Síða 1 af 1

Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 17:58
af Hargo
Ég er með ljósleiðaratengingu gegnum Vodafone. Til að byrja með var ég áskrifandi að 12Mb/s tengingu hjá þeim með 80GB erlendu niðurhali, var að borga eitthvað um 5500kall fyrir það með Og1 afslætti. Svo sá ég að þeir auglýstu tilboð, 30Mb/s og 10GB erlent niðurhal á 2990kr. Ég ákvað að hringja í þá og athuga hvað ég væri að nota af erlenda gagnamagninu undanfarna mánuði til að fullvissa mig um að ég gæti haldist undir 10GB þar sem ég nota aðallega íslenskar torrent síður ef ég downloada. Þá var mér tjáð að þeir gætu ekki mælt gagnamagn á ljósleiðaratengingum, væru ekki með búnaðinn til þess og gætu þess vegna ekki sagt mér hvað ég hefði notað undanfarna mánuði. Þannig að ég ákvað því að skipta yfir og spara mér þennan pening og fá mun hraðari tengingu í þokkabót.

Á vodafone.is er hægt að skoða erlent gagnamagn á tengingunni sinni. Alltaf þegar ég reyndi það kom bara 0 í alla reiti, skiljanlega. Ég hef alltaf tékkað reglulega þarna inn til að vera fullviss um að þeir væru ekkert byrjaðir að mæla þetta. Hinsvegar um daginn þegar ég tékkaði á þessu þá sýndi talan 40GB erlenda notkun í nóvember. Ég fékk auðvitað vægt sjokk, hefði þurft að borga væna fjárhæð fyrir hvert umfram gígabæt og væri eflaust kominn í einhvern 50 þús kall. Ég hringi strax í þá (29. nóv) og þá segja þeir mér að þeir séu ekkert að mæla á ljósleiðaranum. Ég spyr þá hvort þeir séu samt ekki að selja mismunandi gagnamagn á þessar ljósleiðaratengingar sem þeir bjóða uppá og svarið var bara "Jú reyndar...". Ég segi honum frá þessum 40GB sem ég sá á gagnamagnssíðunni minni á vodafone.is en hann gaf lítið fyrir það, sagði þetta vera rugl og að þessi síða til að skoða gagnamagnið væri bara fyrir ADSL tengingar og væri búin að vera biluð í 3 vikur í þokkabót. Mér var auðvitað létt, spurði hann samt hvort þeir myndu láta mig vita þegar þeir færu loks að mæla, hann vissi lítið um það en taldi það þó ekki á döfinni að þeir myndy byrja að mæla þessar tengingar.

Ég skoðaði þær leiðir sem þeir bjóða upp á í ljósleiðaranum fyrir heimili:

Internetþjónusta..................Gagnamagn ........Verð ........Vodafone Gull
Flotta netið - mesti hraði..........10 GB.............3690 kr.........3190 kr.
Ofurnetið - mesti hraði.............40 GB.............4690 kr.........4190 kr.
Enn meira - mesti hraði..............80 GB.............7690 kr.........7190 kr.

Umframgagnamagn 2,49 kr./MB, sem gerir u.þ.b. 2.550 kr./GB.
Vodafone Gull: umframgagnamagn 1,31 kr./MB, eða u.þ.b. 1.341 kr./GB.


Mér finnst mjög lélegt af þeim að rukka mismunandi fyrir hámark á gagnamagnið þegar þeir eru ekkert að mæla þetta. Það er sami hraði á öllum þessum tengingum sem þeir bjóða núna uppá, 50Mb/s. Líka í ljósi þess að þeir vita ekkert hvenær þeir byrja að mæla þetta, það er ekki einu sinni á döfinni hjá þeim skv. þessum starfsmanni. Kæmi mér svo sem ekkert á óvart ef þeir myndu svo allt í einu byrja að mæla og þá væri maður alveg grunlaus um það, fengi svo einhvern svimandi reikning fyrir umfram gagnamagnið. Er annars ekkert hámark sem maður þarf að borga ef maður fer fram yfir? Ef þetta hefði staðist, að ég hefði farið 30GB umfram, þá hefði ég þurft að borga 39.300kr (er í Vodafone Gull). Stenst það?

