Síða 1 af 1

Ubuntu og Soundblaster

Sent: Fös 25. Apr 2008 22:31
af ÓmarSmith
Sælir.

Var að installa Linux í fyrsta skipti. Setti inn Ubuntu 8.04 sem er það nýjasta.

En ég fæ ekkert hljóð. Kannast e-r við vandræði með Ubuntu og Soundblaster X-fi kortin ?

Ég kann ekki rassgat á þetta og myndi gjarnan vilja smá aðstoð :)

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Fös 25. Apr 2008 23:07
af daremo
Beisiklí..
Creative eru hálfvitar og hafa ekki gefið út linux driver né specs fyrir x-fi kortið ennþá.


OSS eru þó komnir með einhvern basic driver fyrir x-fi sem virðist virka ágætlega.
http://www.opensound.com/


PS. Afhverju er þetta ekki selt á íslandi? :(

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Fös 25. Apr 2008 23:46
af ÓmarSmith
En þarf ég ekki að stimpla inn e-a kóða og kernela og e-ð voða voða.

Ég myndi þiggja þetta bara plain and simple Install file :) Eða láta e-n lóðsa mig í gegnum þetta. Ég sótti áðan e-n nýjan file frá Creative en kann EKKERT að installa hann :S

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Lau 26. Apr 2008 00:22
af daremo
Ertu að nota 32bita eða 64bita ubuntu?

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Lau 26. Apr 2008 14:22
af einarjon
Hef ekki notað linux lengi, en alsaconf gat bjargað mörgum hljóðkortum.
Það er ekki beint fyrir byrjendur, en er ekki mjög flókið. Skrifaðu
sudo alsaconf
í terminal og fylgdu leiðbeiningunum...

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Lau 26. Apr 2008 16:46
af daremo
Það á ekki eftir að virka, því miður. Alsa styður ekki x-fi.

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Lau 26. Apr 2008 18:28
af ÓmarSmith
Ég er með 32B Ubuntu.

Re: Ubuntu og Soundblaster

Sent: Sun 27. Apr 2008 12:44
af daremo
Prófaðu að sækja OSS héðan: http://www.opensound.com/download.cgi
Pakkinn heitir Linux 2.6 (x86) (DEB)

fylgdu svo install leiðbeiningunum í þessum þræði: http://4front-tech.com/forum/viewtopic.php?t=1438