Síða 1 af 2

Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Þri 13. Maí 2008 21:16
af Windowsman
Ég er semsagt búinn að klúðra ubuntu með að lykilorðið sem að ég setti virðist ekki virka.

Ég notaði Wubi installer til að skella þessu í DualBoot með WinXP og kemst ekki inn á þetta.

Er einhver leið til að breyta lykilorðinu eða sjá hvað það er með einhverjum hætti.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 10:35
af Dagur
1. Turn on your computer, and as soon as you the Press Esc to enter grub message, press the escape key.
2. Select the option that says (recovery mode).
3. Your PC will boot into a shell. Once you get a command prompt, type "passwd username" where the username is your username. If you can't remember this, then you can type "ls /home" which should bring it up.
4. Enter a new password when prompted, and again when prompted again
5. Type "shutdown -r now" to reboot your system


http://www.downloadsquad.com/2008/05/12/stupid-ubuntu-tricks-5-steps-for-resetting-a-forgotten-password/

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 10:58
af Windowsman
Prófa það en það er eitthvað virkilega að þessu.

Ég prófaði að setja þetta upp aftur og breyta passi en það er eitthvað að þessu.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 11:37
af mind
Þú ert semsagt með Ubuntu og Windows XP

Þegar Ubuntu ræsir sér þá biður það um notendanafn OG lykilorð. Þú slærð það inn og færð upp að það sé vitlaust ?

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 11:43
af Windowsman
Ég notaði Wubi.

Sem sagt forrit til að boota upp Ubuntu.

Ég hef ekki möguleika að setja inn username bara passwordið.


ég fæ villu eins og þessa 'Username og Password incorrect. You must put the letters in the correct case.'

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 12:46
af mind
Standard Ubuntu boot þá þarftu fyrst að slá inn notendanafn og svo lykilorð (þetta kemur í sama rammanum samt).

Wubi tekur notendanafið sem þú notar fyrir windows, lætur það í lowercase og svo setur þú sjálfur passwordið.

Ef þú ert 100% viss um að þú gerðir allt rétt gerðu þá eftirfarandi.

Hamraðu á ESC við ræsingu vélarinnar til að komast í GRUB
Veldu Recovery Mode
Drop to root shell prompt

Svo þegar þú ert kominn í skel (svartur skjár - hvítu texti) skrifaðu þá eftirfarandi án hornklofanna:
"grep 1000 /etc/passwd"

Þá færðu línu svipaða og
"mind:x:1000:1000:System Administrator,,,:/home/mind:/bin/bash"

Þá væri notendanafnið þitt mind

skrifaðu svo passwd [notendanafn]

sláðu inn nýtt lykilorð

Svo shutdown -r now

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 13:47
af Windowsman
Prófa það.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 14:01
af Windowsman
TAKK!!!!


Ég komst inn.!


Nú kemur annað vesen með netkortið mitt.

Ég er með Linkys WUSB54G og það virðist ekki virka með Linux.

Þannig að veit einhver hvort að það sé hægt að rugla einhverneginn í þessu til að fá netið?

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 16:13
af Dagur

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 16:31
af Windowsman
þetta datt bara inn.


en ég er að nota Ubuntu núna og er nokkuð seldur á það.

Er létt í vinnslu og rosalega flott útlit.

Takk fyrir hjálpina.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 16:58
af Viktor
Ég var nú frekar ánægður með uBuntu þegar ég prufaði Linux í fyrsta sinn, ætlaði að nota það á gömlu slöppu vélinni til vafráps og fleira. En þegar ég komst að því að það væri hevý mál að láta Flash Player virka almennilega fór ég fljótt úr þessu Linux dæmi. Alltaf þegar ég reyndi að spila myndbönd á youtube, kom bara playerinn og ekkert skeði og svo virkaði eiginlega ekkert Flash dót :(

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 17:33
af Windowsman
Ég er ekki inni á Youtube eða eitthvað þannig.


Þessi tölva er aðalega notuð í vefráp, skólan og niðurhal.


Vel á minnst hvað er besta Bittorrent forritið fyrir linux.

Helst að hafa það sem líkast utorrent.

