Ennþá smá vesen með Windows á lappa eftir hreinsun
Sent: Þri 22. Apr 2008 01:36
Ég er að vesenast með lappa sem var með smá af vírusum inná og svo eitthvað af adware og þannig rusli líka og ég er núna búinn að hreinsa það allt í burtu en er enn í smá veseni með að laga skaðan sem draslið olli í Windows. Áður en ég byrjaði að hreinsa þá var varla hægt að nota tölvuna, hún fraus mjög oft við innskráningu notanda, og svo var alltaf að lokast meira og meira á hvað ég gat notað eins og Control Panel og þess háttar þar til ég gat ekki lengur loggað inn útaf "öryggisástæðum" Anyways, náði að redda því með því að keyra bara Windows setup og nota repair og svo hreinsaði ég allt drasl út. En núna á ég bara eftir að laga skemmdirnar og var að spá hvort einhver viti nokkuð um eitthvað gott fix forrit. Það sem þarf að laga er t.d. það að tvísmell á IE á desktop býr bara til shortcut á desktop og einhverjar skráartýpur eru í icon rugli eins og shortcuts. Er s.s. nokkuð til forrit sem endurstillir grunn assosiations og lagar eitthvað svona? Búinn að prófa einn góðann registry fixer og hann fixar þetta ekki svo ég efast um að ég þurfi þannig forrit en gæti svosem alveg verið
Það fyndna er að inná tölvunni var Trend micro vírusvörnin og vá hvað það er mikið DRASL! Áður en ég henti því út þá gat ég engan veginn tengst netinu, hvorki með snúru né þráðlaust, fékk alltaf einhverja viðvörun frá forritinu um að eitthvað adware væri í IE og spurningu um hvort ég vildi stoppa alla nettengingu en það var greinilega ekki nóg að neita því
Mun annars klára að laga restina á morgun og ef ég finn ekki svona forrit þá prófa ég bara Windows update og skelli IE bara aftur inn. Væri samt æði að geta sleppt því
Það fyndna er að inná tölvunni var Trend micro vírusvörnin og vá hvað það er mikið DRASL! Áður en ég henti því út þá gat ég engan veginn tengst netinu, hvorki með snúru né þráðlaust, fékk alltaf einhverja viðvörun frá forritinu um að eitthvað adware væri í IE og spurningu um hvort ég vildi stoppa alla nettengingu en það var greinilega ekki nóg að neita því
Mun annars klára að laga restina á morgun og ef ég finn ekki svona forrit þá prófa ég bara Windows update og skelli IE bara aftur inn. Væri samt æði að geta sleppt því