Síða 1 af 1

Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Mið 28. Maí 2008 22:37
af DoofuZ
Ég hef verið að lenda í því að undanförnu að bakgrunnsmyndin á desktopinu hverfur bara. Þetta gerist við ólíklegustu aðstæður svo ég hef ekki auðveldlega getað fundið orsökina, eins og studnum þegar ég er búinn að vera að opna marga glugga eða bara stundum þegar ég læt tölvuna alveg í friði í einhvern tíma með ekkert í gangi. Þegar ég fer svo í properties á desktopinu þá sé ég á fyrsta flipanum, Themes, að bakgrunnsmyndin kemur þar og líka undir Desktop flipanum en hún kemur ekki á desktopið sjálft nema ég breyti einhverju svo að það sé hægt að smella á apply og smelli svo á takkann :-k Ég s.s. vel t.d. stretch í position og svo aftur center eins og það var eða vel aðra mynd í listanum og svo sömu mynd og á að vera og smelli svo á apply en þá kemur myndin aftur.

Einhver lent í þessu?

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Lau 07. Jún 2008 04:20
af Viktor
Já, hef lent í þessu. Kom alltaf svona linkur á desktop "Reset to your normal background". Held þetta hafi ekki farið fyrren eftir format. Man ekki alveg.

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Lau 07. Jún 2008 16:29
af DoofuZ
Það kemur sko ekkert svoleiðis hjá mér, sé ekki betur en að þetta komi active desktop ekkert við. Hef núna verið með bakgrunninn í lagi síðustu daga og það eftir að ég gerði bakgrunnslitinn á desktopinu hvítann í staðinn fyrir svartann og áfram með sömu mynd og ég var með en myndin skiptir ekki máli þar sem þetta hefur gerst með nokkrum myndum :-k

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Mið 16. Júl 2008 21:44
af DoofuZ
Jæja, er ennþá að velta mér uppúr þessu vandamáli og það er víst rangt hjá mér að bakgrunnsliturinn komi málinu eitthvað við :| Hefur þetta ekki gerst hjá neinum öðrum? Er að lenda í því nokkuð oft að eftir að hafa verið að flakka um á netinu þá set ég svo allt niður og sé þá desktopið svart og þarf alltaf að vera að laga það :( Svo líka þegar ég laga þetta, skiptir engu máli hvað ég geri í display properties bara svo lengi sem ég get svo gert apply, að þá er það allt dæmi svoldið lengi að hverfa (eftir að ég smelli á ok takkann auðvitað, geri það líka bara oftast í staðinn fyrir að smella á apply og svo ok) og það verður oft svoldið fast á skjánum á meðan, bara frosið og læti :|

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Mið 16. Júl 2008 23:11
af beatmaster
Hefurðu skannað vel fyrir vírusum, ad-ware og spyware nýlega, það eru nokkrir vírusar sem að innihalda þennann skemmtilega fídus

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Fös 18. Júl 2008 14:14
af DoofuZ
Það er eiginlega algjör óþarfi fyrir mig að skanna eftir adware/spyware rusli þar sem ég fæ yfirleitt ekki neitt svoleiðis inná þessa tölvu en þegar það gerist þá veit ég það venjulega samstundis :8) Held að þetta sé annars bara komið í lag núna, vírusvörnin (Avira) kom með einhver alert í gær að eitt eintak af svchost.exe sem var í gangi væri bara vírus svo ég gerði delete á það og svo gerði ég full scan á tölvuna til öryggis þannig að núna er þetta bara farið :D Þetta leit samt meira út fyrir að vera bara einhver böggur í Windows eða eitthvað þess háttar frekar en vírus eða eitthvað svoleiðis þar sem þetta var nú ekkert meira en bara þetta örlittla fikt í desktopinu.

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Fös 18. Júl 2008 14:17
af elv
DoofuZ skrifaði:Það er eiginlega algjör óþarfi fyrir mig að skanna eftir adware/spyware rusli þar sem ég fæ yfirleitt ekki neitt svoleiðis inná þessa tölvu en þegar það gerist þá veit ég það venjulega samstundis :8).



Með þessa hæfileika, þá ættir þú að vera á óskalista hjá Friðrik Skúlasson ehf. =D>

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Fös 18. Júl 2008 14:19
af lukkuláki
DoofuZ skrifaði:Það er eiginlega algjör óþarfi fyrir mig að skanna eftir adware/spyware rusli þar sem ég fæ yfirleitt ekki neitt svoleiðis inná þessa tölvu en þegar það gerist þá veit ég það venjulega samstundis :8) Held að þetta sé annars bara komið í lag núna, vírusvörnin (Avira) kom með einhver alert í gær að eitt eintak af svchost.exe sem var í gangi væri bara vírus svo ég gerði delete á það og svo gerði ég full scan á tölvuna til öryggis þannig að núna er þetta bara farið :D Þetta leit samt meira út fyrir að vera bara einhver böggur í Windows eða eitthvað þess háttar frekar en vírus eða eitthvað svoleiðis þar sem þetta var nú ekkert meira en bara þetta örlittla fikt í desktopinu.


Þegar ég hef lent í þessu þá er það bara vegna þess að ég er ekki með bakgrunnsmyndina vistaða á HDD heldur fann ég einhverja mynd á netinu og hægriklikkaði og gerði set as wallpaper
en vistaði hana ekki á drifin þannig að þegar eitthvað hreinsiforrit var að laga til í temp.internet files, þá fór myndin og skjárinn varð blanco.

Annars nennti ég ekki að lesa þessa pósta sorry :) þannig að ég veit ekki hvort þetta er málið hjá þér.

Re: Bakgrunsmynd hverfur

Sent: Mán 28. Júl 2008 16:38
af DoofuZ
lukkuláki skrifaði:Þegar ég hef lent í þessu þá er það bara vegna þess að ég er ekki með bakgrunnsmyndina vistaða á HDD heldur fann ég einhverja mynd á netinu og hægriklikkaði og gerði set as wallpaper
en vistaði hana ekki á drifin þannig að þegar eitthvað hreinsiforrit var að laga til í temp.internet files, þá fór myndin og skjárinn varð blanco.

Annars nennti ég ekki að ...


Nei, þetta var ekki málið þar sem mínar bakgrunnsmyndir eru allar í möppum undir my pictures og vel ég eina yfirleitt bara beint þaðan. Svo er það annars mjög skrítið að myndin hafi farið hjá þér við hreinsun úr temp files miðað við aðferðina sem þú notaðir því þegar þú hægrismellir á mynd og velur set as wallpaper þá vistar Windows afrit af þeirri mynd sem Wallpaper1.bmp í möppu sem er ekki tekin með sem temp mappa, en það er undir documents and settings\notandi\Local Settings\Application Data\Microsoft.

elv skrifaði:
DoofuZ skrifaði:Það er eiginlega algjör óþarfi fyrir mig að skanna eftir adware/spyware rusli þar sem ég fæ yfirleitt ekki neitt svoleiðis inná þessa tölvu en þegar það gerist þá veit ég það venjulega samstundis :8).



Með þessa hæfileika, þá ættir þú að vera á óskalista hjá Friðrik Skúlasson ehf. =D>


LOL! Veit það nú ekki... :roll: Það er nú yfirleitt frekar augljóst þegar maður fær svona rusl inná hjá sér :) Og ef þú veist nokkuð vel hvernig ruslið kemst inná þá er auðvelt að komast hjá því.