Þegar ég var um 12 ára gamall eða svo (1994) þá fékk pabbi gefins 286 borðtölvu og varð það svo sannarlega upphafið að tölvufikti mínu en ég var ekki lengi að rústa henni og nokkrum árum seinna var henni svo hent Ég man því miður ekki mikið eftir henni lengur þrátt fyrir hve mikið ég lærði á henni, þekkingu sem ég er enn þann dag í dag að nýta mér, en ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið Sirius Victor 9000 með eitt 5.25'' floppy drif og einn harðan disk sem ég veit ekki hvað var stór en samkvæmt upplýsingum á netinu þá var hann líklega um 10.6 mb Þetta var yndisleg tölva þann stutta tíma sem hún var notuð á heimilinu (einhverjir mánuðir í það minnsta) og hafði hún mikil áhrif á mig en meðal þess sem hún bauð uppá var ágætis stýrikerfi (eða dos skel), mjög svo líkt Windows 3.11 en samt í hreinu dos umhverfi. Ég hef oft áður spáð svoldið í það hvaða hugbúnaður þetta var og núna í fyrradag ákvað ég að reyna að grafa það upp og athuga jafnvel hvort ég gæti keyrt forritið upp, annað hvort á einni af eldri vélum mínum eða bara í emulator, en eftir mjög langa og erfiða leit þá er ég enn engu nær
Samkvæmt upplýsingum á netinu, eins og t.d. á old-computers.com, þá var víst annað hvort CP/M 86 eða MS-DOS uppsett á þessari tölvu en hvorugt passar alveg við það sem ég leita að Það er reyndar frekar líklegt að annað hvort þeirra hafi verið uppsett á tölvunni en það skiptir eiginlega litlu máli því hvorugt inniheldur forrit sem hét annað hvort menu.com eða menu.exe en það keyrði stýrikerfið eða dos skelina sem ég notaði. Þegar það var búið að keyra sig upp þá gat maður meðal annars farið í Paintbrush til að vinna með myndir og farið í eitthvað sem var svipað og DOS Shell ásamt því að maður gat spilað einhverja leiki (man samt ekki hvort einhverjir leikir hafi fylgt með, setti sjálfur inn nokkra leiki af floppy). Kannast einhver við þetta menu forrit? Einhevr sem átti, eða á jafnvel ennþá, svona tölvu?
Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Gæti verið að þú hafir verið með Dr Dos. Annars er orðið svo langt síðan maður var í þessu að er svoldið erfitt að muna mikið um þetta
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Ertu nokkuð að tala um norton commander eða change directory? Ég notaði það mikið á þessum tíma.
Gamla góða ncd..
Gamla góða ncd..
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Nei, ég er ekki að tala um Norton Commander, þetta var eitthvað sem hét bara menu.com eða menu.exe og þá kom upp eitthvað smá grafískt viðmót á skjáinn og fyrir miðju var svona gluggi með lista yfir allt sem var hægt að fara í og var sá listi númeraður. Þar var t.d. hægt að fara í leiki og þá opnaðist annar gluggi sem var með númeraðan lista yfir þá leiki sem voru í boði. Svo var á mjög einfaldan hátt hægt að búa til nýja svona lista en ég man lítið hvernig það var gert, man bara að það var lítið mál og allt bara gert í sjálfu forritinu.
Annað sem ég er líka að vonast eftir að geta grafið upp eru þeir leikir sem ég setti inná tölvuna en það voru aðallega þrír fullorðinsleikir, Strip Poker, Emmanuell og einn sem ég man ekki í augnablikinu nafnið á. Það væri nefnilega svakaleg nostalgía og rosalega nördalegt að geta keyrt gamla kerfið og gömlu leikina, svona svipað og að spila Super Mario 3 í emulator nema bara mun meira old school
Annað sem ég er líka að vonast eftir að geta grafið upp eru þeir leikir sem ég setti inná tölvuna en það voru aðallega þrír fullorðinsleikir, Strip Poker, Emmanuell og einn sem ég man ekki í augnablikinu nafnið á. Það væri nefnilega svakaleg nostalgía og rosalega nördalegt að geta keyrt gamla kerfið og gömlu leikina, svona svipað og að spila Super Mario 3 í emulator nema bara mun meira old school
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 24. Júl 2003 08:44
- Reputation: 3
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Neeei, ég er ekki að meina Windows 3.0 Þetta kerfi var fyrir tíma Windows 3.0, mér fannst meira að segja á tímabili eins og Windows hefði verið gert eftir þessu sem var á þessari tölvu en það er möguleiki að dos hlutinn hafi styrkt þá kenningu til muna sem væri svosem ekkert skrítið þar sem dosið var annað hvort sjálft MS-DOS eða CP/M-86.
En man enginn hérna eftir að hafa verið að fikta í dos í gamla daga og verið að nota eitthvað svona menu system í einhverju forriti sem hét menu?
En man enginn hérna eftir að hafa verið að fikta í dos í gamla daga og verið að nota eitthvað svona menu system í einhverju forriti sem hét menu?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Nörd
- Póstar: 132
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
ÉG held ég viti hvað þú sért að meina, þetta var í viktornum sem pabbi átti upp úr ´90 mig mynnti að þetta hafi bara verið .bat skrár sem voru búnar til fyrir þetta, blár skjár sem maður gat valið úr úr forritum með númerum og farið í sub menu.
