Síða 1 af 1

USB Root Hub vandræði: Windows XP Pro SP2

Sent: Fim 26. Feb 2009 23:27
af Selurinn
Sælir,

Var núna að reyna fá iP2500 prentara til að virka á tölvu með XP Professional SP2.
Aldrei fékk ég þennan prentara til að virka, virkar samt sem áður á aðrar vélar.
Driverinn vildi aldrei fara inn, kom bara alltaf spurningamerki á prentarann í Device Manager, og ég prufaði bæði drivers af CD og frá Canon heimasíðunni.
Svo þegar ég ætlaði að tengja USB minnislykilinn minn til þess að ná shitti af honum til að laga þetta gerðist það sama, hann vill að ég locati driverinn sjálfur og finnur enga rekla fyrir hann (OCZ Rally, eiga alltaf að virka vandræðalaust í allar vélar án vandræða)

Svo mig grunaði einhver chipset vandræði, henti öllu USB dótinu úr Device Manager, root og öllu.
Núna þegar ég set Chipset driverana aftur, hvort sem þar er frá HP eða Intel, fæ ég ICH7 kubbasetts driverinn upp fyrir allt saman (undir Universal Devices), en þessir USB Root driverar sem ég tók út koma bara sem Unknown Device.
Búinn að prófa Universal Driver CD (alveg nokkrar týpur) en hvað sem ég reyni fæ ég ekki USB portin til að virka. (USB mús virkar ekki einu sinni lengur)

Hvað þarf ég að gera til þess að fá þessa USB gaura gangandi aftur?


Með kærri kveðju.....Selurinn

Re: USB Root Hub vandræði: Windows XP Pro SP2

Sent: Lau 28. Feb 2009 00:36
af Selurinn
ttt

Re: USB Root Hub vandræði: Windows XP Pro SP2

Sent: Lau 28. Feb 2009 03:47
af DoofuZ
Þú getur prófað að nota windows file checker (sfc /scannow), það gæti verið að það séu kannski bara einhverjar system skrár bilaðar eða eitthvað svoleiðis. Ég mæli svo með því að þú keyrir tölvuna upp með XP disknum og gerir repair install. Gæti samt verið sniðugt að eyða kannski fyrst öllu þessu usb dæmi úr device manager og gera uninstall á öllu sem þú finnur sem tengist eitthvað usb í Add or Remove Programs. Ef það lagar þetta ekki þá geturu prófað önnur usb tengi á tölvunni ef þú hefur einhver önnur laus.