Vista x64 og crash í eldri leikjum


Höfundur
Furigana
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 19:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vista x64 og crash í eldri leikjum

Pósturaf Furigana » Mán 24. Nóv 2008 14:36

Sælir, ég veit ekki hvort þetta sé réttur staður eða hvort þetta ætti frekar að fara í leikjaumræðuna.

Ég hef spilaði í gegnum Half-Life 2: Episode 1 og 2, og undanfarið hef ég spilað Left 4 Dead í ræmur. Lendi aldrei í vandræðum með þessa leiki.
Þegar ég hinsvegar ætla að spila eldri leiki eins og Rome: Total War og Copany of Heroes (báða spila ég í gegnum Steam) lendi ég undantekningalaust í því að tölvan frýs með "no signal" á skjánum og lúppandi hljóði í smá stund. Eina leiðin út er hard reset.

Tölvan
Windows Vista™ Home Premium x64
Gigabyte EP45C-DS3R
Intel Core2 Duo E8400 @ 3.00GHz
4094MB RAM
ATI Radeon HD 4850 (Catalyst 8.9)
Realtek High Definition Audio (innbyggt í móðurborðið)

Vandamálið
Ég fæ "no signal" á skjáinn, hljóðið lúppar í 1-2sek áður en það stoppar alveg og lyklaborðið frosið. Eina leiðin út er hard reset.

Hef lent í þessu með bæði Company of Heroes og Rome: Total War. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta gerist.
Ég er að nota Catalyst 8.9 þar sem með 8.10 frusu Episode 1, 2 og L4D eins og hinir leikirnir, nema stundum með grænum/fjólubláum lóðréttum línum yfir skjáinn.

Það sem ég hef reynt hingað til
1. Setti inn nýrri drivers fyrir chipset og audio í móðurborðinu
2. Uninstallaði skjákortsdriverunum og setti þá inn aftur (var þá að nota 8.10)
3. uppfærði bios og gerði svo "load optimize defaults"
4. Setti inn 8.9 útgáfu af ATI drivers eftir að hafa heyrt að 8.10 væru eitthvað gallaðir
5. Disablaði UAC og Areo í Vista

Diagnostics forrit
Keyrði Memtest86+ af boot CD. Engar villur fundust.

Það sem mér dettur í hug að sé að
# Windows Vista x64 og compatibility við eldri leiki
# Skjákortsdrivernum er um að kenna
# On-board hljóðkortið

Hvað dettur ykkur í hug kæru vaktarmenn?
Hjálpar eitthvað að keyra leikina í Wincows XP compatibility mode?