Síða 1 af 3

Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 22:22
af dadik
Jæja, fyrst enginn vill starta umræðunni skal ég byrja:

Ég er að keyra þetta á 3 ára HP lappa - nc8230. Intel cpu úr orginal Centrino línunni - 2.13 mhz, 2 GB minni og 80 GB diskur.

- Útlitið er nánast það sama og Vista
- Vélin bootar í 360 MB
- Ég þurfti að keyra update driver á skjákortið (ATI x600), hljóðkortið (SoundMAX) og eitthvað tvennt annað. Annað virkaði fínt
- Bootar mun hraðar en gamla XP installið (sem var reyndar orðið 3 ára auk þess sem vélin var uppsett á domain-i)
- Virkar mjög sprækt, ekkert crash so far (ég minni á að þetta er pre-Beta)
- Minnisnotkun með Firefox 3.0, IE 8.0, WMP, MNS, Remote Desktop + fleira eru tæp 900 MB eftir rúmlega viku uppitíma
- Engin vandræði so far
- Stefni á að skippa Vista og fara beint í Win7 þegar þetta kemur út

Comments?

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 22:41
af ManiO
Hljómar alla vega betur en Vista. Spurning samt hvernig retail útgáfan verður.

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 22:42
af Harvest
Já, jú ég hef heyrt að þetta sé nokkuð ágætt bara.

Vista er eitthvað sem ég held að maður sleppi bara alveg. Fíla það enganveginn.

Hvenar er final á Windows 7?

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 22:43
af dadik
Er ekki verið að tala um Q42009/Q12010

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:28
af vesley
örlítið off topic hvað supportar vista mikið vinnsluminni viti hvort windows 7 supporti meira?

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:33
af Nariur
þetta er einfaldlega 32/64 bita mál, 32bita vista supportar 4GB , ekki eins og xp með 3,??GB ef ég man rétt og 64 bita nokkur EB

Re: Windows 7

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:38
af ManiO
64 bita Vista styður allt að 128gig ef ég man rétt þannig að það skiptir þig engu hvort Windows 7 styðji meira. 32 bita styður mest 4GB út af því að það er 32 bita kerfi. Og svona til gamans þá fræðilega séð á 64bita kerfi að geta stutt 16 exabyte af minni eða um 17,2 milljarð gigabyte.

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 00:11
af Nariur
ah, þau voru 16, ég hélt ekki að vista hefði nein önnur takmörk en þau, oh, well

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 09:13
af ManiO
Nariur skrifaði:ah, þau voru 16, ég hélt ekki að vista hefði nein önnur takmörk en þau, oh, well



Vista styður samt eins og er bara 128 gig í minni. Efast um að það fari að breytast á næstunni, ekki eins og venjulegur neytandi þarf nálægt því.

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 09:26
af dadik
4 GB er hámarkið fyrir 32-bita stýrikerfin já. Ef þú vilt fara hærra þarftu að fara í 64-bita kerfi og það getur verið bölvað vesen. Stýrikerfið er svosem í lagi en driverar fyrir 64-bita windows eru vandfundnir og virka oft illa.

Ég var að kaupa ferðavél sem styður 8 GB í gær. Var að spá í að setja 8 GB í hana og 64-bita stýrikerfi en var eindregið ráðlagt frá því vegna driveramála.

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 18:02
af Blackened
dadik skrifaði:4 GB er hámarkið fyrir 32-bita stýrikerfin já. Ef þú vilt fara hærra þarftu að fara í 64-bita kerfi og það getur verið bölvað vesen. Stýrikerfið er svosem í lagi en driverar fyrir 64-bita windows eru vandfundnir og virka oft illa.

Ég var að kaupa ferðavél sem styður 8 GB í gær. Var að spá í að setja 8 GB í hana og 64-bita stýrikerfi en var eindregið ráðlagt frá því vegna driveramála.


Þetta blessaða driveravandamál með x64 er eldgömul lumma sem að á sér enga stoð finnst mér.. nema þú sért ennþá að nota eldgamla prentara frá 98 og þessháttar

ég og nokkrir aðrir notendur hérna á vaktinni notum Vista x64 og flestir eða allir erum við sammála um að þetta er algjör draumur ;)..
amk ef ég tala fyrir mína hönd á vélinni sem ég er með í undirskrift.. þá hef ég ekki einusinni lent í neinu veseni með drivera og slíkt..
Allir leikir virka fínt.. meiraðsegja eldgamlir leikir eins og Quake 1.. og það er allt eins og í sögu ;)

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 18:16
af Ordos
En hvar fær maður windows 7 beta-ið langar til að prófa :roll: . Bara á VirtualBox :8)

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 18:42
af CendenZ
Ordos skrifaði:En hvar fær maður windows 7 beta-ið langar til að prófa :roll: . Bara á VirtualBox :8)


Bara hérna á vaktinni, þetta er nefnilega staður fyrir dreifingu á ólöglegum hugbúnaður.

