Það er frekar auðvelt, sérstaklega ef þú ert með báðar tölvurnar tengdar við router eða switch.
1. Þú hægrismellir á möppu sem þú vilt komast í á tölvu 1, ferð þar í properties og svo á sharing flipann, restin ætti að vera auðveld.
2. Svo ferðu í Start og Run, skrifar cmd og smellir á OK, svo skrifaru ipconfig og ýtir á enter í glugganum sem kemur upp til að sjá ip töluna sem tölva 1 er með.
3. Eftir það ferðu í tölvu 2, opnar nýjan Explorer glugga (eins og t.d. My Computer) og opnar þar \\IP-TALA-TÖLVA-1, eins og t.d. \\192.168.1.10
Ef tölvurnar eru ekki með router eða switch á milli sín þá verðuru að fara í properties á Local Area Connection og þar í properties á Internet Protocol (TCP/IP) en þá geturu sett sjálfur ip-tölur á báðar tölvurnar. Fyrstu þrjár tölurnar í báðum ip-tölunum þurfa þá að vera eins og Subnet mask þarf að vera eins á báðum. Getur t.d. sett ip-töluna 192.168.1.1 á tölvu 1 og 192.168.1.2 á tölvu 2 með subnet mask 255.255.255.0 (subnet mask kemur venjulega sjálfkrafa eftir að þú slærð inn ip-töluna).
Ef þig vantar frekari hjálp þá sakar ekki að spyrja google, færð yfirleitt svörin miklu hraðar þannig