Síða 1 af 1

internet í gegnum rafmagn

Sent: Þri 03. Jún 2008 17:52
af cambridge
Hefur einhver prófað þetta... er þetta sambærilegt og LAN tenging?

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Þri 03. Jún 2008 18:16
af Viktor
Var einmitt að fara gera svona þráð fyrir stuttu. Það er svo langt milli einnar tölvunnar hérna heima og routersins #-o

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Þri 03. Jún 2008 19:17
af cambridge
já er að spá í einhverju svona dæmi.. http://tolvulistinn.is/vara/6337
Veit einhver hvort maður er að ná fullum hraða og hvernig svartíminn er?

Er einmitt með tölvu svo langt frá router og liggur kapall í gegnum allt húsið.. mútta frekar pirr

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Þri 03. Jún 2008 20:32
af DeusXXX
Ég er með svona heima hjá mér og þetta virkar mjög vel á milli hæða en þetta fer mikið eftir því hversu góðar lagnirnar eru í húsinu hjá ykkur. það verða líka báðir tenglarnir að vera á sama kassa annars virkar þetta ekki.

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Mið 04. Jún 2008 08:35
af Darknight
Ég ætla fá að prófa þetta hérna heima, og pósta feedback, bara þegar ég man eftir þessu. Er með cat5 kapall þvert yfir alla íbúðinna eins og er >_>.

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Mið 04. Jún 2008 14:39
af Viktor
Darknight skrifaði:Er með cat5 kapall þvert yfir alla íbúðinna eins og er >_>.

Sama hér :s

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Þri 15. Júl 2008 20:15
af Pandemic
Mæli með að draga í veggina.

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Lau 19. Júl 2008 00:19
af JReykdal
Pandemic skrifaði:Mæli með að draga í veggina.


Það er nú sjaldan hægt því það er ekki mælt með að leggja smáspennu með húsarafmagni (nema með skermuðum köplum sem kosta $$$)

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Lau 19. Júl 2008 01:29
af kallikukur
er ekki hægt að hafa 2 rádera á einni tenginu?


ég er með mína svítu í bílskúrnum og erfitt er að þræða kapal í gegnum veggina :P

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Fös 01. Ágú 2008 13:30
af Harvest
Jæja kappar.... eruði búnir að reyna þetta?

Þarf að gera þetta líka :S

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Sun 03. Ágú 2008 05:00
af dos
Sælir, við erum með nokkra svona "púnga" hér um borð hjá okkur. Virkar fínt.
Held að fyrst að það sé hægt að nota þetta um borð í skipi með öllum þeim truflunum og áreiti sem er um borð. þá getur ekki verið annað en að þetta virki heima.

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Sun 03. Ágú 2008 11:17
af Skapvondur
Er ekki líka bara hægt að tengja routerinn nær tölvunni?

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Sun 03. Ágú 2008 14:36
af Harvest
Skapvondur skrifaði:Er ekki líka bara hægt að tengja routerinn nær tölvunni?


Ekkert símatengi fyrir routerinn... svo eru tölvur svona á víð og dreif um húsnæðið :)

Re: internet í gegnum rafmagn

Sent: Mán 04. Ágú 2008 17:53
af Skapvondur
Æ auðvitað! #-o