10 mánaða tölva...hvaða linux?


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

10 mánaða tölva...hvaða linux?

Pósturaf coldcut » Fös 03. Okt 2008 20:27

Sælt veri fólkið

Svo er mál með vexti að ég er orðinn leiður á windows og langar að prufa eitthvað linux kerfi á tölvunni borðtölvunni minni. En ég þori ekki að fara að setja linux uppá henni fyrr en ég er búinn að prufa það á annarri tölvu fyrst svo ég geti séð hvort ég fíli það. Ég er heitastur fyrir Ubuntu 8.04 en ég er ekki viss um hvort 6 ára lappi ráði við það =/

Lappinn er IBM með 733mhz örgjörva, 253 kb minni og 17,6 gb HDD.

haldiði að þessi lappi ráði við Ubuntu 8.04 (nóg til að ég geti skoðað það ágætlega) eða ætti ég að reyna eitthvað annað stýrikerfi?

með fyrirfram þökk :besserwisser


-spurningaupdate neðar \:D/
Síðast breytt af coldcut á Mán 06. Okt 2008 16:40, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf Dagur » Fös 03. Okt 2008 21:16

Ef þú getur reddað meira minni þá ertu í góðum málum. Ég er með Ubuntu 8.04 á eeepc sem keyrir á svipað mörgum MHz og það gengur bara mjög vel. (hún er að vísu með hraðari hörðum diski þannig að þín yrði kannski töluvert lengur að ræsa sig)




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf coldcut » Fös 03. Okt 2008 21:21

æj ég nenni ekkert að fara að opna tölvuna og vesenast í að finna mér meira minni í hana...en veistu um eitthvað annað kerfi sem gæti virkað á henni?



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf Bassi6 » Fös 03. Okt 2008 21:22

Puppy linux er málið fyrir svona vél http://www.puppylinux.com/


Gates Free

Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf dabb » Fös 03. Okt 2008 21:31

253 kb? Oo




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf coldcut » Fös 03. Okt 2008 23:31

en ég meina ef ubuntu 8.04 virkar á tölvum með örgjörva með svipuð mhz þá virkar það alveg er það ekki?

er alveg sama hvað hún er lengi að ræsa sig...er bara að skoða það áður en ég fer að setja það í borðtölvuna ;p



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf CendenZ » Lau 04. Okt 2008 00:39

coldcut skrifaði:æj ég nenni ekkert að fara að opna tölvuna og vesenast í að finna mér meira minni í hana...en veistu um eitthvað annað kerfi sem gæti virkað á henni?



settu upp ubuntu eða mint.

prufaðu það bara... finnur engan mun á milli distróa nema í einhverri þungri keyrslu.



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf Bassi6 » Lau 04. Okt 2008 09:52

settu upp ubuntu eða mint.

prufaðu það bara... finnur engan mun á milli distróa nema í einhverri þungri keyrslu.


Ég er með tölvu með svipuðum örgjörva og minni og hún er hunleiðinleg með Ubuntu en eftir að ég setti Puppy upp er hún bara helv... snögg og fín, þú getur líka prófað Ubuntu bara beint af geisladiskinum
Annars er ég búinn að nota Ubuntu í nokkur ár og fer ALDREI aftur í Windows


Gates Free


Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf Vaski » Lau 04. Okt 2008 12:49

Veldu einhvern linux sem hefur það að markmiði að vera léttur í keyrslu. Ubuntu hefur það ekki. Puppy er þannig, en ég er ekkert sérlega hrifin af honum, finnst hann eitthvað of grófur. Endilega prófaðu AntiX [url]http://antix.mepis.org/index.php/Main_Page[/url], mér finnst hann fínn. Einnig getur þú prófað Zenwalk [url]http://www.zenwalk.org/[/url] og TinyMe [url]http://tinymelinux.com/doku.php[/url]. Það er um að gera að prófa bara nokkuð kerfi á lappanum og sjá hvernig þau virka, sum gætu lent í einhverjum erfiðleikum með hardwareið í lappanum en önnur ekki og þar sem það tekur yfirleitt um 30 mín að setja upp linuxkerfi þannig að það sé nothæft (eitthvað lengur náttúrlega til að gera það eins og maður vill hafa það) erum við ekki að tala um eitthvað hrifanlega mikin tíma sem fer í að prófa sig áfram :)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf CendenZ » Lau 04. Okt 2008 14:19

Bassi6 skrifaði:
settu upp ubuntu eða mint.

prufaðu það bara... finnur engan mun á milli distróa nema í einhverri þungri keyrslu.


Ég er með tölvu með svipuðum örgjörva og minni og hún er hunleiðinleg með Ubuntu en eftir að ég setti Puppy upp er hún bara helv... snögg og fín, þú getur líka prófað Ubuntu bara beint af geisladiskinum
Annars er ég búinn að nota Ubuntu í nokkur ár og fer ALDREI aftur í Windows



Xubuntu er margfalt léttara en ubuntu.. en maður finnur vart fyrir því nema á þegar maður er kominn í p2 tölvurnar :D




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf coldcut » Sun 05. Okt 2008 23:53

takk fyrir svörin piltar

en ég fékk að fikta aðeins í Ubuntu hjá frænda mínum í kvöld og verð að segja að ég kolféll fyrir því. En haldiði að það sé rétta stýrikerfið fyrir tölvuna mína (specs í undirskrift) eða er eitthvað annað sem hentar henni betur?
Ég vil ekki að stýrikerfið sé það flókið að ég geti ekki byrjað að nota það strax en ekki heldur það einfalt að ég geti ekkert fiktað í því.

og hefur einhver ykkar reynslu af compiz dæminu?




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: hvaða linuxkerfi fyrir gamlan lappa?

Pósturaf coldcut » Mán 06. Okt 2008 16:04

http://ubuntu.hugi.is/releases/kubuntu/8.04/

á ég ekki að taka niðurhalsmöguleika nr.2 /64-bit PC (AMD64) desktop CD?