Síða 1 af 1

Hýsing á vef?

Sent: Mið 02. Júl 2008 13:16
af dadik
Sælir,

Ég þarf að láta hýsa vefinn fyrir golfklúbbinn. Vefurinn er gerður í Joomla þannig að mig vantar eh. Joomla-hæfan hýsanda.

Með hvaða hýsingaraðilum er mælt með? Lunarpages? Godaddy? (ég þekki þessi hýsingarfyrirtæki ekki neitt .. )

Re: Hýsing á vef?

Sent: Mið 02. Júl 2008 13:29
af Heliowin
Ég er hjá Lunarpages og er alveg sáttur þó ég hafi ekki neinn samanburð. Ég er með þrjá vefi hjá þeim og búinn að hafa í meira en hálft ár og ekki hef ég lent í neinu allavega. Ég er með shared server og allir nýir fá 1,500GB pláss og 15,000GB bandvídd á basic plan.

Munt eflaust fá meiri hraðvirkari vefi hjá innlendum hýsingaraðilum sem eru með serverana innanlands. En ég er þokkalega ánægður með minn hraða.

Edit: Joomla ætti ekki að vera neitt mál hjá Lunarpages. Þeir eru meira að segja með Fantastico script fyrir það fyrir þá sem vilja setja það upp sjálfvirkt.

Re: Hýsing á vef?

Sent: Mið 02. Júl 2008 13:43
af einarornth
Ég nota pair.com, ekki ódýrir en MJÖG góðir.

Mæli með að borga aðeins meira ef þetta er eitthvað sem þarf að hafa góðan uppitíma.

Re: Hýsing á vef?

Sent: Mið 02. Júl 2008 15:50
af dadik
Ahhh .. öðlingar eruði.

Ég nældi mér í hosting hjá lunarpages - sjáum hvernig þetta basic plan þeirra gengur.

Takk fyrir aðstoðina!

-- ps. Þetta er reyndar bölvað svindl ;) Þeir auglýsa "hosting from $5.95 a month" en það miðast við 24 mánaða samning - sem er fyrirframgreiddur. Svo borgar maður auka fyrir skeljaaðgang, almennilegt backup auk þess sem það eru $30 "Setup Fee". Ég er svosem ekkert að kvarta, ég er að borga 5k fyrir 1.5BG pláss og 15TB að traffík í 3 mánuði. Þetta er minna en ein bíóferð í mánuði ...