Síða 1 af 2

Recovery vesen

Sent: Mið 14. Jan 2009 18:31
af arnar7
sælir..
ég er buinn að vesenast pínu með Tohsiba fartölvuna mína, setti fyrst xp á hana, svo aftur Vista yfir... svo aftur xp og svo Ubuntu, svo aftur xp og nú nenni ég ekki að vesenast með xp lengur útaf Driverum og þannig...
svo ég ætlaði að setja Vista upp aftur en þegar ég set Recovery diskinn í kemur bara:
Windows is loading files (það rennur smooth í gegn)
svo á ég að velja tungumál.
svo kemur hvort ég sé allveg viss því að diskurinn verði formataður og ég vel bara yes
svo kemur bara HDD1 Not found! :oops:
hvað getur verið að ?
ég hef notað þennan sama recovery disk áður án allra vandræða....

plz einhver sem getur veitt mér ráðleggingu?

öll svör vel þegin og eingin skítköst [-(
Takk fyrir mig..
arnar7

Re: Recovery vesen

Sent: Mið 14. Jan 2009 23:24
af arnar7
getur einhver hjálpað? [-o<

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 01:55
af gRIMwORLD
Ertu búinn að athuga hvaða partition er á disknum núna? Hvort það séu einhverjar linux leifar eftir?

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 07:38
af arnar7
ég sko, vegna þess að þessi villa kom upp, ákvað ég að setja Ubuntu LiveCD í og Formata.... það virtist virka en greinilega ekki því ég fékk alltaf aftur
HDD1 not found!
svo ég ætlaði bara að setja upp XP aftur og prófa svo recovery diskinn....
en ég er ekki viss hvort það hafi bara verið ég eða hvað en ég fór í Quick format to NTFS og þá stoppaði þetta í 20%.. held allavegana að þetta hafi stoppað því það heyrðist ekkert í disknum nánast.


kannski ég testi bara að fara í normal format með winxp disknum....

takk fyrir
endilega koma með comment bara ef þið hafið eitthvað að segja...
arnar7

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 09:14
af KermitTheFrog
Hefurðu prófað að formata diskinn í annarri tölvu??

Svo getur verið að það vanti S-ATA drivera (ef þetta er S-ATA diskur) og þess vegna kemur hann ekki upp

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 10:29
af arnar7
diskurinn kemur samt allveg upp í BOOT menu :S
hvernig get ég sett inn SATA driver?

og nei, mér finnst það of mikið vesen að taka diskinn úr og formata í annari vél :?

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 10:45
af lukkuláki
arnar7 skrifaði:diskurinn kemur samt allveg upp í BOOT menu :S
hvernig get ég sett inn SATA driver?

og nei, mér finnst það of mikið vesen að taka diskinn úr og formata í annari vél :?



Á sumum vélum virkar að nota USB lykil með sata drivernum en á öðrum þarftu að setja hann inn af floppy (ótrúlegt en satt)
svo er stundum hægt að breyta stillingum í BIOS þannig að það þarf ekki sata driver.

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 11:11
af arnar7
ef ég geri þetta með USB kubbi... á ég þá bara að hafa hann í á meðan ég geri þetta recovery?
bara með .exe skráinni ?

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 11:26
af KermitTheFrog
Athugaðu samt BIOS'inn fyrst

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 11:28
af arnar7
getiði sagt mér hvar ég stilli þetta í BIOS?

og ef það virkar ekki, hvar er hægt að niðurhala SATA reklunum? 8-[

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 11:30
af KermitTheFrog
Sennilega á heimasíðu framleiðanda móðurborðsins

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 16:05
af arnar7
nú er þetta orðið svart haha
ég ætlaði að prufa að formata bara með normal hraða í Win xp, en viti menn..... hún er stopp í 0% eftir meira en hálftíma þó svo að það heyrist eins og hún sé að vinna og græna vinnu ljósið er bara grænt en ekkert gerist :?

sko þegar ég er búinn að setja Recovery diskinn í og ætla að formata síðan eftir það með xp disk kemur upp í diska valmyndinni:
einn partur sem er 1,5gb (c)
einn 119gb (d)
og svo einn sem er önnur 119 en ekki með neitt nafn...
ég eyði þeim öllum þannig að það sé bara einn 250gb og ætla að installa á hann....

hvað get ég gert...... [-o<
er að verða hræddur um kvikindið :( hehe

Re: Recovery vesen

Sent: Fim 15. Jan 2009 18:14
af arnar7
og þegar ég fer í LiveCD með Ubuntu og fer í GParted til að tékka á disknum kemur bara ekkert upp :/

hvað get ég gert [-o<
er að freak-a úr hérna heima....

