Vandamál með að uppfæra adsl modem firmware
Sent: Fös 07. Nóv 2008 23:45
Ég er með gamalt Planet ADE-3000 módem sem ég hef verið að fikta svoldið í og var aðallega að athuga hvort þetta væri ekki örugglega enn í lagi og eftir svoldið vesen með að tengjast kvikyndinu þá komst ég að því að firmwareið á því er úrelt (í log kemur dagsetningin 1. jan 1970 mikið fyrir) svo ég náði í nýrra firmware frá Planet og reyndi að setja það inn en fékk einhverja villu um að upload hefði mistekist Svo stuttu seinna kom alltaf bara "Page not found" villa þegar ég ætlaði að prófa upload Og núna eftir að ég prófaði að aftengja tækið og tengja svo aftur (við rafmagn, enginn powertakki sko) að þá er bara engan vegin hægt að ná aftur sambandi við það Er draslið ekki bara ónýtt? Var að vonast eftir að geta selt einhverjum þetta á einhvern smáaur, er svona hægt og rólega að fara í gegnum gamalt drasl og langar meira að finna því nýtt heimili frekar en að henda því