Síða 1 af 1

Ekkert hljóð í Ubuntu

Sent: Fös 03. Okt 2008 17:59
af CraZy
Jæja maður er búinn að vera dunda sér við Ubuntu 8.04 og er þetta búið að ganga ágætlega þökk sé google, búinn að setja inn Wine, runna uTorrent, opna port, setja share á external flakkarana mína og alskonar annað smátterí. Nú eru bara 1 vandamál eftir:

Ekkert hljóð, ég er með Creative Audigy Live og ef eitthvað er að marka google þá er það eitthvað cursed hljóðkort og margir með vesen með það. Ég er búinn að setja upp driver-inn fyrir það og setja enabled=1 og það dót, en þetta virkar samt ekki. Any ideas?

Re: Ekkert hljóð í Ubuntu

Sent: Þri 07. Okt 2008 10:57
af HemmiR
Blessaður. kmr e-ð upp ef þú skrifar alsamixer í terminal?

Re: Ekkert hljóð í Ubuntu

Sent: Þri 07. Okt 2008 12:05
af ÓmarSmith
Ubuntu er heimskt.. þú verður að nota onboard hljóðkort til að þetta virki án vandræða. ÉG gat ekki með neinu móti fengið Xfi kort til að virka og þekki marga sem voru í vandræðum með LIVE og Audigy.

Re: Ekkert hljóð í Ubuntu

Sent: Þri 07. Okt 2008 14:48
af Dagur
ÓmarSmith skrifaði:Ubuntu er heimskt.. þú verður að nota onboard hljóðkort til að þetta virki án vandræða. ÉG gat ekki með neinu móti fengið Xfi kort til að virka og þekki marga sem voru í vandræðum með LIVE og Audigy.


Ertu að segja að það sé auðveldara að fá þetta til að virka á annari linux dreifingu?

Re: Ekkert hljóð í Ubuntu

Sent: Þri 07. Okt 2008 14:58
af CraZy
Onboard kortið er bilað, ástæðan fyrir því að ég fékk mér kortið á sínum tíma.
En ég tek undir það sem Dagur segir, virkar þetta betur á öðrum distróum? Væri allveg til í að skipta yfir í Fedora e-ð

HemmiR skrifaði:Blessaður. kmr e-ð upp ef þú skrifar alsamixer í terminal?

Já kortið kemur þar upp, það er detectað af ubuntu og allt er einsog á að vera samkvæmt audio troubleshoot guide-inum á ubuntu forums allavega.