Hjálp með myndbönd


Höfundur
karohin
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 22. Jún 2008 17:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með myndbönd

Pósturaf karohin » Sun 22. Jún 2008 17:23

Sælt gott fólk, ég er í smá vandræðum með að setja inn myndband á netið. Ég er með söngvakeppni í 3 hlutum á dvd diski sem ég er búin að rippa inn á tölvuna, mér tókst það eins míns liðs. Næst ætla ég að taka út eitt 5 mín atriði og setja inn á youtube. Ég downloadaði video splitter og borgaði eitthvað örlítið fyrir hann til þess að geta klippt þetta atriði út en ég er í vandræðum með það. Þetta eru VOB filear og alveg sama hvort að það er windows media player eða vlc eða hvað sem það er, það vill bara ekki spilast þessi 5 mín bútur sem ég hef köttað út. Það kemur alveg eins og að það virki, reyndi meira að segja að uploada þessu á youtube en það kemur bara svart þótt að myndbandið gangi alveg, sem sagt það er bara svart allann tímann þó að klukkan á því gangi. Er einhver sem hefur reynslu af þessu og getur sagt mér hvað ég gæti verið að gera vitlaust, eða hvað ég er ekki að gera. Takk takk...Kári örn