Síða 1 af 1

C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 21:50
af frikki1974
Ég var að setja upp Windows XP upp á nýtt hjá mér um daginn og
formataði hana og þegar það var búið og windows komið inn að
þá sýnir C-drifið hjá mér Total Size 104 GB en hann er í rauninni 500 GB!

Veit einhver hvernig á þessu stendur?

Bestu kveðju

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 21:55
af Sydney
Er möguleiki að partitionið sem windows er á sé einungis 104GB? Hægri klikkaðu á My Computer og farðu í Disk Manager og sáðu hvort það sé eitthvað annað unformattað partition.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:14
af frikki1974
Jú það virðist vera eitthvað partition þar,en getur maður gert bara delete á það í Computer Management?

Hvernig er það eyðist þá ekki það efni sem er fyrir á C-drifinu?

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:15
af Sydney
Formattaðu hitt partitionið sem NTFS, þá ertu bara með 476GB storage partition.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:21
af frikki1974
Get ég send þér e-mail og sýnt þér þetta á skjánum?

ég nota bara snagit til að taka skjáskot af skjánum

Ég er ekki alveg klár á þessu.


Mitt er frikki74@gmail.com

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:22
af Sydney
Taktu bara print screen og pastaðu í paint, og uploadaðu sem viðhengi hérna.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:22
af KermitTheFrog
Sydney skrifaði:Formattaðu hitt partitionið sem NTFS, þá ertu bara með 476GB storage partition.


Ekki alveg 500GB diskur er í kringum 465 GB, þannig að hann væri með eitthvað í kringum 360GB eftir

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:24
af Sydney
KermitTheFrog skrifaði:
Sydney skrifaði:Formattaðu hitt partitionið sem NTFS, þá ertu bara með 476GB storage partition.


Ekki alveg 500GB diskur er í kringum 465 GB, þannig að hann væri með eitthvað í kringum 360GB eftir

Vá, meinti 376....minnir að mínir 500 séu 480 eða eitthvað.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:35
af frikki1974
Svona lítur þetta út hjá mér

Mynd

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:37
af Sydney
Hægri klikka og 'Format', þá færðu nýtt af þessum tvem sem hafa ekkert filesystem.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:38
af KermitTheFrog
Fyrst að gera delete á þessar 2 sem eru unknown og gera nýtt partition úr því sem kemur útúr því

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:40
af frikki1974
Hún bíður ekki upp format heldur "Delete Partition"

Hægri klikka ég á kassan lengst til hægri sem er 259 GB þá?

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:41
af frikki1974
ok geri það en hvernig geri ég þá nýtt partition?

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:47
af KermitTheFrog
Hægriklikkar á það sem segir "unpartitioned space" og gerir "new partition"

Restin skýrir sig sjálf

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:48
af Sydney
frikki1974 skrifaði:ok geri það en hvernig geri ég þá nýtt partition?

Hægri klikkar og create partiton....þetta er pretty much self explanatory, fiktaðu bara. Passaðu þig bara að snerta ekki neinar af formöttuðu partitionunum.

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 22:58
af frikki1974
Held þetta sé að koma en ég gerði nýtt partition og skýrði diskinn I og hann er þá 361 GB.

Hún er að formata hann núna,er þetta ekki annars rétt hjá mér þá?

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Mán 05. Jan 2009 23:41
af Sydney
frikki1974 skrifaði:Held þetta sé að koma en ég gerði nýtt partition og skýrði diskinn I og hann er þá 361 GB.

Hún er að formata hann núna,er þetta ekki annars rétt hjá mér þá?

Jebb, geri reyndar alltaf quick format...

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Þri 06. Jan 2009 00:30
af frikki1974
KermitTheFrog og Sidney þið eruð snillingar....Takk fyrir :lol:

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Fim 08. Jan 2009 12:48
af JReykdal
Röng svör...það vantar líklega bara update á windows til að styðja 32 bita filesystems (stærri en 128GB minnir mig).

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Fim 08. Jan 2009 13:20
af KermitTheFrog
JReykdal skrifaði:Röng svör...það vantar líklega bara update á windows til að styðja 32 bita filesystems (stærri en 128GB minnir mig).


Ha???

Segir gæjinn ekki að þetta hafi virkað sem við stungum uppá??

Re: C drifið sýnir bara 104 GB en hann er 500 GB...hjálp!

Sent: Fim 08. Jan 2009 13:59
af gRIMwORLD
Það sem hann hefur átt við er að ef notaður er Windows XP diskur sem er ekki með SP1, 2 eða 3 intergrated þá vantar 48bitLBA support í stýrikerfið og maximum partition er 128GB í setupinu. Svo kemur restin bara sem ópartitioned eftir setupið.

Vonandi útskýrir þetta hlutina.