Ég er nokkuð viss að tölvan leynist niðri í kjallara heima og skal kannski tékka hvort það kvikni á henni, þegar ég fer austur um jólin á samt ekki von á þvi hehe.
Ég er nokkuð viss að tölvan leynist niðri í kjallara heima og skal kannski tékka hvort það kvikni á henni, þegar ég fer austur um jólin á samt ekki von á þvi hehe.
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Ef þú ert að meina lítið forrit sem Örtölvutækni setti inn á allar tolvur sem þeir seldur.
Þegar ég kom til sögunnar var búið að stytta nafnið niður í E.com og þá kom blá valmynd efst á skjánum
Síðan komu drop down menu niður af þessari valmynd. Allt á íslensku
Síðan var hægt að configa þetta með texta skrá sem var í sömu dir og forritið
Var mjög mikið notað áður enn allt fór inn í Windows.
Þetta var forrit sem - ef ég man rétt- var forritað af Örtölvutækni
Þetta var mikið notað t.d. í skólunum fyrst.
Og finnst sennilega ennþá á sumum grunnskóla serverum.
Og ég á þetta örugglega á einhverri diskettu. Einnig fylgdi alltaf lítill editor sem hét e.com
Allt í Path á Dos vélum svo maður gat kallað þetta hvaðan sem var.
Þegar ég kom til sögunnar var búið að stytta nafnið niður í E.com og þá kom blá valmynd efst á skjánum
Síðan komu drop down menu niður af þessari valmynd. Allt á íslensku
Síðan var hægt að configa þetta með texta skrá sem var í sömu dir og forritið
Var mjög mikið notað áður enn allt fór inn í Windows.
Þetta var forrit sem - ef ég man rétt- var forritað af Örtölvutækni
Þetta var mikið notað t.d. í skólunum fyrst.
Og finnst sennilega ennþá á sumum grunnskóla serverum.
Og ég á þetta örugglega á einhverri diskettu. Einnig fylgdi alltaf lítill editor sem hét e.com
Allt í Path á Dos vélum svo maður gat kallað þetta hvaðan sem var.
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Þetta hét náttúrulega m.com
Editorinn hét e.com
Og þá væri gaman að vita hversu margir nördar hér vita hver var munurinn á Com og Exe skrám :=)
SK
Editorinn hét e.com
Og þá væri gaman að vita hversu margir nördar hér vita hver var munurinn á Com og Exe skrám :=)
SK
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
mig minnir allavega að .com skrár séu takmarkaðar við 64k í stærð en .exe ekki...gæti verið að ég sé að rugla samt.
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Ekki ertu að tala um list.exe( eða com) , það var það fyrsta sem ég setti í vélar sem ég seti up aftur eða var að brasa í, var allaveg til í 486 kannski eldra, maður þurfti bara að hafa það einhverstaðar sem path-ið fór eða á rótinni og maður gat skrifað list hvar sem var og örritið opnaði og maður gat skrollað gegnum möppur með örvatökkunum,kópíerað skrár og svo framvegis.
Þetta var allavega þægilegra en að dos skipaninar (hef alltaf verið lélegur pikkari)
Þetta var allavega þægilegra en að dos skipaninar (hef alltaf verið lélegur pikkari)
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
Svavark skrifaði:Ef þú ert að meina lítið forrit sem Örtölvutækni setti inn á allar tolvur sem þeir seldur.
Þegar ég kom til sögunnar var búið að stytta nafnið niður í E.com og þá kom blá valmynd efst á skjánum
Síðan komu drop down menu niður af þessari valmynd. Allt á íslensku
Síðan var hægt að configa þetta með texta skrá sem var í sömu dir og forritið
Var mjög mikið notað áður enn allt fór inn í Windows.
Þetta var forrit sem - ef ég man rétt- var forritað af Örtölvutækni
Þetta var mikið notað t.d. í skólunum fyrst.
Og finnst sennilega ennþá á sumum grunnskóla serverum.
Og ég á þetta örugglega á einhverri diskettu. Einnig fylgdi alltaf lítill editor sem hét e.com
Allt í Path á Dos vélum svo maður gat kallað þetta hvaðan sem var.
OMG! Já, ég held að það sé einmitt það sem ég er að leita að! Það væri algjör snilld að fá þetta Ég man samt ekki eftir að hafa notað þetta e.com, notaði bara edit.com og qbasic.com sem fylgdu sjálfu dosinu auðvitað. Og mig rámar líka eitthvað í þetta list.com, það var eitthvað svona file manager dæmi. Þess má geta að í þeim file manager gerði ég tölvuna einn daginn meira og minna með öllu ókeyranlega En það er saga sem er algjör óþarfi að rifja upp hér þar sem það er með því heimskulegasta sem ég hef gert á tölvu
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að gömlu stýrikerfi eða dos skel...
*BÖMP*
Svavark, búinn að finna diskettuna? Einhver annar hérna kannski sem á eintak af þessu forriti?
Svavark, búinn að finna diskettuna? Einhver annar hérna kannski sem á eintak af þessu forriti?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]