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 20:06
af depill
Ertu í alvörunni að væla yfir því að Vodafone er basicly að gefa þér gagnamagn? Að þeir séu basicly að leyfa þér að borga minna, þegar þú ættir að vera borga meira og ættu bara að bjóða uppá einn pakka og neyða þig til að borga meira. Furðulegar röksemdir þarna.

Kemur akkurat 40 GB í mælingarsíðunni eða er það meira specific. Þeir gátu ekki mælt ljósleiðaratengingar vegna þess hversu unflexible mælingarkerfið þeirra er/var, en ég veit að þeir eru með gæja í starfi sem er að skrifa nýtt mælingarkerfi fyrir þá og væntanlega um leið og þeir geta munu þeir rukka þig fyrir það, og eru í fullum rétti til þess.

Og starfsmaðurinn hefur þannig séð engan rétt til að segja þér þetta sem hann er að segja þeir og þeir gætu ákveðið að rukka þig samt sem áður fyrir allt gagnamagnið en að öllum líkindum verður auðvelt fyrir þig að væla það niður.

Og samkv vodafone.is vefsíðunni þá sýnist mér nú þeir hafa lagað allavega mælinguna, þar sem hún virðist vera mæla rétt þegar ég prófa að koma frá Vodafone tengingu sem hún hefur ekki verið að gera, hvort að þetta er svo að fara í billing kerfið þeirra er annað mál, en þeir virðast vera orðnir mjög nálægt því að klára þetta kerfi þannig ég myndi undirbúa þig undir það....

Og já ég myndi búast við því að gagnamælingar hjá TALi á ljósleiðaratengingum ( rukkun / cap ) muni hefjast á svipuðum tíma, þannig að tími án baunatalninga á ljósleiðara virðist vera líðast yfir.

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 20:11
af Gunnar
eins og maðurinn i simanum sagði þá er ekki til forrit sem les hvað er downloað miklu svo þú gætir downloadað 300 GB frammyfir og þeim myndu vita 0 af því.
hringdi bara vikulega og spurðu hvort þeir séu komnir með þetta forrit eða kerfi og þá ættiru að vera góður :)

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 20:14
af depill
Gunnar skrifaði:eins og maðurinn i simanum sagði þá er ekki til forrit sem les hvað er downloað miklu svo þú gætir downloadað 300 GB frammyfir og þeim myndu vita 0 af því.
hringdi bara vikulega og spurðu hvort þeir séu komnir með þetta forrit eða kerfi og þá ættiru að vera góður :)


Það virðist vera búið að skrifa hugbúnaðinn vegna þess að síðan þeirra er byrjuð að mæla þetta rétt, hins vegar er spurning hvort þessa sé að læða sér inní billing kerfið þeirra eins og segir fyrir ofan.... Þannig þetta er að smella hjá Vodafone.

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 20:15
af Gunnar
depill.is skrifaði:
Gunnar skrifaði:eins og maðurinn i simanum sagði þá er ekki til forrit sem les hvað er downloað miklu svo þú gætir downloadað 300 GB frammyfir og þeim myndu vita 0 af því.
hringdi bara vikulega og spurðu hvort þeir séu komnir með þetta forrit eða kerfi og þá ættiru að vera góður :)


Það virðist vera búið að skrifa hugbúnaðinn vegna þess að síðan þeirra er byrjuð að mæla þetta rétt, hins vegar er spurning hvort þessa sé að læða sér inní billing kerfið þeirra eins og segir fyrir ofan.... Þannig þetta er að smella hjá Vodafone.

who knows :D

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 21:14
af beatmaster
Eru þökin fyrir hámarksrukkun ekki í gangi lengur, þ.e. að þú hefðir ekki borgað tæpar 40.000 kr. fyrir þetta heldur aldrei meira en 8.500(eða hver sem þaktalan var)?

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 21:59
af depill
beatmaster skrifaði:Eru þökin fyrir hámarksrukkun ekki í gangi lengur, þ.e. að þú hefðir ekki borgað tæpar 40.000 kr. fyrir þetta heldur aldrei meira en 8.500(eða hver sem þaktalan var)?


