Síða 1 af 1

Spurning varðandi Wireless Ethernet Bridge

Sent: Fim 23. Okt 2003 19:37
af ibs
Ég fékk mér svona Þráðlaust ADSL tilboð hjá Símanum og er ekki ánægður með búnaðinn.

Mynd

Tölva (A) er tengt routernum sem ég fékk frá Símanum, þetta er Alcatel SpeedTouch 570 router.
Eitt enn, línan þar sem tölva (A) er tengd hjá mér er eina tengda ADSL línan. Það er engin önnur símadós sem tengist á þetta númer.

Tölva (B) er önnur Borðtölva sem er á fyrstu hæð. Ég fékk USB Wireless Adapter fyrir þessa tölvu.

Allar tölvunar eru með Win XP Pro SP1

Mér var sagt að ég gæti keypt þennan
Wireless Ethernet Bridge frá Linksys:
http://www.linksys.com/products/product ... 32&scid=36

ég sá líka svipaðan búnað frá Netgear

Ætti ég þá að geta notað áfram router draslið frá Símanum og þessi Wireless Ethernet Bridge væri þá einskonar magnari?

Ég var þá að spá í að setja þennan Wireless Ethernet Bridge annaðhvort í herbergi a eða b (litlir grænir stafir á mynd)

Þyrfti ég að tengja þetta Wireless Bridge í símalínu, ethernet tengi við tölvu eða bæði? [/img]

Sent: Fim 23. Okt 2003 20:13
af Voffinn
Ef þetta á bara að routa merkinu áfram, þá ætti þetta ekki að þurfa vera tengt í ethernet. Hún er svolítið ruglingsleg þessi teikning, er þetta horft á húsið á hlið eða ofanfrá.?

Sent: Fim 23. Okt 2003 20:35
af ibs
Á teikningunni sést húsið á hlið

Sent: Fös 24. Okt 2003 01:14
af bizz
Ég hef verið mikið að setja upp svona repeatera... og allt í góðu með það og virka vel.
En það er alveg ótrúlega auðvelt að færa línur til á tenglum sko!!!
Routerinn er alveg á vitlausum stað sýnist mér..
Reyndu að koma honum á mið-pallinn og þá ertu í góðum málum :D

Sent: Fös 24. Okt 2003 01:37
af RadoN
vá, ég sé ekkert útúr þessari teikningu :lol:

Sent: Fös 24. Okt 2003 12:52
af bizz
sá ekki það sem þú spurðir um neðst..
Ef að þetta er tengt sem repeater eða "magnari" eins og þú segir þá þarf reapeterinn að ná sæmilegu sambandi við þráðlausa sendinn en það þarf ekkert að tengja í hann, hvorki símalínu né LAN kapal.
en ef að það eru fleiri tenglar hjá þér, reyndu þá að koma routernum sem mest miðsvæðis og fá þér bara þráðlaust kort í vél A.
þetta er lang ódýrast held ég. :)

Sent: Fös 24. Okt 2003 18:02
af ibs
En ég á alveg að geta notað þennan Linksys Wireless Ethernet Bridge þótt að ég sé með Alcatel router?

Sent: Fös 24. Okt 2003 20:20
af gnarr
þetta fer allt eftir standördum, ekki eftir framleiðendum. alveg eins og að þú getur hlustað á geisladisk frá sony í græjum frá aiwa.

Sent: Lau 25. Okt 2003 11:55
af ibs
Allt í lagi, takk fyrir góð svör

Sent: Lau 25. Okt 2003 16:31
af J0ssari
gnarr skrifaði:þetta fer allt eftir standördum, ekki eftir framleiðendum. alveg eins og að þú getur hlustað á geisladisk frá sony í græjum frá aiwa.


Reyndu að seigja framhaldsskólum það. Fjölbrautaskólinn í Ármúla er sem dæmi með rusl þráðlaust kerfi, sem virkar bara með ákveðnum kortum. Þótt sami staðall sé, virka Linksys wireless kort ekki með því t.d.
Þótt það geti vel verið viljandi gert, enda með samning við nýherja um sölu/leigu á AVAYA búnaði.


Allavega, ekki *alltaf* hægt að gera ráð fyrr því að þetta rusl virki saman.

Sent: Sun 26. Okt 2003 00:43
af bizz
ég mæli ekki með að blanda saman merkjum... :?