Nei dumbass, helduru að við séum að fara setja það á ástkæru síðuna okkar hvar þú getur nálgast ólöglegan hugbúnað ?

Reyndu aðrar síður, google, isohunt, mininova og piratebay, það eru síður sem sérhæfa sig í að finna hluti, ólöglega eður ei

það eru sömu reglur á td. Neowin og winbeta forums.

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 18:54
af Blackened
CendenZ skrifaði:
Ordos skrifaði:En hvar fær maður windows 7 beta-ið langar til að prófa :roll: . Bara á VirtualBox :8)


Bara hérna á vaktinni, þetta er nefnilega staður fyrir dreifingu á ólöglegum hugbúnaður.

Nei dumbass, helduru að við séum að fara setja það á ástkæru síðuna okkar hvar þú getur nálgast ólöglegan hugbúnað ?

Reyndu aðrar síður, google, isohunt, mininova og piratebay, það eru síður sem sérhæfa sig í að finna hluti, ólöglega eður ei

það eru sömu reglur á td. Neowin og winbeta forums.


Nú er ég ekki of vel að mér í WinBeta málum.. en er eina leiðin til að komast yfir svoleiðis ólögleg? ;)

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 19:42
af Pandemic
msdn og "ekki svo löglega"

Re: Windows 7

Sent: Mið 12. Nóv 2008 22:59
af oskarom
Ég vildi bara kommenta á "32bit64bit" umræðuna.

ég er búinn að vera keyra 64bit Vista með 8GB RAM núna í reyndar ekki nema í rúma viku og þetta er allt annað líf, driver vesen og annað er ekki til.

En svona almennt er í fyrstalagi kjánalegt að microsoft hafi gefið Vista út í 32bit útgáfu, þeir hefðu átt að dömpa þessu drasli þá.

En núna þegar krafan er orðin virkilega almenn að get nýtt meira en 4GB vinnsluminni er það bara ólýsanlega heimskulegt að Windows 7 eigi eftir að koma í 32bit útgáfu líka...

Málið er að ef Windows 7 kæmi t.d. bara í 64bit útgáfu þá myndu þeir loksinns setja alvöru pressu á framleiðendur til að gefa út sinn hugbúnað og drivera með alvöru 64bit stuðningi.

Þó þú sért ekki að maxa í 3.5GB í notkun hraðar það samt vinnslu að hafa meira. Þegar það er nóg vinnsluminni til staðar notar stýrikerfið minna af page files og þar af leiðandi er meira af því sem þú ert að keyra/nota í alvöru vinnsluminni. nb ég er ekki að tala um swap files.

Annað sem er líka frábært í Vista og þegar maður er með nóg RAM er SuperFetch lesið þetta bara nenni ekki að skrifa um þetta


64bit Vista stiður max 128GB af RAM, en ekki allar útgáfur, Home Basic stiður 8GB, Home Premium 16GB og Bussiness, Enterprise og Ultimate stiðja 128GB. Þetta eru bara markaðsákvarðanir hjá Microsoft.

En 32bit Vista stiður að sögn Microsoft aðeins 3,12GB af RAM, einhverjar ráðstafanir vegna drivera og síðan þarf að gera ráð fyrir örðum tækjum t.d. skjákortum sem eru með vinnsluminni sem stýrikerfið þarf að geta addressað.

16 EB er skemmtileg tala en fæstir gera sér grein fyrir að þetta eru í raun 16.777.216 TB eða 17.179.869.184 GB

jæja hættur að blaðra....

Re: Windows 7

Sent: Fim 13. Nóv 2008 00:41
af CendenZ
Windows 7 er ekki einu sinni komið í beta og buil 6801 er algjörlega lean.

Leas as in, ekki með fitu.

Fitu as in miklar úrbætur og auka stöffið sem við gleðjumst yfir.

Það er nákvæmlega ekkert mikið í buldinu sem er komið út, þetta er nánast stable útgáfa af vista :)

En ég hlakka til þegar betan kemur og við fáum að skoða meira :D

Re: Windows 7

Sent: Fim 13. Nóv 2008 08:47
af ManiO
CendenZ skrifaði:Windows 7 er ekki einu sinni komið í beta og buil 6801 er algjörlega lean.

Leas as in, ekki með fitu.

Fitu as in miklar úrbætur og auka stöffið sem við gleðjumst yfir.

Það er nákvæmlega ekkert mikið í buldinu sem er komið út, þetta er nánast stable útgáfa af vista :)

En ég hlakka til þegar betan kemur og við fáum að skoða meira :D



Einmitt það sem ég var að hugsa, eru bara ekki komnir í það að setja allt bloatware í draslið.

Re: Windows 7

Sent: Fim 13. Nóv 2008 13:45
af Zorba
http://tech.slashdot.org/article.pl?sid ... 10/1522246
http://tech.slashdot.org/article.pl?sid ... 11/0110251
http://www.theinquirer.net/gb/inquirer/ ... ws-feature
ZZZ....