Einnig er ég ekki að finna VLC media player fyrir ubuntu kemur aldrei downloads gluggi eða neitt.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 17:41
af mind
Getur prufað skoða Ktorrent.
http://www.ktorrent.org

Annars geturðu keyrt uTorrent með wine , mæli ekkert sérstaklega með því samt.
http://news.softpedia.com/news/uTorrent ... 9037.shtml

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Mið 14. Maí 2008 17:53
af Windowsman
Jammm.....en allt niðurhal virðist ROSALEGA hægt hjá mér veit ekki hverju það tengist en þetta er óeðlilegt.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fim 15. Maí 2008 09:35
af Dagur
Sallarólegur skrifaði:Ég var nú frekar ánægður með uBuntu þegar ég prufaði Linux í fyrsta sinn, ætlaði að nota það á gömlu slöppu vélinni til vafráps og fleira. En þegar ég komst að því að það væri hevý mál að láta Flash Player virka almennilega fór ég fljótt úr þessu Linux dæmi. Alltaf þegar ég reyndi að spila myndbönd á youtube, kom bara playerinn og ekkert skeði og svo virkaði eiginlega ekkert Flash dót :(


"hevý mál"? Þegar ég fer inn á youtube þá kemur skilaboð efst í gluggann sem segir mér að mig vantar plugin. Ég klikka á það og get þá valið flash sem er svo sett inn fyrir mig þegar ég smelli á ok.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fim 15. Maí 2008 15:20
af Windowsman
Jæja......Þá er komið annað vesen ég næ sjaldan Internetinu, þegar ég næ því þá er ég með lélegan hraða um það bil 5mbps í staðinn fyirir með Windows 54mbps.

Þannig að ég myndi þyggja hjálp svo að ég geti hætt að fara inn í XP.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fim 15. Maí 2008 15:54
af mind
Linux er ekki hrifið af þessu netkorti.
Það er líklegast ódýrara fyrir þig að versla nýtt þráðlaust kort sem er með alminnilegan stuðning(driver jafnvel) heldur en að vera baslast í þessu.
Það kemur til með að taka þig nokkra klukkustundir að ná þessu í lag án þess að hafa mikla kunnáttu.

Ef þú vilt þrjóskast við
http://ubuntuforums.org/

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fim 15. Maí 2008 17:43
af Windowsman
Darn.....En ég er einnig með þetta Gigabyte kort sem ég er líka í veseni með.

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=296

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fim 15. Maí 2008 23:46
af JReykdal
Windowsman skrifaði:Darn.....En ég er einnig með þetta Gigabyte kort sem ég er líka í veseni með.

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=296


Ef þetta er að nota rt2500 kubbasettið þá ætti það að ganga frekar vel.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 12:08
af Windowsman
http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=296822

Ég fann þessar leiðbeiningar en skil ekki neitt í þeim.


Gæti einhver reynt að setja þetta fram þannig að maður með enga Linux kunnáttu fatti þetta.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 12:36
af mind
Held maður fái ekkert mikið einfaldari leiðbeiningar en þetta, þær eru mjög góðar.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 14:04
af Dagur
Windowsman skrifaði:http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=296822

Ég fann þessar leiðbeiningar en skil ekki neitt í þeim.


Gæti einhver reynt að setja þetta fram þannig að maður með enga Linux kunnáttu fatti þetta.


Prófaðir þú ekki youtube myndabandið sem ég sendi? Það virtist vera mjög einfalt.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 15:11
af Windowsman
Á eftir að prófa það en ég þarf að býða eftir fartölvunni að koma til að ég geti gert þetta.


Einnig er líka vesen að ég installaði UBUNTU ekki með disk og er ekki með neinn disk með efninu.

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 18:08
af Windowsman
Jæja...þá er allt vesenið búið.


En veit einhver hvað 3D ruglið heitir í add/remove program? Lítur einhvernegin svona út http://static.flickr.com/87/248828298_c7175d6ded_m.jpg


Já hvaða msn forrit á maður að nota aMsn eða ?

Re: Týnt lykilorð á Ubuntu.

Sent: Fös 16. Maí 2008 21:21
af mind
ertu ekki bara tala um compiz fusion ?

http://www.youtube.com/watch?v=E4Fbk52Mk1w

Vertu tilbúinn að eyða smá tíma(1-3klst) í að setja það upp.