Pakkatap á Vista????
Sent: Fös 20. Feb 2009 23:37
ÉG var að uppfæra í Vista Business 64bit á nýjutölvunni minni. Ég er með Gigabyte S775 GA-EP45-UD3R móðurborð með GB lan korti og er að nota Zyxel Prestige 660 HW-61 ADSL router. Þetta lýsir sér þannig að þegar tölvan er búin að vera í gangi í smá tíma þá fer að bera á töpuðum pökkum á milli tölvu og routers, kannski 10% sem bara skilar sér ekki. Þetta veldur því að öll netumferð út er mjög hæg og ég get ekki streymt yfir netið hérna heima á milli tölva. Ég er búinn að google-a þetta en finn ekkert nýtt um þetta og ekkert sem gefur nein svör. Er einhver hér sem kannast við þetta ?