Ég keypti Devolo Micro Link dLAN Highspeed Ethernet Adapter 85Mbps hjá Símanum fyrir 2 árum þegar ég var að taka sjónvapið yfir adsl. Síðan skipti ég yfir í Digital Ísland og þetta hefur legið ónotað síðan.
Þangað til í gær að ég fór að prófa að stream-a myndum yfir á ps3 vélina. Það gekk skrykkjótt, þannig að ég náði í þessa gaura og nettengdi ps3 vélina yfir rafmangsvírana. Sem gekk ágætlega, en:
1 - Ég er ekki að ná nema ca. 30 Mbps með þessu dóti. Þetta er betra en þráðlausa, en samt ansi langt frá þessum uppefnu 85 Mbps.
2 - Ég er að fá í kringum 2% pakkatap:
Kóði: Velja allt
Reply from 192.168.1.36: bytes=32 time=2ms TTL=255
Ping statistics for 192.168.1.36:
Packets: Sent = 46545, Received = 45156, Lost = 1389 (2% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 2ms, Maximum = 132ms, Average = 6ms
Control-C
Er þetta ásættanlegt? Mér finnst 2% alveg í það mesta ..