Síða 1 af 1

Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 06. Apr 2008 19:43
af kbg
Góðir Íslendingar.

Mig langaði bara að vekja á því athygli að Firefox er nú kominn með íslensku
sem viðbót fyrir þá sem vilja geta vafrað á netinu á sínu móðurmáli.

Hér er heimasíðan fyrir þýðinguna og þar er hægt að niðurhala viðbótinni:
http://firefoxis.mozdev.org

Ef það er eitthvað í þýðingunni sem mætti betur fara eða villur þá þætti mér gott að
vita af því svo ég geti leiðrétt. Hægt er að senda póst á kristjanbjarni(at)gmail.com

kveðja
- Kristján

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 06. Apr 2008 19:47
af Turtleblob
Flott, ekkert sem mér langar í, flestir Firefox notendur eru hvort sem er það miklir nördar að það skiptir þá ekki hinu minnsta máli en, við getum breytt því. =D>

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 06. Apr 2008 23:05
af Gúrú
Held nú að maður bíði frekar eftir offícíal þýðingunni :roll:

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 07. Apr 2008 00:28
af zedro
Gúrú skrifaði:Held nú að maður bíði frekar eftir offícíal þýðingunni :roll:

Afhverju? Hversvegna er þessi eitthvað verri? Hver veit hvort þetta verið ekki bara official þýðingin?
Þó ég held að þeir séu nú ekki að fara gefa út "official" íslenska þýðingu á vafranum :roll:

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 07. Apr 2008 00:38
af Viktor
Er að nota þetta :)

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 07. Apr 2008 00:56
af kbg
Gúrú skrifaði:Held nú að maður bíði frekar eftir offícíal þýðingunni :roll:


Það er ekki til neitt beint sem heitir "official" þýðingin. Þýðingar á Firefox er gerðar af sjálfboðaliðum.
Það sem er hægt að gera er að fá þá hjá Mozilla til að bæta þessari þýðingu við í buildið hjá þeim og
þá verður þýðingin "offical" þýðingin, þ.e hægt er að fá Firefox beint á íslensku sem exe, en þýðingin er samt
nákvæmlega sama þýðingin.

En að fá þá hjá Mozilla til að gera það er venjulega meira mál og ég veit ekki hvort þeir setja það
í mikinn forgang fyrir 300 þús manna þjóðfélag :D

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 07. Apr 2008 11:49
af hallihg
Þótt við séum 300 þúsund manna þjóðfélag þá er nettraffík okkar örugglega mun meiri hlutfallslega. Kannski ekki að öllu leyti í gegnum Firefox en engu síður.

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 07. Apr 2008 14:30
af GuðjónR
Prófaði að installera þessu....jesús skil ekki neitt :shock:

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 13. Apr 2008 12:32
af Gúrú
Var nú svona mest að meina að þegar það koma updates og svoleiðis þá gera updatin ekki ráð fyrir þessu.

Svo þar sem þú minnist á að þýðingarnar séu gerðar af sjálfboðaliðum hvort sem er, en þá er þetta sett inn af professionals(sem ég veit ekkert um hvort þú ert eiður ei, en þetta er ss. ekki official)

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 13. Apr 2008 14:54
af kbg
Gúrú skrifaði:Var nú svona mest að meina að þegar það koma updates og svoleiðis þá gera updatin ekki ráð fyrir þessu.

Svo þar sem þú minnist á að þýðingarnar séu gerðar af sjálfboðaliðum hvort sem er, en þá er þetta sett inn af professionals(sem ég veit ekkert um hvort þú ert eiður ei, en þetta er ss. ekki official)

Svona þýðingarviðbætur detta ekkert út þótt maður uppfæri Firefox, nema það séu stærri uppfærslur. En það þarf að sjálfsögðu öðru hverju að þýða nýja texta sem geta bæst við. En þessi viðbót er einmitt með sjálfvirkri uppfærslu þannig að þegar ég bæti við texta þá uppfærist það hjá öllum sem hafa sett þetta inn.

Ég veit nú ekkert hvort ég er professional :) en ég er nú samt tölvunarfræðingur að atvinnu og held ég geti alveg búið til sambærilegar viðbætur og þeir hjá Mozilla.

En það er þitt val hvort þú vilt nota þessa þýðingu eða ekki, það er nú einmitt kosturinn við opinn hugbúnað, þú hefur alltaf val :)

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Sun 13. Apr 2008 14:59
af Turtleblob
Eina ástæðan fyrir því að ég vil ekki nota þetta er sú að ég er alveg hættur að geta skilið tölvur á íslensku. Ef ég þarf til dæmis að gera eitthvað í Windows með íslenskum textum er ég bara alveg týndur, gæti þess vegna verið á japönsku.

En er flókið að gera svona viðbætur í Firefox?

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 14. Apr 2008 10:02
af kbg
Turtleblob skrifaði:Eina ástæðan fyrir því að ég vil ekki nota þetta er sú að ég er alveg hættur að geta skilið tölvur á íslensku. Ef ég þarf til dæmis að gera eitthvað í Windows með íslenskum textum er ég bara alveg týndur, gæti þess vegna verið á japönsku.

En er flókið að gera svona viðbætur í Firefox?

Nei það er nú ekki flókið, en það er samt smá vinna í þýðingunni sjálfri.

Ég held að ástæðan fyrir því að flestir skilja ekki tölvur á íslensku er að þeir eru bara svo vanir að nota tölvur á ensku. Þetta er allt spurning um hverju þú ert vanur.

Re: Firefox kominn á íslensku

Sent: Mán 14. Apr 2008 17:28
af GuðjónR
kbg skrifaði:Ég held að ástæðan fyrir því að flestir skilja ekki tölvur á íslensku er að þeir eru bara svo vanir að nota tölvur á ensku. Þetta er allt spurning um hverju þú ert vanur.

Ég held það sé nákvæmlega málið.