Síða 1 af 1
Henti Recycle Bin sem var á desktopi [ leyst ]
Sent: Fim 13. Nóv 2008 15:02
af Róbert
Ég henti óvart Recycle Bin sem var á desktopi,
ef enhver veit um leið til að ná í Recycle Bin og setja aftur á desktop.
Búinn að prufa.......
Hægrismella á desktopi og velja properties > Desktop > Customize Desktop > Restore Default
virkar ekki..........
Öll hjálp vel þegin
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 15:03
af hallihg
Þannig þú hentir recycle bin shortcuttinu í recycle bin?
Á þetta að vera hægt? Ég get ekki "eytt" ruslatunnunni minni.
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 15:20
af KermitTheFrog
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 17:29
af Gunnar
það er ekkert sem kallast að henda henni "óvart" útaf því það er ekki það létt að henda henni af desktop...
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 17:42
af Gúrú
Hægri klikk á desktop > Arrange icons by > Velja Auto arrange og sjá hvort að þú sérð hana ekki þá?
Hefurðu ekki bara dregið hana undir taskbarinn eða til hægri óvart?
Prófaðu að vera á desktopinu og ýta á EDIT: R og enter.
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 17:45
af ManiO
Gúrú skrifaði:Prófaðu að vera á desktopinu og ýta á WINDOWS+R og enter.
Hvað kemur run þessu við?
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 17:52
af Gúrú
4x0n skrifaði:Gúrú skrifaði:Prófaðu að vera á desktopinu og ýta á WINDOWS+R og enter.
Hvað kemur run þessu við?
Var á desktopinu og ætlaði að starta run og ýtti á WINDOWS+R og það eina sem það gerði var að selecta Recycle bin hjá mér =/
Og akkúrat núna var ég að taka eftir því að ég er með hægri stillinguna á G15 svo að ég var í rauninni bara að ýta á R
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 18:07
af ManiO
Gúrú skrifaði:Var á desktopinu og ætlaði að starta run og ýtti á WINDOWS+R og það eina sem það gerði var að selecta Recycle bin hjá mér =/
Og akkúrat núna var ég að taka eftir því að ég er með hægri stillinguna á G15 svo að ég var í rauninni bara að ýta á R
Fannst þetta einmitt frekar skringilegt
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 19:12
af Róbert
Gunnar skrifaði:það er ekkert sem kallast að henda henni "óvart" útaf því það er ekki það létt að henda henni af desktop...
Hægri smellti og valdi Delete í stað Empty Recycle bin
svo það var mjög létt að henda henni af desktop..
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 19:24
af ManiO
Róbert skrifaði:Gunnar skrifaði:það er ekkert sem kallast að henda henni "óvart" útaf því það er ekki það létt að henda henni af desktop...
Hægri smellti og valdi Delete í stað Empty Recycle bin
svo það var mjög létt að henda henni af desktop..
Hvaða stýrikerfi ertu að nota og hvaða service pack? Er sjálfur með XP með SP2 og get ekki gert þetta.
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 20:02
af lukkuláki
Þú hlýtur þá að vera með VISTA
Hægri smelltu á skjáinn farðu í personalize og síðan í change desktop icons
setur bara hak þar við ruslatunnuna.
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 21:17
af Róbert
Róbert skrifaði:Hvaða stýrikerfi ertu að nota og hvaða service pack? Er sjálfur með XP með SP2 og get ekki gert þetta.
er með Windows Xp Pro Sp3 Final - Gold Cobra (Loaded)
og er með Windows Xp Pro ver.2002 service pack 3 á hinni vélinni og þar er ekki möguleiki á að henda Recycle Bin sem er á desktopi.
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fim 13. Nóv 2008 21:20
af Minuz1
lukkuláki skrifaði:Þú hlýtur þá að vera með VISTA
Hægri smelltu á skjáinn farðu í personalize og síðan í change desktop icons
setur bara hak þar við ruslatunnuna.
Getur ekki gert neitt óvart í VISTA, orðið eins og Linux núna
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fös 14. Nóv 2008 11:00
af lukkuláki
Róbert skrifaði:Róbert skrifaði:Hvaða stýrikerfi ertu að nota og hvaða service pack? Er sjálfur með XP með SP2 og get ekki gert þetta.
er með Windows Xp Pro Sp3 Final - Gold Cobra (Loaded)
og er með Windows Xp Pro ver.2002 service pack 3 á hinni vélinni og þar er ekki möguleiki á að henda Recycle Bin sem er á desktopi.
Hlýtur að þurfa að laga þetta í registry ?
http://www.dougknox.com/xp/scripts/recycbin-2.reg
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fös 14. Nóv 2008 11:20
af KermitTheFrog
Það er hægt að laga þetta með því að bæta inn registry key eins og kemur fram í link sem ég póstaði að ég held
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi [ leyst ]
Sent: Fös 14. Nóv 2008 12:54
af Róbert
Mikið rétt þetta er komið.
1. Save Target As.
2. Double-click.
3. Restart.
Takk kærlega fyrir hjálpina.
kv.
Róbert
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi [ leyst ]
Sent: Fös 14. Nóv 2008 13:31
af Minuz1
Róbert skrifaði:Mikið rétt þetta er komið.
1. Save Target As.
2. Double-click.
3. Restart.
Takk kærlega fyrir hjálpina.
kv.
Róbert
sagði ég hvað? ö_Ö
En samt til hamingju með ruslatunnuna
Re: Henti Recycle Bin sem var á desktopi
Sent: Fös 14. Nóv 2008 15:52
af Gunnar
Róbert skrifaði:Gunnar skrifaði:það er ekkert sem kallast að henda henni "óvart" útaf því það er ekki það létt að henda henni af desktop...
Hægri smellti og valdi Delete í stað Empty Recycle bin
svo það var mjög létt að henda henni af desktop..
sé að þú ert með einhverja crackaða útgáfu að windows og ég vissi það náttulega ekki svo. (ekki hægt með neinni löglegri útgáfu af windows sem ég veit um)