Síða 1 af 1

Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Lau 17. Jan 2009 23:43
af Manager1
Ég keypti mér 2gb RAM í viðbót við þau 2gb sem ég átti.

Allir fjórir kubbarnir eru eins, 1024mb 400mhz.

CPU-Z sér alla kubbana, samtals 4096mb af RAMi.

System Information sér líka 4096mb.

En ef ég hægrismelli á My Computer - properties - þá eru ekki nema 2.75gb af RAMi þar.

Ég Googlaði smá og las einhverstaðar að Win 32bit styðji einmitt bara 2.75gb af minni... er það rétt og ef svo er, er þá nokkuð mér til fyrirstöðu að fá mér 64bit útg. af Windows sem sér öll 4gb af RAMinu mínu?

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Lau 17. Jan 2009 23:56
af KermitTheFrog
Windows á að styðja alveg upp í 4GB (oftast 3-3,5GB í raun)

Svo eru ekki öll forrit og leikir með stuðning við 64bit OS (correct me if I'm wrong) ef ég fer rétt með heimildir

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Lau 17. Jan 2009 23:57
af Gúrú
Er það ekki þannig að XP styður bara 3.5GB?

Og það tekur því ekki að fá sér Vista 64bit bara fyrir 4GB af minni þar sem að stýrikerfið sjálft tekur 1GB~ meira af minni heldur en XP.

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Lau 17. Jan 2009 23:58
af KermitTheFrog
XP sýnir jú ekki meira en 3.5GB (mitt sér bara 3GB :/), en 32bit Vista sér öll 4 ásamt Win 7

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 00:12
af Cikster
Það að 32 bita Vista og Win7 sjái meira en 4 GB þýðir ekki að það noti meira en 3.5 GB.

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 00:24
af Manager1
OK 3.5gb er þó skömminni skárra en 2.75.

Veit einhver hversvegna tölvan sér bara 2.75gb í my computer - properties ?

Hérna sést að sysinfo sér alla fjóra kubbana... og já ég veit, er að nota eldgamalt XP Home :shock:
Mynd

Hérna eru bara 2.75gb :?
Mynd

En CPU-Z klikkar ekki og sér auðvitað alla 4 kubbana.
Mynd

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 00:34
af Darknight
32 bita stýrikerfi eru officially 4gb að vinnsluminni, enn er í raun 2.5-4 fer mjög eftir móðurborði, skjákorti etc. Þetta er mjög flókið mál, getur flétt þessu upp á google. Það er lítið sem þú getur gert, er einhvað trick til að splitta minninu til að nota það, enn þá geturðu bara notað 2 gb hvert forrit eða einhvað svoleiðis...

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 00:35
af Gúrú
Ég ásaka Home Edition um að hafa stolið kökunni úr krúsinni í gær.

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 00:40
af Manager1
Hérna er einhver listi sem segir að XP Home styðji allt að 4gb RAM svo skv. þessu er það ekki Home sem skemmir fyrir #-o

http://www.acs.uwosh.edu/faq-items/how- ... ws-support

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Sun 18. Jan 2009 01:53
af gRIMwORLD
Þessi umræða poppar alltaf upp af og til svo kannski ég geti hjálpað aðeins til.

Windows stýrikerfi sem eru 32 bit styðja 4GB max. minni. Inni í þessari tölu er hardware minni og einnig sýndarminni (Virtual Memory) sem stýrikerfið notar ef það þarf að nota meira minni en er til staðar í tölvunni.
Að staðaldri er þessu skipt 50/50 niður þannig að forrit og aðrir processar geta einungis notað upp að 2GB en hin 2GB eru þá til staðar fyrir kjarnaforrit stýrikerfisins sjálfs.

Hægt er að setja rofa inn í boot.ini sem gerir forritum kleyft að nota allt að 3GB en þá er sett /3GB í boot.ini
Þetta leyfir forritum að nota 50% af því plássi sem annars væri notað sem sýndarminni.

    [boot loader]
    timeout=30
    default=multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(2)\WINNT
    [operating systems]
    multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(2)\WINNT="????" /3GB

Einnig er hægt að nota rofann /PAE sem gerir svipaða hluti (Google power :wink: )

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Mán 19. Jan 2009 22:04
af Danni V8
Ég er með 4gb innra minni, 512mb í skjákort og 32 bita stýrikerfi. XP sýnir bara 3gb samt. Einhverstaðar var ég búinn að finna í gegnum google leit að stýrikerfið taki bara samtals 4gb, ss. ef ég væri með 4gb minni og 1gb skjákort, myndi tölvan sýna 2,5-3gb eftir móðurborðinu. Ég myndi fá 2.5gb upp ef ég myndi setja annað 512mb kort í SLI.

Er þetta bara vitleysa?

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Þri 20. Jan 2009 00:43
af dadik
Jebb, þetta er vitleysa. Stýrikerfið horfir ekkert á minnið í skjákortinu hjá þér.

Re: Hversu mikið RAM styður Windows 32bit ?

Sent: Þri 20. Jan 2009 10:35
af Stebet
32 bita XP og Vista geta bara notað 3.5GB af minni. Það getur sýnt að það detecti 4GB en það mun aldrei geta nýtt öll 4GBin. Auk þess minir mig að 32bita Windows sé limitað við að hvert application geti aðeins nýtt sér 2GB af minni í einu.

Þetta er útskýrt mjög vel hérna.