Ekki á nýju áskriftarleiðunum hjá þeim, en er nokkuð viss um að þetta eigi við eldri viðskiptavini með eldri þjónustuleiðir hjá þeim... Mér sýnist allt verðþak vera farið af áskrifarleiðum hjá Vodafone, reyndar búið að lækka verð á erlendu gagnamagni en samt sem áður, 1310 kr GBið er helvíti fljótt að safnast upp ef maður sé einhver mega dlari :P

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Þri 02. Des 2008 23:52
af Hargo
Það getur vel verið að þeir séu í fullum rétti til þess að byrja að mæla þegar þeim sýnist en mér finnst það ekki góðir viðskiptahættir. Ég hef haft samband við þá áður út af þessu, þá bauðst mér að láta disclaimer við áskriftarleiðina sem átti að vera þannig að þegar þeir byrjuðu að mæla og ég færi yfir kvótann þá myndi ég ekki borga umframgagnamagn heldur flytjast sjálfkrafa yfir á stærri áskriftarleið. Hinsvegar fékk ég það svo ekki samþykkt þegar ég hringdi í söluverið, það var starfsmaður í netþjónustunni sem bauð mér þetta og eitthvað ósamræmi virtist gæta þarna á milli hvað mætti bjóða og hvað ekki.

Ég get ekki tékkað á því hvað ég er að downloada miklu á mánuði og skamkvæmt þessum starfsmanni sem ég talaði við 29.nóvember get ég ekki treyst á að gagnamagnssíðan þeirra sýni réttar tölur. Samt hef ég þó alltaf tékkað þar inn og fengið tölurnar 0 í alla reiti þar til nú. Núna stendur þar Desember 2008 - 0,46 GB og Nóvember 2008 - 38,99 GB.

Ég veit í raun ekki hvað ég er að nota mikið gagnamagn á mánuði og hef aldrei vitað. Þannig að auðvitað er ég á nálum varðandi það að þeir byrji allt í einu þessar mælingar og ég er kannski að nota miklu meira gagnamagn heldur en kvótinn leyfir.
Áður en ég var með ljósleiðarann var ég með ótakmarkað niðurhal á ADSL tengingunni þannig að ég pældi aldrei í því. Gætu þeir skoðað þá tengingu fyrir mig og sagt mér hvað ég var að ná í að meðaltali á mánuði á þeirri tengingu?

Málið snýst ekki um að ég ætli mér að nýta þessa glufu hjá þeim heldur hvernig þeir setja hana fram. Depill segir að þeir séu að vinna að því að koma þessum mælingum í gang á ljósleiðarann, af hverju gat starfsmaðurinn ekki sagt mér það þá? Einnig að gagnamagnssíðan sé biluð, ég held nefnilega að hún sé að virka núna í fyrsta skipti eins og þið talið um.

Persónulega væri ég mun meira til í að láta cappa tenginguna mína þegar ég fer fram yfir heldur en að borga einhvern 30-40 þús kall í umfram gagnamagn. Þá myndi ég allavega fá að vita þegar ég er kominn fram yfir og get þá haft samband við þá og breytt yfir í dýrari áskriftarleið, eða látið mér nægja skjaldbökuhraða það sem eftir lifir mánaðarins.
Ég er reyndar búinn að vera í viðskiptum við Vodafone nokkuð lengi, er í Og1 (sem heitir víst Gull núna) og ávallt verið sáttur hjá þeim. Öll símafyrirtækin hringdu í mig í sumar til að bjóða mér eitthvað betra en ég hafði alltaf fengið góða þjónustu hjá Vodafone og hafnaði því öllum tilboðum frá þeim. Eflaust hefði ég getað sparað einhverjar krónur á að skipta en ég met góða þjónustu og vil eiga greiðan aðgang að henni, hingað til hafa Vodafone veitt mér nákvæmlega það.

Depill, þú talar eins og þú hafir starfað eða starfar hjá Vodafone. Ég er ekki sú týpa sem hringir snælduóður í þjónustuverið og væli úr mér raddböndin til að fá mínu framgengt eins og þú virðist halda þarna fram. Ég hef unnið við þjónustustörf og það er fátt meira sem ég hata en þannig fólk. Ég vildi bara benda á þessa staðreynd að Vodafone væru að selja tengingar skamkvæmt gagnamagni þó þeir gætu ekki mælt þetta og væru ekki á leiðinni í það. Þú virðist vita meira en þessi starfsmaður sem ég talaði við og ég þakka þér fyrir að koma með smá updeit á þessi mælingarmál þeirra og í hvaða farvegi þau eru í dag. Finnst samt skrítið að starfsmenn í netþjónustunni séu ekki upplýstir um þetta, þeir eru ekkert að fela það að þeir geti ekki mælt þannig að þeir ættu varla að fela það að þeir séu að vinna við að koma þessum mælingum í lag, eða hvað?

