Síða 1 af 1
Internettenging
Sent: Þri 11. Nóv 2003 09:09
af bizz
Góðann daginn!
Nú fer ég hugsanlega að flytja og þá fer maður að pæla í hvaða nettengingu maður á að vera með.
Ég er núna með breiðbandstengingu sem ég er bara ánægður með en breiðbandið er ekki til staðar í nýju íbúðinni.
Ég nota ekki heimasíma og hef ekki hugsað mér að gera það!
Þar með er ADSL úr sögunni í bili en ég var að velta fyrir mér hvað væri þá í boði fyrir mig.
Hefur einhver reynslu af Emax eða einhverju álíka??
Langar að heyra einhverjar rosalegar reynslusögur sko!!!
Sent: Þri 11. Nóv 2003 12:54
af Nemesis
Af hverju hefuru ekki hugsað þér að nota ADSL, er ekki símalína í húsið?
Sent: Þri 11. Nóv 2003 13:07
af Fox
ADSL er besta lausnin.
Re: Internettenging
Sent: Þri 11. Nóv 2003 13:29
af MezzUp
bizz skrifaði:Ég nota ekki heimasíma og hef ekki hugsað mér að gera það!
vill ekki heimasíma og getur þar með ekki notað ADSL
Sent: Þri 11. Nóv 2003 13:31
af Fox
Afhverju viltu ekki heimasíma?
Hann þarf ekki að vera skráður, og þú þarft ekki símtæki.
Sent: Þri 11. Nóv 2003 14:40
af bizz
já ég veit..en það sem símafyrirtækin gleyma alltaf að telja með þegar þeir eru að bjóða lægstu verðin á tengingum er þetta helv. línugjald sem er held ég 1300 kall
þannig að mér bara finnst óþarfi að henda þessum pening þegar það er hægt að fá annað ódýrara!!
Sent: Þri 11. Nóv 2003 15:39
af GuðjónR
Af hverju ætlarðu ekki að vera með heimasíma?
Finnst þér svona ódýrt að tala í GSM?
Sent: Þri 11. Nóv 2003 16:10
af Pandemic
GuðjónR sló botnin úr flöskuni með þessum brandara
Sent: Þri 11. Nóv 2003 16:23
af kemiztry
Kannski eru flestir/allir vinir hans með GSM og þar að leiðandi er ódýrara að hringja úr GSM -> GSM heldur en heimasími -> GSM. Til hvers að eyða þá pening í að vera með heimasíma?
Ég man ekki eftir því þegar ég hringdi seinast í heimasíma hjá einhverjum
En annars er ADSL besti kosturinn í dag fyrir utan leigulínu/ljósleiðara sem er talsvert dýrara en allt annað. Annars hef ég heyrt að örbylgju dæmið sé ágætt fyrir utan svartíma sem gerir það frekar leiðinlegt að spila netleiki.
Sent: Þri 11. Nóv 2003 16:54
af bizz
Ok kannski maður skoði hvað þeir eru að bjóða með þessu þráðlausa.
Annars veit ég líka að ADSL-ið er langbest, því ég hef verið að setja þetta mikið upp.
Varðandi heimasímann, þá borgar vinnan fyrir mig GSM-inn og svo eins og kemiztry sagði, þá hringi ég aldrei í heimasíma.
Hef verið með solleis og finnst það bara ekki borga sig.
Var bara í smá pælingum sko því að mér finnst breiðbandstengingin nokkuð góð miðað við t.d. orkuveitutenginguna.
...
Sent: Mán 17. Nóv 2003 11:09
af Bjössi
Fáðu þér bara svona rafmagnstengingu í gegnum OR
Sent: Mán 17. Nóv 2003 14:43
af Voffinn
Já, og þurfa að slökkva öll ljósin í íbúðinni þegar þú ætlar að spila? Held ekki...
Sent: Mán 17. Nóv 2003 15:07
af gumol
Það eru nú ekkert allir sem spila Counter-Strike, sumir vilja bara komast á netið.