Síða 1 af 1
Mad Exel Skillz :D
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:17
af ezkimo
Sælt veri fólkið..
Kanski eh hér geti bent mér í rétta átt.
Situation:
Er með 2 .XML skjöl með nafnalista. Nafn, Heimilisfang, netfang... Köllum þau "Skjal a" og "Skjal b"
Uppfærð skjöl munu berast til mín daglega frá sitthvorum aðilanum.
Annað skjalið (a) er orginal og í skjali (b) eru tillögur um nýar færlsur fyrir listann en einnig geta verið þar nöfn sem eru þegar á skjali (a)
Spurning:
Hvernig losa ég mig við eða finn færslurnar í skjali (b) sem eru þegar komnar í skjal (a)
Takk
Re: Mad Exel Skillz :D
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:40
af Daz
Ég sé nú ekki alveg hvað Excel og XML eiga sameiginlegt í þessu máli þínu. Ég myndi vista skjal A í gagnagrunn og láta skjal B bæta við, en það er líka af því að ég með töflur alla daga. Skoðaðu Altova Map force, það held ég leyfir þér að gera ýmsar svona æfingar með XML. Svo eru örugglega til einhver frí tól sem gera svipað.
Re: Mad Exel Skillz :D
Sent: Þri 08. Júl 2008 09:45
af thalez
Excel 2007 notar Open XML staðal (
http://en.wikipedia.org/wiki/Excel_2007#Office_Open_XML). Eins og margir hafa kynnst sem nota office 2007 þá vistar office 2007 excel skjölin með þeim hætti að eldri útgáfur geta ekki opnað þau nema með uppfærslupakka (compatibilitypack).
Það er spurning hvort að þú getir ekki notað MERGE aðgerð til að sameina skjölin - þú ættir þá að fá ýmis konar valmöguleika um hvernig excel á að sameina skjölin.
Búðu samt til aukaafrit af báðum skjölum til öryggis.
Gangi þér vel.
Re: Mad Exel Skillz :D
Sent: Þri 08. Júl 2008 11:48
af Amything
Mundi halda að Access henti í þetta verk. Þá geturðu gert einfaldar gagnagruns aðgerðir eins og
SELECT table1.a FROM table1 LEFT JOIN table2 ON table1.a = table2.a WHERE table2.a Is Null;
Svo er meira að segja wizard í því sem finnur UNMATCHED records.
Re: Mad Exel Skillz :D
Sent: Þri 08. Júl 2008 13:04
af CendenZ
Amything skrifaði:Mundi halda að Access henti í þetta verk. Þá geturðu gert einfaldar gagnagruns aðgerðir eins og
SELECT table1.a FROM table1 LEFT JOIN table2 ON table1.a = table2.a WHERE table2.a Is Null;
Svo er meira að segja wizard í því sem finnur UNMATCHED records.
Getur meira segja gert miklu flóknari sql queries en þetta
Access er ekkert slor nefnilega, mjög þægilegur db