Síða 1 af 1

Ljósleiðari

Sent: Lau 09. Ágú 2008 22:27
af ylli
Er að fá ljósleiðara í húsið
Hafa menn borið saman verð miðað við að taka Tv, síma og net og hver er reynsla af þessu.


Ylli

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 02:46
af tms
Hvar býrðu?
Annars er það bara Tal og Vodafone sem bjóða allan pakkan á ljósleiðaranum og ætti ekki að vera erfitt að skoða verðið. Er sjálfur mjög æstur en það er ný búið að leggja rörið sem hýsir ljósleiðarann í blokkina. \:D/

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 03:38
af sigurbrjann
fokk hvað mig landar í ljósleiðara

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 04:14
af Gúrú
Fokk fokk fokk.

"Hámark 2 vikur biðtími" er greinilega "Nafnið á tímaeiningunni sem okkur hentar hverju sinni" hjá Vodafone

Er búinn að bíða í næstum 3 vikur núna eftir e-h Link ljósi að birtast á Telsey boxinu mínu.

Svo já, ekki búast við þessu anytime soon ef þú pantar þetta.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 04:52
af sigurbrjann
maður getur ekki pantað þetta nema það sé búð að setja þetta upp í hverfinu þínu er það nokkuð???

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 05:13
af KermitTheFrog
þú getur að ég held pantað og látið leggja í götuna þína.. kostar mismikið eftir hverfum held ég

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 11:46
af halldorjonz
Mér langar alveg helvíti mikið í ljósleiðara, held samt að það sé ekki fara koma hingað á næstuni til Grindavíkur!! #-o

Fá sér 40-60 MB ljós hér: http://vortex.is/Forsida/Thjonusta/Ljosbraut/ verðið+2k.. svipað og 12mb tenging hjá símanum!! :shock:

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 10. Ágú 2008 12:45
af MuGGz
halldorjonz skrifaði:Mér langar alveg helvíti mikið í ljósleiðara, held samt að það sé ekki fara koma hingað á næstuni til Grindavíkur!! #-o

Fá sér 40-60 MB ljós hér: http://vortex.is/Forsida/Thjonusta/Ljosbraut/ verðið+2k.. svipað og 12mb tenging hjá símanum!! :shock:


· 10 GB gagnaflutningur frá útlöndum.

geggjað #-o

Re: Ljósleiðari

Sent: Þri 12. Ágú 2008 00:41
af sigurbrjann
hvað kostar að fá þetta í hverfið sitt

Re: Ljósleiðari

Sent: Þri 12. Ágú 2008 00:46
af Zorglub
Held þú getir nú ekki pantað þetta sí svona í hverfið :wink:
Gagnaveitan er að vinna í því að koma þessu sem víðast, best að tala við þá upp á að vita hvort hverfið ykkar er á áætlun einhverntíman.
http://gagnaveita.is/
Kostar ekki krónu, byrjar bara að borga áskriftargjöldin þegar það er búið að tengja.