Forritið fann ég á þessari síðu hérna
http://algoval.essex.ac.uk/cec2005/race/ParSoftware.html þar sem ég þurfti fyrst að setja upp paraport og Userport forritin. Userport opnar fyrir prentaraportið en paraport stjórnar því. Það er einmitt á Paraport sem LEDtest byggir/vinnur á. Ég til mig vera búinn að setja upp þetta allt eftir leiðbeiningunum... best að fara yfir það aftur
Ég næ að compila paraport en þegar ég reyni að compila hinu kemur þessi villa
Kóði: Velja allt
LEDTest.java:17: cannot find symbol
symbol : constructor ParallelPort()
location: class parport.ParallelPort
ParallelPort pp = new ParallelPort();
^
Þetta er ábyggilega eitthvað voða núbbalegt en samt nóg til að ég strandi á þessu
Borðið og allt hitt dótið fékk ég uppi í Íhlutum. Keypti mér bara sett af viðnámum og ljósadíóðum til að eiga lager
Síðan er eitt sem ég er ekki klár á. Ég veit bara ekkert hversu stór viðnám ég á að hafa á þessu. Þegar ég ætlaði að nota menntaskólaeðlisfræðina mína, V = I*R, til að finna spennufallið sem ég þurfti til að steikja ekki díóðuna gat ég bara ekki látið það ganga upp. Ég sá að batterýin tvö gáfu 2,5 amper skv. straumælinum mínum ef ég setti á pólanna á batterýunum. Til að lækka spennuna úr 4,5v í 3v hefði viðnámið átt að vera 0,6 ohm
Hins vegar notaði ég 10ohm viðnám þarna (sem er það minnsta sem fylgdi pakkanum). Skv því hefði spennufallið átt að vera 2,5*10 = 25 v
Það gengur náttúrulega ekkert upp.
Ég er nú ekki enn búinn að steikja neitt en endilega fræðið mig um hvað ég er að gera rangt...