Windows XP frýsing - kannski kominn tími á að refresha það?
Sent: Mið 11. Mar 2009 16:37
Ég er stundum að lenda í því að stýrikerfið frjósi eins og áðan þegar ég hafði tvo vafra upp með um samtals 15 síður. Hafði auk þess orðabók uppi líka.
Ég ýtti á Ctrl+Alt+Delete til að fá upp Task manager til að athuga og sýndi það um 800MB Ram og fáein % af örgjörvakraftinum. Er með 2x1GB DDR2, og Core 2 Duo E6400 2.13 GHz. Það virðist ekki vera neitt hitavandamál á örranum því monitorinn sýndi 35°. Eftir að hafa endurræst tölvuna þá sýndi Event viever ekkert athugavert.
Ég er vanur að nota Disk Cleanup reglulega og annað slagið forritið sem athugar með villur á hörðum diskum og eins að nota CCleaner á um tveggja mánaða fresti. Ég þarf mjög sjaldan að defragmentera og eins var ekki þörf á því núna enda varla neitt rautt að sjá.
Ég var að velta fyrir mér hvort það væri kannski kominn tími á að setja Windows upp á ný þar sem ég setti það upp síðast í maí í fyrra með BIOS update og nýjum driverum. Er vanur að setja það ekki upp oftar en á árfresti enda frekar tímafrekt og leiðinlegt. Ég geri ráð fyrir að þetta gæti hjálpað upp á en er frekar tregur við það, finnst það eitthvað svo asnalegt að þurfa þess of oft.
Er þetta kannski eðlilegt að gera með Windows, að refresha það oftar en ég geri? Ekki er Linux með þetta vandamál er það nokkuð?
ps. Ég vona að frýsing í titili þráðarins sé ásættanlegt hér um slóðir.
Ég ýtti á Ctrl+Alt+Delete til að fá upp Task manager til að athuga og sýndi það um 800MB Ram og fáein % af örgjörvakraftinum. Er með 2x1GB DDR2, og Core 2 Duo E6400 2.13 GHz. Það virðist ekki vera neitt hitavandamál á örranum því monitorinn sýndi 35°. Eftir að hafa endurræst tölvuna þá sýndi Event viever ekkert athugavert.
Ég er vanur að nota Disk Cleanup reglulega og annað slagið forritið sem athugar með villur á hörðum diskum og eins að nota CCleaner á um tveggja mánaða fresti. Ég þarf mjög sjaldan að defragmentera og eins var ekki þörf á því núna enda varla neitt rautt að sjá.
Ég var að velta fyrir mér hvort það væri kannski kominn tími á að setja Windows upp á ný þar sem ég setti það upp síðast í maí í fyrra með BIOS update og nýjum driverum. Er vanur að setja það ekki upp oftar en á árfresti enda frekar tímafrekt og leiðinlegt. Ég geri ráð fyrir að þetta gæti hjálpað upp á en er frekar tregur við það, finnst það eitthvað svo asnalegt að þurfa þess of oft.
Er þetta kannski eðlilegt að gera með Windows, að refresha það oftar en ég geri? Ekki er Linux með þetta vandamál er það nokkuð?
ps. Ég vona að frýsing í titili þráðarins sé ásættanlegt hér um slóðir.