Síða 1 af 1

Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 08:54
af arnar7
Sælir.

Þannig er mál með vexti að um dagin þá var systir mín í tölvunni og þá slökkti hún allt í einu á sér.
þegar ég kveikti svo aftur á henni kom að Windows/System is missing og ég setti ubuntu liveCD inn til að
bjarga ljósmyndum og svoleiðis stuffi...

svo formataði ég tölvuna og allt virtist vera að virka nema þá fraus hún og ég slökkti á henni og kveikti aftur
en þá koma bara keyboard missing...
og ég tengdi annað liklaborð og náði að kveikja en þá gat ég ekki gert neitt því það var eins og lyklaborðið og músin
væru tengd, því það komu ljós á það en ég gat ekki gert neitt, ekki sett numlock á lyklaborðið eða hreyft músina.

það koma líka það vandamál að ef ég kveikti á tölvunni þá var Windows loading dótið bara endalaust og ekkert gerðist

hvað getur verið að ? [-o<

er eitthvað hægt að gera ? [-o<

kv. arnar7

ps. öll hjálp VEL þegin !!

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 12:43
af lukkuláki
Harði diskurinn kannski orðinn lélegur ?

Ég myndi byrja á því að tékka á öllum snúrum.
Svo myndi ég clera BIOS og stilla hann upp á nýtt eða nota sjálfgefnar stillingar sem eru safe.
Svo myndi ég reyna clean install á þennan eða annan disk ef það er eitthvað á þessum diski sem ekki má glatast.

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 15:51
af arnar7
þetta er 3.ára gömul tölva sko :/

en gæti einhver sett inn smá leiðbeiningar á þessum BIOS "vanda"?

hér eru speccar á tölvunni:
3500+ Athlon64 - S939
MSI K8n NEO4 F - nForce4
2GB DDR400
250gb WD SE 16mb buffer - SATA II
Geforce 8500 - 512mb
windows xp Home

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 16:21
af lukkuláki
Ef það var einhver að vinna í tölvunni og hún slekkur allt í einu á sér þá er ekki líklegt að þetta sé BIOS vandamál.

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 16:25
af arnar7
já, en ég náði samt allveg gögnunum af honum og hef náð að formata hana 2x og sett upp Windowsið án allra vandræða,
ég var því miður í skólanum þegar þetta gerðist en mamma sagði að hún hafi frosið, svo kom upp einhver gluggi og svo slökkti hún á sér :shock:
svo kveikti ég og þá kom upp að "system" væri missing þannig ég formataði bara og hún virkaði vel í byrjun en eftir það fraus hún og var bara með vesen.

hvað er að !!! [-o< [-o< [-o< 8-[ =D>

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 19:37
af arnar7
Ég prufaði að ná í "Windows Vista Red Vortex" og ætlaði að setja það upp, formataði og allt í góðu en svo koma að settupinu og þá kom að það væru 39 mins eftir, svo kom bara...

[img]IMG_3656.JPG[/img]

hvað er að !!

er diskurinn að gefa sig eða?

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 19:51
af lukkuláki
Getur verið að vélin sé að ofhitna ?
Ertu að eða hefurðu verið að yfirklukka ?
Þetta getur líka verið minnisbilun.
Það er ekkert annað að gera en að nota útilokunaraðferðina
Ertu búinn að prófa að taka minni úr - skipta út eða keyra á einum kubbi í einu ?
Prófaðu þig áfram

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 20:10
af Glazier
Nákvæmlega þetta blue screen kom hjá mér eftir að það var skipt um móðurborð og þá var ástæðan sú að móðurborðið tók ekki við vinnsluminnunum sem voru í og ég fékk þar með bara ný minni
Svo kom þetta líka hjá vini mínum þá þurfti eitthvað að stilla í Biosnum eitthvað sem tengdist vinnsluminnunum ;)

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 05. Mar 2009 21:57
af arnar7
já ég ætla að prufa það við tækifæri, en mér finnst samt frekar furðulegt að þetta gerist bara svona uppúr þurru.
ég var ekki að fá mér neitt nýtt í tölvuna og þetta gerðist bara eftir format :?

ég kem allveg af fjöllum hehe

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 06. Mar 2009 14:50
af arnar7
Hefur einhver lennt í því sama?

getur verið að Diskurinn hafi gefið sig eða eitt minnið?
myndi finnast það frekar skrítið því ég get allveg kveikt á henni :/

gæti reyndar verið eitthvað fullt af riki inni í henni hehe...

ætla að tékka á eftir, en endilega að skrifa allt sem ykkur dettur í hug að gæti verið að !

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fim 12. Mar 2009 17:47
af arnar7
Þá er ég búinn að rykhreinsa og eitthvað vesen hehe,

en enn er það sama að gerast, annaðhvort kemst í inn í Windows og þá frís allt eftir smá eða það kemur "no keyboard found" r sum eða að Windows Loading er bara endalaust að vinna og ekkert gerist....


mér findist skrítið ef að eitt af minnunum væri bilað/ónýtt, ætti tölvan þá nokkuð að geta ert neitt með eitt ónýtt minni :oops:

Er eitthvað sem ykkur dettur í hug?

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 14:48
af arnar7
Ég prufaði að kveikja á tölvunni í morgun, eftir að hún hafi virkað í allan gærdag!

þá kom þetta hér :
[img]Error.JPG[/img]


Er diskurinn bara farinn að eyða file-um eða?

er hann bara að gefa upp öndina....


hefur einhver fengið svona áður?

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 15:24
af lukkuláki
Í upphafi veðjaði ég á harða diskinn og ég geri það enn
Hann er líklega bara ónýtur.

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 15:38
af arnar7
já, mér fannst það svona líklegra afþví ég gat alltaf startað tölvunni en ætti ekki að geta það með bilað/ónýtt minni...

en ég redda mér þá bara nýjum disk,...

er einhver sem á ódýrann disk?
*helst á Akureyri.....

takk

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 15:47
af arnar7
Ef ég kveiki á tölvunni núna kemur:


A disk read error occurred
Press ctrl+alt+del to restart

Er hann farinn eða?
það kveiknar samt allveg á honum og allt þannig..

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 16:40
af lukkuláki
arnar7 skrifaði:Ef ég kveiki á tölvunni núna kemur:


A disk read error occurred
Press ctrl+alt+del to restart

Er hann farinn eða?
það kveiknar samt allveg á honum og allt þannig..


God damn it are you slow or something boy ? :shock:
Tölvan les ekki diskinn vegna þess að henn er skemmdur það gerist stundum
skrár á diskinum eru skemmdar þú ert líka búinn að reyna að setja upp á nýtt og það fer alltaf á sama veg.

Diskurinn er ónýtur

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Fös 13. Mar 2009 18:16
af Gullisig
Fyrsta villan var bara bootloaderinn var ekki fundin ,,, þú gast reddað því með því að setja bootdisk í og nota vara bootloader í /windows/repair

en hinn villan er annað kannski að prufa að taka hann úr vélinni og setja hann í flakkara og ef hann les af honum er hann varla ónýtur


afsaka ef þetta hefur komið hér að ofan nenni ekki að lesa það allt.,,,,,

Re: Tölvan ónyt eða er þetta BIOS r sum?

Sent: Sun 29. Mar 2009 21:47
af arnar7
jamm Lukkuláki :D
Diskurinn var ónýtur hehe
ég fékk mér bara "nýjan" disk og allt reddaðist !!

takk fyrir svörin hér að ofan.... =D>


Takk