Síða 1 af 1

Tölva frýs

Sent: Fös 05. Des 2008 19:28
af zaiLex
Sælir, nú var bróðir að kaupa sér spánnýja tölvu, lítur svona út:

CPU: Intel Core 2 Duo E8600 3.33GHz
Móðurborð: GA-X48T-DQ6
Minni: OZC DDR3 Gold 1333MHz 8Gb
Skjákort: HD-4870X2
PSU: Zalman ZM1000-HP
Kæling: Zalman CNPS9700 led
HDD: 1x 150Gb WD VelociRaptor, 1x WD 640Gb
Stýrikerfi: Vista Ultimate 64bit
Kassi: CoolerMaster Cosmos 1000
Skjár: Samsung T240
Mús: Logitech MX518
Windows Vista x64

En núna hefur tölvan tekið upp á því að frjósa í tíma og ótíma yfirleitt áður en hálftími er liðinn eftir ræsingu. Frjósa þannig hvað sem er á skjánum stoppar bara, hljóðið sem var í gangi þegar þetta gerist verður samt ekki að bilaðri plötu, þannig að maður verður bara að ýta á restart takkann á tölvunni. Stundum líða bara 5 mínútur þangað til hún frýs og ekki virðist vera neitt sérstakt munstur á því hvenær hún frýs samanber að; þegar ég var að kveikja á henni áðan úr "sleep" þá fraus hún fyrst eftir 5 mín síðan hálftíma síðan 10 mín og síðan 5 mín. Hitinn er góður á tölvunni enda eru 4 viftur í kassanum + zalmaninn og skjákortsviftan er á fullu og hitinn á kortinu um 80° sem er eðlilegt er það ekki? Auk þess frýs hún ekki bara í tölvuleikjum heldur líka í stýrikerfinu sjálfu

Hafið þið hugmynd um hvað gæti verið að? Að sjálfsögðu er tölvan ný formötuð því að þetta er allt nýtt líka hörðu diskarnir.

Re: Tölva frýs

Sent: Fös 05. Des 2008 19:32
af Hyper_Pinjata
hélt að "algjört hámark" á hita fyrir skjákort væri um 105°c....but i could be wrong...

Re: Tölva frýs

Sent: Fös 05. Des 2008 19:53
af ManiO
Lenti í svipuðu einu sinni, kom í ljós að timings og voltin voru bæði stillt vitlaust á minninu, geturu reynt að keyra Memtest? Eða kíkt kannski í BIOSinn og séð hvort allt sé stillt rétt?

Re: Tölva frýs

Sent: Fös 05. Des 2008 21:22
af zaiLex
Stóri harði diskurinn var víst með eitthvað vesen en ég diseiblaði hann, allavega hefur tölvan ekkert krassað í klst! takk samt!

Re: Tölva frýs

Sent: Lau 13. Des 2008 13:19
af Pandemic
Heyrðu þú ert að lenda í sama vandamáli og ég, nema 64.bita kerfinn virðast eiga það til að crasha alveg. Hvernig lagaðiru þetta?

Re: Tölva frýs

Sent: Þri 16. Des 2008 20:56
af Frammi
zaiLex skrifaði:Stóri harði diskurinn var víst með eitthvað vesen en ég diseiblaði hann, allavega hefur tölvan ekkert krassað í klst! takk samt!


Ég lenti í svipuðu á miklu slappari tölvu. Hélt lengi vel að hún væri að ofhitna eftir að ég sá eitthvað mælast í 60°. En vá, er 80° semsagt normal???

Það var allavega sama sem lagaði hjá mér, að taka út eldri harðan disk sem var með vesen. Eftir það er ekkert að. Það sem mig grunar þó að geti líka verið á seyði er að aflgjafinn bara höndli ekki eitt tækið til viðbótar...

Re: Tölva frýs

Sent: Lau 20. Des 2008 19:03
af EmmDjei
ég er með nákvæmlega sama vandamál=/