Besta lausnin á þessu fyrir mig væri sú að þeir gætu í raun mælt þetta, ég hefði þá yfirsýn yfir mína erlendu notkun og gæti þar af leiðandi valið réttu áskriftarleiðina sem hentaði mér án þess að vera hræddur um að velja vitlausa leið. Vissulega gæti ég núna valið dýrustu leiðina og þannig verið nokkuð safe, en svo kemur kannski í ljós að ég sé bara að nota undir 10GB og þar með er ég að fleygja peningnum í óþarfa. En hinsvegar gæti ég þá líka brennt mig á því að vera of bjartsýnn á litla gagnamagnsnotkun og velja of ódýra áskriftarleið, þannig í raun er verið að setja mann í erfiða stöðu hvað þetta varðar.

Ég myndi allavega meta það mikils ef þeir myndu senda út tilkynningu til núverandi áskrifanda sinna með ljósleiðara þegar þeir loks byrja að mæla. Þeir þyrftu ekki einu sinni að nefna það að þeir hefðu ekki verið að mæla undanfarið ef þeim finnst það óþægilegt. Gætu þess vegna orðað tilkynninguna þannig að gagnamagnssíðan þeirra væri komin á laggirnar og fólk gæti héðan í frá skoðað niðurhalstölurnar þar. Allavega nokkuð viss um að ef þeir gera það ekki þá fá þeir ansi marga á móti sér sem hafa nýtt sér þessa glufu þeirra til hins ítrasta. Kannski er þetta bara easy money fyrir þá í kreppunni, hver veit, en þeir verða líka að halda viðskiptavinum sínum sáttum - sérstaklega langtímakúnnum sem eru með öll sín viðskipti hjá þeim.

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Fös 05. Des 2008 20:33
af Pollonos
Ég er einnig með ljósleiðara hjá Vodafone, vænti þess að ég sé enn með gömlu áskriftarleiðina, 12mb/s og ótakmarkað niðurhal... en hvað veit maður. Ég býst alveg eins við að þeir séu búnir að breyta þessu án þess að láta nokkurn vita. Á niðurhalssíðunni hjá mér stendur fyrir nóvember 39,04gb. Grunsamlegt ef allir eru með rétt undir 40gb í niðurhal.

Annars mjög ánægður með Vodafone og alltaf fengið toppþjónustu hjá þeim, tengingin góð, hraðinn fínn og ef það er vesen er það leyst.

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Fös 05. Des 2008 22:22
af Gúrú
Pollonos skrifaði:Ég er einnig með ljósleiðara hjá Vodafone, vænti þess að ég sé enn með gömlu áskriftarleiðina, 12mb/s og ótakmarkað niðurhal... en hvað veit maður


Áttir aldrei að vera með ótakmarkað niðurhal... lestu skilmálana sem að þú skrifaðir undir.

Sérð líka bara hvað þú borgar á mánuði, og svo mega þeir ekkert breyta samningnum þínum án fyrirvara...

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Sun 07. Des 2008 11:25
af akarnid
Hah, þetta tók skemmri tíma en ég hélt. Var að ræða það fyrir um mánuði hérna að gósentíðin á ljósleiðara færi að enda þegar ISParnir væru komnir með mælingarbúnað sem virkaði og þeir gætu rukkað eftir.

Kæmi mér ekkert á óvart þó margir ljósleiðaranotendur gegnum Gagnaveituna fengu hærri reikning næst frá sínum ISP. Eða email sem tilkynntu þeim um breytt skilyrði í gagnamagni og umframgagnamagn frá og með næstu áramótum.

Re: Vodafone ljósleiðari og gagnamagnsrugl

Sent: Sun 07. Des 2008 22:51
af Hargo
Var ekki "ótakmarkað" niðurhal alltaf skilgreint sem 80GB?