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 07:37
af arnar7
upp?
getur einhver hjálpað [-o<

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 08:24
af lukkuláki
arnar7 skrifaði:og nei, mér finnst það of mikið vesen að taka diskinn úr og formata í annari vél :?


Það er nú kannski minna vesen en að standa í þessu rugli....

Taka diskinn úr og eyða partition í annari vél :)
Ekki formata bara eyða öllu, hreinsa diskinn.
Fínt að nota diskpart ef þú kannt á það.

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 12:45
af arnar7
er hægt að setja svona 2,5" beynt í borðtöluna? eða í flakkara box?
þarf það að vera 2,5" box þá?

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 13:12
af KermitTheFrog
getur keypt bracket á 1000 kall í Tölvuvirkni. Veit samt ekki hvernig þetta er, hvort S-ATA tengin séu jafn stór. Þau eru það sennilega, og þá geturðu bara plöggað þeim í og lagt diskinn á góðan stað á meðan

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 13:27
af lukkuláki
arnar7 skrifaði:er hægt að setja svona 2,5" beynt í borðtöluna? eða í flakkara box?
þarf það að vera 2,5" box þá?


Ef þetta er sata diskur ? sem mig minnir þá er það jafnstórt og í 3,5" diskum.
Ef þetta er IDE þá þarftu td. svona millistykki http://www.computer.is/vorur/7016

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 13:30
af arnar7
þetta er SATA diskur....

hérna er smá ferli sem ég fer í gegnum...:

Windows is loading files
MS cofiguration Load
velja tungumál
spurja hvort ég sé viss,því þetta formatar
checking for HDD1
HDD1 not found!

DiskPart has encountered an error: The parameter is incorrect.
See the System Event Log for more information.
ERROR: DiskPart failed!
Press any key to continue...

ég ýti á einhvern takka og svo bara gerist ekkert :/

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 15:39
af lukkuláki
Bilaður diskur ?
Hefurðu snert prentplötuna (grænu plötuna undir) með berum höndum ?
Þú verður bara að láta fagmann skoða þetta fyrir þig.

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 16:04
af arnar7
hann er búinn að vera í tölvunni allan tímann sko....
ég tími ekki að láta fagmann fara yfir hann hehe en tölvan virkar allveg með Ubuntu live cd, er þá ekki verið að nota diskinn eitthvað? #-o

Re: Recovery vesen

Sent: Fös 16. Jan 2009 17:52
af viddi
Nei þá er hún að keyra á geisladisknum

Re: Recovery vesen

Sent: Mán 19. Jan 2009 12:33
af arnar7
nú er félagi minn búinn að setja hann í aðra tölvu og formata hann og það virkaði en tók mjög langan tíma (lengri en venjulega).
hann virkar sem geymsludiskur en þegar hann opnar hann í my computer þá fór að hægjast verulega á tölvunni en við gátum ekki sett neitt Windows á hana...

þegar Vista diskurinn var settur í og þá poppaði upp gluggi sem stóð að þessi diskur myndi ekki endast lengi eða eitthvað í þá átt :?
Ég er samt ekki búinn að gera neitt sem á að geta skemmt diskinn, því flest allt sem ég hef gert á henni hef ég gert á borðtölvunni án vandræða....

Ábyrgðin á allveg að covera svona er það ekki?
mér finnst það allavegana .... 8-[

Re: Recovery vesen

Sent: Mán 19. Jan 2009 13:03
af KermitTheFrog
Ferð bara með hana og biður þá um að gá að þessu og þeir sennilega gefa þér nýjan disk og setja hann í fyrir þig

Re: Recovery vesen

Sent: Mán 19. Jan 2009 13:23
af arnar7
já ætla að gera það....

hringdi reyndar í Digital Task áðan og þar var maður sem sagði mér að prófa að nota Ultimate Boot CD og tékka hana með því...
tékka Recovery eitthvað og fara í reset partition
og eyða öllu af disknum.. semsagt meira en format skildist mér á honum.