Síða 1 af 1
fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Sun 21. Des 2008 21:45
af olla
http://www.youtube.com/watch?v=mUpz0i6KpTIVeit einhver hvað þetta gerir og hvort þetta sé hættulaust?
Re: fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Sun 21. Des 2008 21:49
af Hyper_Pinjata
ættir frekar að spyrja hvort eða hverju það breytir að skrifa mystring=(80000000) í notepad og vista skjalið svo sem "ram.vbe" á desktopið hjá sér.... (btw <- leiðbeiningarnar í myndbandinu af youtube)
Re: fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Sun 21. Des 2008 21:59
af olla
yfir klukkar minnið? eða hva......
Re: fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Sun 21. Des 2008 22:11
af Hyper_Pinjata
þetta er örugglega til að láta tölvuna búa til 8gb pagefile....sem hjálpar really...ekki neitt...
Re: fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Sun 21. Des 2008 22:13
af gRIMwORLD
Þetta á víst að eyða öllu út úr minninu (flush all data)
Það er varað við gagnamissi ef einhver forrit eru opin þegar þetta er keyrt.
Ekki prófað þetta sjálfur...hehe hef ekki þörf fyrir það í augnablikinu.
Re: fann á youtube og á að gera tölvuna hraðari!!!
Sent: Mán 22. Des 2008 12:45
af Stebet
Lol... þetta er meiri steypan.. það eina sem þetta gerir er að búa til risastórann streng, og neyðir windows til að swappa öllu öðru niður í swapfileinn afþví strengurinn þarf að nota allt minnið. Svo fer hann úr minninu og windows loadar aftur hlutunum sem það þarf að nota upp í minni. Einstaklega tilgangslaust þar sem Windows fragmentar minni alls ekki mikið.
Edit: Það sem er ennþá fyndnara er að eins og þetta er sýnt í yuutube vídjóinu gerir þetta ekki nokkurn skapaðann hlut. Skráin er aldrey keyrð og eina sem notandinn er látinn gera er restarta vélinni.