Síða 1 af 1

Leiðindi með icon

Sent: Fös 20. Jún 2008 16:22
af DoRi-
Sælir.

Fyrir stuttu kom það fyrir þá tölvu sem ég skrifa þetta úr að 95% af öllum iconum hurfu (sjá viðhengi), og að sjálfsögðu var ég beðinn um að gera við þetta, ef einhver hefur einhverja hugmynd um hvað er hægt að gera endilega, látið vita.

Re: Leiðindi með icon

Sent: Fös 20. Jún 2008 22:43
af Gúrú
Installa Vista Inspirat i bili til að fá einhverja icons? :lol:

Re: Leiðindi með icon

Sent: Lau 21. Jún 2008 14:30
af DoRi-
nnnnnnnei.

einhverjar almennilegar tillögur?


(fyrir utan formatt)

Re: Leiðindi með icon

Sent: Lau 21. Jún 2008 17:38
af einzi
Gætir prófað að gera eftirfarandi:

keyra þessa skipun:

Kóði: Velja allt

regsvr32 /i shell32.dll


einnig hef ég séð TweakUI laga svipuð vandamál
http://www.microsoft.com/windowsxp/down ... rtoys.mspx

Re: Leiðindi með icon

Sent: Sun 22. Jún 2008 02:34
af urban
ég verð nú bara að spurja, sérstaklega þar sem að ég hef lennt í þessu einhvern tíman og náði að laga það á einfaldan hátt

er búið að prufa að restarta ?
þannig lagaðist þetta hjá mér nefnilega :)

Re: Leiðindi með icon

Sent: Þri 05. Ágú 2008 16:08
af DoofuZ
Gætir líka prófað að defragga diskinn ;)

Re: Leiðindi með icon

Sent: Þri 05. Ágú 2008 16:37
af Halli25
DoofuZ skrifaði:Gætir líka prófað að defragga diskinn ;)

DoofuZ da defragger? :)

Re: Leiðindi með icon

Sent: Þri 05. Ágú 2008 18:10
af DoofuZ
faraldur skrifaði:
DoofuZ skrifaði:Gætir líka prófað að defragga diskinn ;)

DoofuZ da defragger? :)

Já ætli það ekki, haha :lol: Það vita það kannski ekki allir en stundum þá geta komið upp einhver skrítin vandamál sem erfitt er að finna einhverja lausn á og þá getur virkað að defragga bara :) Nágrannar mínir voru t.d. einu sinni að klóra sér í hausnum yfir því að póstforritið þeirra, Eudora, var ekki að ná í neinn nýjan póst þrátt fyrir að ættingjar þeirra voru búnir að senda þeim póst. Eftir að ég útilokaði vírusa og allt annað drasl þá prófaði ég að defragga og viti menn, um leið og því lauk þá kom nýr póstur inn ;) Það er gott að huga að heilsu diskanna öðru hvoru, sérstaklega ef þeir eru mikið notaðir :idea:

Var annars að hugsa um þetta djók, DoofuZ da defragger, og hvað það er fyndið miðað við að ég var að svara tveimur þráðum og kom með sömu lausn á tveimur ólíkum vandamálum og þá datt mér í hug eitt atriði úr Stelpunum þar sem Kjartan Guðjónsson var læknir og var að greina allt sem tennisolnboga :lol: