Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Sent: Þri 16. Des 2008 00:52
Þegar ég var um 12 ára gamall eða svo (1994) þá fékk pabbi gefins 286 borðtölvu og varð það svo sannarlega upphafið að tölvufikti mínu en ég var ekki lengi að rústa henni og nokkrum árum seinna var henni svo hent Ég man því miður ekki mikið eftir henni lengur þrátt fyrir hve mikið ég lærði á henni, þekkingu sem ég er enn þann dag í dag að nýta mér, en ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið Sirius Victor 9000 með eitt 5.25'' floppy drif og einn harðan disk sem ég veit ekki hvað var stór en samkvæmt upplýsingum á netinu þá var hann líklega um 10.6 mb Þetta var yndisleg tölva þann stutta tíma sem hún var notuð á heimilinu (einhverjir mánuðir í það minnsta) og hafði hún mikil áhrif á mig en meðal þess sem hún bauð uppá var ágætis stýrikerfi (eða dos skel), mjög svo líkt Windows 3.11 en samt í hreinu dos umhverfi. Ég hef oft áður spáð svoldið í það hvaða hugbúnaður þetta var og núna í fyrradag ákvað ég að reyna að grafa það upp og athuga jafnvel hvort ég gæti keyrt forritið upp, annað hvort á einni af eldri vélum mínum eða bara í emulator, en eftir mjög langa og erfiða leit þá er ég enn engu nær
Samkvæmt upplýsingum á netinu, eins og t.d. á old-computers.com, þá var víst annað hvort CP/M 86 eða MS-DOS uppsett á þessari tölvu en hvorugt passar alveg við það sem ég leita að Það er reyndar frekar líklegt að annað hvort þeirra hafi verið uppsett á tölvunni en það skiptir eiginlega litlu máli því hvorugt inniheldur forrit sem hét annað hvort menu.com eða menu.exe en það keyrði stýrikerfið eða dos skelina sem ég notaði. Þegar það var búið að keyra sig upp þá gat maður meðal annars farið í Paintbrush til að vinna með myndir og farið í eitthvað sem var svipað og DOS Shell ásamt því að maður gat spilað einhverja leiki (man samt ekki hvort einhverjir leikir hafi fylgt með, setti sjálfur inn nokkra leiki af floppy). Kannast einhver við þetta menu forrit? Einhevr sem átti, eða á jafnvel ennþá, svona tölvu?
Samkvæmt upplýsingum á netinu, eins og t.d. á old-computers.com, þá var víst annað hvort CP/M 86 eða MS-DOS uppsett á þessari tölvu en hvorugt passar alveg við það sem ég leita að Það er reyndar frekar líklegt að annað hvort þeirra hafi verið uppsett á tölvunni en það skiptir eiginlega litlu máli því hvorugt inniheldur forrit sem hét annað hvort menu.com eða menu.exe en það keyrði stýrikerfið eða dos skelina sem ég notaði. Þegar það var búið að keyra sig upp þá gat maður meðal annars farið í Paintbrush til að vinna með myndir og farið í eitthvað sem var svipað og DOS Shell ásamt því að maður gat spilað einhverja leiki (man samt ekki hvort einhverjir leikir hafi fylgt með, setti sjálfur inn nokkra leiki af floppy). Kannast einhver við þetta menu forrit? Einhevr sem átti, eða á jafnvel ennþá, svona tölvu?