Síða 1 af 1

Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 09:56
af lukkuláki
Sælir nördar.
Er einhver ykkar með ljósleiðaratengingu heima ?
Hvað kostar þetta samtals ? Sá einhvernstaðar að 'bara' aðgangur að ljósleiðaranum kostaði 2390 á mánuði.
Er einhver búinn að gera könnun á verðmun og annað varðandi allan kostnað ?

Ef einhver hefur upplýsingar um þetta þá væri gaman að fá að heyra þær.

Re: Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 10:52
af Gúrú
lukkuláki skrifaði:Sælir nördar.
Er einhver ykkar með ljósleiðaratengingu heima ?
Hvað kostar þetta samtals ? Sá einhvernstaðar að 'bara' aðgangur að ljósleiðaranum kostaði 2390 á mánuði.
Er einhver búinn að gera könnun á verðmun og annað varðandi allan kostnað ?

Ef einhver hefur upplýsingar um þetta þá væri gaman að fá að heyra þær.

Sæll
Ég m.a.
Er að borga fyrir 50Mb ljósleiðara(nýtist ekki nema 20Mb nema að þú getir leyft þér að hafa engan router, allavega með þessum router nýtist bara 20Mb): 4690 kr. til Vodafone(40Gb pakkinn) og 2390 kr. til Gagnaveitu Reykjavíkur bæði á mánuði.
2390 kr. gjaldið er bara fyrir aðgang að grunnetinu rsom. Depill getur svarað þér því, eða að þú getur leitað að því í póstinum hans í þræðinum um að síminn væri að taka alla í r*gatið
Það er mjög slappt úrval af þessum tengingum... getur skoðað þær allar hér, hér og hér
Sé að tal bíður ekki uppá að þú kaupir eigin router af þeim og er með 390kr tryggingagjald :? og Hringiðan minnist ekkert á routera.

Re: Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 13:09
af depill
Það er mjög dapurt úrval þarna. Og óskiljanlegt ( og sannar að Síminn og Míla eru ekki aðskilin fyrirtæki eins og PTA vildi að þeir myndu gera ) að Síminn skuli ekki sjá sér hag í því að vera þarna inni þar sem tilkostnaðurinn fyrir þá er í algjöri lámarki þarna og Gagnaveitan er svo sannarlega ekki að hindra þá.

Gúru benti þér á ISPana þarna inni, routerinn sem Vodafone og Tal veita á ljósinu er algjört sorp og er já með 20 Mb/s throughput ( gæti verið nýja týpan, en ég man að gamla throughputaði bara 8 Mb/s og rúmlega 18 Mb/s með slökkt á eldveggi en samt NAT á ).

Hins vegar geturðu fixað það, ef þú tímir, annað hvort með Cisco, en Cisco 871 myndi ekki einu sinni ná að throughputa þessu fyrir þig með NATi, en 1841 myndi gera það, en þá erum við komin soldið vel yfir 100 þúsund kallinn.

Hins vegar framleiðir Linksys router, Linksys WRT350N, sem samkv prófunum á að geta throguhputað frá WAN til LANs 166,5 Mb/s. Þannig ef þú vilt hafa router uppá öryggið að gera og þæginleikan en samt ná að throughputa öllum hraðanum sem þú ert að kaupa. Worth a look.

Re: Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 13:27
af Gúrú
Það sem að ég vil er að ég (borðtölva) geti verið á hröðu interneti (50Mb) og allir aðrir í fjölskyldunni líka á internetinu... mér var bent á að ég gæti beintengt tölvuna í telsey boxið og routerinn úr minni tölvu en það hljómar vesen.

Re: Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 13:33
af lukkuláki
já mér fannst þetta eitthvað dapurt og lélegt, ég var varla að trúa því þegar ég var að skoða þetta en það er greinilegt að það er ekki fyrir almenning að vera að fá sér ljósleiðaratengingu strax þar sem það er svo ógeðslega dýrt ef maður vill fá eitthvað almennilegt út úr þessu, ég er ekki að fíla að borga mikið en fá svo ekki tækjakost sem ræður við það sem ég er að borga fyrir.
Mér finnst líka 2390.kr. á mánuði of mikið fyrir afnot af línunni hjá OR.
Ætli maður skoði það ekki bara að fá sér öflugri ADSL pakka frekar,
Takk fyrir svörin drengir, mjög hjálplegt.

Re: Ljósleiðari

Sent: Mán 29. Des 2008 14:02
af Gúrú
depill.is skrifaði:Hins vegar framleiðir Linksys router, Linksys WRT350N, sem samkv prófunum á að geta throguhputað frá WAN til LANs 166,5 Mb/s. Þannig ef þú vilt hafa router uppá öryggið að gera og þæginleikan en samt ná að throughputa öllum hraðanum sem þú ert að kaupa. Worth a look.


Looked since its worth a look:
A.m.k 10 manns á hinum ýmsu síðum segja að connectionið droppi bara randomly frá 5-6x á dag til 5-10x klst.
Einhver maður í skemmtilegu vídeói segist hafa farið á spjallborð og fundið fullt af fólki með sama vandamál.
Hefði sennilega bara pantað þennan á 15k ef ekki hefði verið fyrir þetta "litla" vandamál :D