Síða 1 af 1

Vandræði

Sent: Mán 22. Sep 2008 01:28
af Super
Ég veit ekkert hvort að þetta sé réttur flokkur fyrir þetta vandamál...
En málið er að ég á bloggsíðu (tvær reyndar) og það er eins og einhver stilling í vafranum mínum komi í veg fyrir að ég geti skrifað blogg.
Á báðum síðunum get ég auðveldlega skráð mig inn, en þegar að ég vel "Ný færsla" eða "stjórnborð" er mér hent á forsíðuna og er þá útskráð aftur eða þá að ég fæ villumeldingu um að ég verði að vera skráð inn til að geta notað stjórnborðið. Þó hafði ég skráð mig inn áður og það kom "velkomin "nafn"" og mynd af mér sem ég setti inn fyrir löngu.

Þetta gerist á bæði mbl blogginu og bloggar.is

Ég hef sent póst til stjórnenda/umsjónarmanna beggja síðnanna og þeir gátu skráð sig inn án nokkurra vandræða og gátu ekki hjálpað mér með þetta vandamál.

Því datt mér í hug að leita til ykkar. Er eitthvað sem ég get breytt í vafranum svo að þetta virki?

Reyndar hef ég prófað að nota bæði explorer og firefox en það er sama vandamálið í báðum.

Kveðja

Re: Vandræði

Sent: Þri 23. Sep 2008 19:32
af Super
Enginn? Ég get loggað mig inn í skólanum t.d og netþjónninn minn skilur ekkert í þessu. Þið eruð þeir síðustu sem ég leita til sem að gætu mögulega vitað hvað er að :(

Re: Vandræði

Sent: Þri 23. Sep 2008 19:33
af Daz
Í hvaða vafra ertu að prófa þetta, hvaða aðra vafra hefur þú prófað?

Breytt: sé núna að þú nefnir explorer or firefox. Prófaðu Chrome og Operu líka. Ertu með hakað við "muna eftir mér"? Ertu búinn að reyna að eyða út kökum (cookies)?

Re: Vandræði

Sent: Þri 23. Sep 2008 19:46
af Super
Nei hef ekki prófað aðra en mozilla og firefox. Var að skoða Error Console og fann eitthvað bull frá þessari bloggsíðu sem að ég held samt að skipti engu máli (eru líka reports frá þessari síðu t.d)

Edit: Já ég er búin að eyða öllum cookies og ég leyfi þær líka, hef líka "cleared cache"

Re: Vandræði

Sent: Þri 23. Sep 2008 19:52
af Super
Jæja, þá er ég með google chrome, en það er sama vandamálið grrr. Þetta er óskiljanlegt!
Hef prófað bæði muna eftir mér og sleppa því og hef líka eytt út öllum "geymdum leyniorðum"
Þetta gerist á blog.is (mbl bloggið) bloggar.is og blogspot.com!

Re: Vandræði

Sent: Mið 24. Sep 2008 20:41
af DoofuZ
Þetta gæti alveg verið eitthvað stillingaratriði en það eru nú samt frekar litlar líkur á því. Annað sem mér dettur í hug er að diskurinn gæti verið svoldið fraggaður og þá geta forrit átt það til að geta ekki lesið einhver gögn eins og t.d. cookies eða eitthvað slíkt svo þú gætir prófað að defragga hann :-k

Re: Vandræði

Sent: Mið 24. Sep 2008 23:29
af Super
DoofuZ skrifaði:Þetta gæti alveg verið eitthvað stillingaratriði en það eru nú samt frekar litlar líkur á því. Annað sem mér dettur í hug er að diskurinn gæti verið svoldið fraggaður og þá geta forrit átt það til að geta ekki lesið einhver gögn eins og t.d. cookies eða eitthvað slíkt svo þú gætir prófað að defragga hann :-k


Takk fyrir það :)
Ég defraggaði hann í síðustu viku þó. Ég get skráð mig inn á allar aðrar síður þó þær séu með cookies (þetta spjall, barnaland, msngroups, ugluna á HI og bara allt nema blogg...)