Síða 1 af 1
Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 00:29
af andrig
Er að reina að installa Ubuntu á borðvélina hjá mér.
En ég á við smá vandamál að stríða.
Ég fæ upp Valmyndina, þarsem ég get valið um uppsetningu, live cd, check disk og það.
en hvað sem ég vel. þá fæ ég bara svartan skjá og
_
svona nyður strik blikkandi í vinstra horninu endalaust og ekkert gerist.
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 11:26
af coldcut
brenna .iso skránna aftur á disk á hægasta hraða sem þú getur.
þú getur prufað þetta allavegana
svo er líka spurning um md5sum á filenum sem þú ert að skrifa. Finnur það
Hér!
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 15:46
af andrig
þetta er svoltítið underalegt,
ég skellti disknum í macbookina mína, og hann flaug upp.
en á pc vélinni gerist ekki neitt.
en hef ekki hugmynd um hvað md5sum er og skil það ekki
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 20:54
af coldcut
fylgdu leiðbeiningunum maður...þó hann fljúgi upp á einhverju macdrasli þá skaltu samt brenna annan með minni hraða
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 21:35
af andrig
heyrðu ég er búinn að skrifa diskinn á lægsta hraða, samtsem áður gerist ekki neit.
eitthvað annað sem gæti verið að valda þessu?
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 21:56
af coldcut
þá veit ég ekki hvað er vandamálið sko.
Þú getur prófað að flytja .iso fileinn inní aðra tölvu (mactölvuna til dæmis) og brenna diskinn þar, og aftur á lægsta hraða sem þú getur helst ekki meira en 4x. Síðan geturðu prófað að setja Live CD-inn í tölvuna og gá hvað gerist
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Þri 20. Jan 2009 22:09
af andrig
eina vélinn sem ég hef til að skrifa þetta er macinn og er búinn að brenna þetta á 1x hraða.
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Mið 21. Jan 2009 08:16
af coldcut
reyndu að redda þessu með því að fá´að brenna hjá vini þínum eða eitthvað
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Mið 21. Jan 2009 12:54
af tms
andrig skrifaði:eina vélinn sem ég hef til að skrifa þetta er macinn og er búinn að brenna þetta á 1x hraða.
Ef diskurinn keyrist upp á makkanum er ekkert að honum, virkar ekkert betra þó þú skrifar hann hægar.
Kemur ekkert áður en að allt hengur?
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Mið 21. Jan 2009 16:09
af coldcut
tms: ég hef lent í þessu sko. Einu sinni var ég með tölvu sem startaði disknum en alltaf þegar maður valdi "Install Ubuntu" þá varð allt svart. Svo var ég með fartölvuna hjá pabba og ég skrifaði og skrifaði .iso diska til þess að reyna að boota upp en ekkert virkaði fyrr en ég fór í tölvuna mína og skrifaði diskinn þar. Þá fór allt á skrið.
Það sakar allavegana ekki að prófa að brenna þetta í annarri tölvu
En gæti haft einhver áhrif ef hann væri að reyna að installa 64-bit stýrikerfi á tölvu sem styður það ekki? Bara hugmynd
Re: Install á Ubuntu 8.10
Sent: Fös 23. Jan 2009 15:02
af JReykdal
Gætir þurft að installa í einhverju safe mode ef installerinn er ekki að fíla sem dæmi skjákortið eða upplausnina á skjánum. Það gerist.