'The actual performance gap between Vista and Windows 7 is ... nada. Absolutely nothing. Our Office benchmarks and video encoding tests complete in precisely the same time regardless of which OS is installed. [...] It's tempting to see this as a bit of a con. They've sped up the front end so it feels like you're getting more done, but in terms of real productivity it's no better than Vista."

Re: Windows 7

Sent: Fös 14. Nóv 2008 11:02
af Stebet
Þá er maður mættur aftur eftir dágóða pásu og ready til að rífast yfir Windows málum (ekki að þess þurfi í þessum pósti samt) ;)

Ég var úti á PDC og fékk að sjá hluti sem ég var virkilega ánægður með. Held það viti einhverjir að ég var dágóður Vista fanboy þegar það kom út (var beta tester alveg síðan pre-beta 1 sem var fyrir PDC 2005) og geri fastlega ráð fyrir að verða Win 7 fanboy líka, heheheh.

Það sem ég sá úti á PDC fór hins-vegar fram úr mínum vonum.

Ekki nóg með að það sé búið að taka fituna úr draslinu heldur eru margar mjöööög töff breytingar í gangi.
  • Support fyrir allt að 256 CPU cores
  • Nýji taskbarinn (hann er til staðar í 6801, það þarf bara smá hacking til þess að "unlocka" honum.. skoðið http://www.withinwindows.com). Hann verður endurbættur enn frekar í næstu betaútgáfu.
  • Miklu betra memory management (notar minna og er fljótari að úthluta minni til forrita þegar þess þarf).
  • DWMið (Aero) notar u.þ.b 50% minna memory en það gerði.
  • Nýja Resource Viewer tólið er glorious! Getur skoðað nákvæmlega hvaða forrit eru að nota CPUinn, diskinn, minnið og netið, getur filterað, séð góð línurit og nákvæmelga hvaða port eru í gangi o.s.frv. Get sent ykkur screenies seinna í dag vonandi.
  • HomeGroup og Libraries... bjútífúl concept.
  • Fullt af mini-hlutum eins og innbyggt Virtual PC hard drive mounting, geta bootað af Virtual PC hörðum disk (ef hann er með Win 7 sem OS), innbyggt ISO burning (LOKSINS!) o.s.frv.
  • Auðvitað má ekki gleyma touch-computing dæminu öllu saman. Góð vídjó bæði frá Win 7 keynoteinu og frá Long Zheng.

Og jú, það ER performance munur á Win 7-M3 og Vista. Ég hef prófað að keyra Win 7 á lappa sem er vel gamall með bara 1 GB af minni og það er dagur og nótt á milli þess og hvernig Vista keyrði á sömu vél. Kannski ekki mikill performance munur á milli véla sem nú þegar höndla Vista vel en hann á eftir að aukast þegar líður á beta programmið.

Re: Windows 7

Sent: Fös 14. Nóv 2008 11:18
af CendenZ
Akkúrat það sem Stebet sagði, bíðum eftir betunni :D

Stebbi, hvar vinnuru

Re: Windows 7

Sent: Fös 14. Nóv 2008 14:34
af Stebet
CendenZ skrifaði:Akkúrat það sem Stebet sagði, bíðum eftir betunni :D

Stebbi, hvar vinnuru


Ég vinn hjá hinu stórfína fyrirtæki CCP núna :) Var áður hjá Kaupþing en blessunarlega ákvað ég að fara þaðan snemma á árinu. Var vægast sagt illa við hvernig tölvudeildin þar var rekin og hversu lélegt starfsumhverfið var. Skil ekki hvernig nokkur maður nennir að vinna í banka eins og staðan er í dag.

Re: Windows 7

Sent: Fös 14. Nóv 2008 23:27
af Stebet
Hérna er dæmi um resource monitorinn sem ég talaði um. Þarna er ég t.d búinn að selecta Internet Explorer processinn og sé nákvæmlega hvaða port hann er að nota, hvaða IP tölum hann tengist og hversu mikla bandvídd hann er að taka. Tær snilld.

Re: Windows 7

Sent: Lau 15. Nóv 2008 18:43
af oskarom
takk fyrir myndina stebet... get ekki sagt annað en droll.... þetta á eftir að einfalda support lífið um margar hæðir

*leggst í dvala þar til 2009Q4*

Re: Windows 7

Sent: Mið 19. Nóv 2008 15:48
af Stebet
Eitt sem ég gleymdi líka að telja upp um daginn. Windows 7 supportar DivX/XviD "out of the box" :D og það supportar líka H.264 og AAC en því miður ekki .MKV containerinn ennþá. Hins-vegar ætti að vera nóg að installa bara Haali Media Splitter (til að geta lesið containerinn) og þá ætti að væra hægt að spila .MKV skrár beint. Ég á eftir að prófa það samt.