Síða 1 af 1
FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 09:04
af hsm
Sælir
Þannig er að þegar ég opna sumar heimasíður þá birtast þær ekki nema ég ýti á reload takkann, það verður bara allt hvítt í firefox og svo þegar ég ýti á reload þá birtist síðann.
Annað sem er að er að þegar ég ætla að spila YouTube myndbönd þá spilast yfirleitt bara í um 3sek og svo stoppar það og einnig er yfirleitt ekkert hljóð.
Ég er með FireFox 3.03 og full uppfært
Þegar ég nota Explorer þá er ekkert vesen. Og ég er ekki að fíla það
Svo ef þið vitið eitthvað um þetta, megið þið láta heyra í ykkur
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 09:35
af coldcut
hvaða vírusvörn ertu með?
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 10:55
af hsm
Avast og svo er ég líka með Spybot-SD
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 11:20
af einzi
Hefur komið fyrir öðru hvoru hjá mér, hef reyndar ekkert spáð í þessu fyrr en þú nefnir þetta. Hins vegar hef ég t.d. verið að lenda í því að þegar download glugginn opnast þá lockast firefox í svona 30 sek.
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 12:34
af Halli25
ég hef ekki orðið fyrir neinu með firefox NEMA sum videó á t.d. mbl, youtube... byrja en svo stoppa þau bara. Eina ástæðan fyrir því að ég nota explorer eitthvað ennþá
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 12:42
af KermitTheFrog
firefox klikkar nú ekki á neinu hjá mér
getur virkað að reloada myndböndin á youtube ef þau stoppa í miðju kafi
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 15:37
af hsm
KermitTheFrog skrifaði:firefox klikkar nú ekki á neinu hjá mér
getur virkað að reloada myndböndin á youtube ef þau stoppa í miðju kafi
Þau stoppa ekki í miðju kafi hjá mér, heldur spilar bara fyrstu 2-3sek og svo stoppar allt, spilarinn nær í alla myndina en heldur ekki áfram að spila.
Þó að ég færi stikuna á hálft myndbandið, þá byrjar hann að spila þar en stoppar samt alltaf á 2-3sek.
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 15:45
af Halli25
hsm skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:firefox klikkar nú ekki á neinu hjá mér
getur virkað að reloada myndböndin á youtube ef þau stoppa í miðju kafi
Þau stoppa ekki í miðju kafi hjá mér, heldur spilar bara fyrstu 2-3sek og svo stoppar allt, spilarinn nær í alla myndina en heldur ekki áfram að spila.
Þó að ég færi stikuna á hálft myndbandið, þá byrjar hann að spila þar en stoppar samt alltaf á 2-3sek.
Sama vandmál hjá mér. get reloadað en það gerist bara það sama... fer í miðjuna á myndbandinu og sama gerist.
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 19:10
af coldcut
hsm skrifaði:Avast og svo er ég líka með Spybot-SD
ók...þá nær það ekki lengra
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 20:33
af mainman
Ég lenti líka í þessu, spilaðist bara þrjár sec og svo allt stopp, alveg sama hvað ég gerði, ég uninstallaði og installaði aftur og installaði öllum plugins og flash og bara nefndu það, i did it! . lagaðist síðan ekkert hjá mér fyrr en ég installaði stýrikerfinu aftur.
Það er allavega ekki vírusvörn eða adaware að kenna hjá mér því ég er bara með linux á öllum vélum hérna.
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Fös 10. Okt 2008 20:53
af TechHead
Einfalt mál félagar.
1. Slökkvið á firefox
2. Náið í "Adobe flash uninstaller" hér:
http://labs.adobe.com/downloads/flashplayer10_ax.html og fylgið leiðbeiningunum.
3. Náið svo í og setjið upp Adobe Flash Player 10 beta pluginið fyrir windows hér:
http://labs.adobe.com/downloads/flashplayer10.htmlEndurræsið tölvuna og þetta ætti að vera komið í lag
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Lau 11. Okt 2008 04:55
af hsm
Prófaði þetta og youtube virkar allavegna fínt hjá mér núna
Takk kærlega TechHead
google hvað
vaktin er best
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Lau 25. Okt 2008 00:33
af olla
þetta er líka sniðgugt farið inn á firefox skrifið í address about;config svo ýtið á enter. segið bara já við aðvörun frá firefox að þarna inni geturðu átt hættu að gera illt frekar enn gott
en jamm við ætlum bara að gera gott.
þar inn er hægt að skrifa pipelining.
setjið network.http.pipelining í true með því að tvíklikka á linkinn og breytið svo hjá network.http.pipelining.maxrequests tölunni í einhverja hærri með því að tvíklikka en samt ekki setja hærra en 50 ég setti á 50 og hentaði það mér vel en svo er annar vinur sem setti á 15 og virkaði betur en 50, en jamm bara prufa sig áfram.
þetta breytti geggjað mikið hjá mér og vina fólki við getum nú horft á myndir inn á t.d
http://www.watch-movies.net bara á góðum hraða og meira en það
geggjuðum hraða lýkt og ég sé komin með ljósleiðara
er samt aðeins með 6mb tengingu.
já gleymdi þarf að restarta til að þetta fari að virka.
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Mán 27. Okt 2008 16:57
af Lester
olla skrifaði:þetta er líka sniðgugt farið inn á firefox skrifið í address about;config svo ýtið á enter
skirfaði about;config á address bar-ið og ég fékk bara upp
http://www.about.com ;c
Re: FireFox ekki að virka sem skildi
Sent: Mán 27. Okt 2008 17:16
af qwertyman
Lester skrifaði:olla skrifaði:þetta er líka sniðgugt farið inn á firefox skrifið í address about;config svo ýtið á enter
skirfaði about;config á address bar-ið og ég fékk bara upp
http://www.about.com ;c
ekki furða, þú átt að setja tvípunkt en ekki semikommu
-> about:config