127.0.0.1 og gæti það verið betri leið ef koma á í veg fyrir að hægt sé að fara fram hjá banninu. Það er algengt að margir vefir deili sömu IP tölu en ég held að þetta sé öruggt ef slóðin á vefinn sé líka slegið inn í hosts skrána, þannig að aðrir vefir séu ekki blockaðir að óþörfu, en ég er ekki viss.
Edit: þú gætir þurft að enduræsa tölvuna.