Síða 1 af 1

Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 08:38
af dellukall
Daginn,ég var að láta setja upp nýja vél,og þá var fært af gamla harða disknum yfir á nýjann.En svo virðist sem það hafi alls ekki allt skilað ser yfir á nyja diskinn t.d ekki gamla póst-hólfið (ekkert kom)ýmsir leikir og annað .Og hvernig laga ég það að desktoppið er of stórt,klukkan og það sem er hægra megin eru hálf hulin.Og get ekki betur seð annað en að þetta letur sem ég er að skrifa herna sé hálf skrítið sumir stafirnir eru dekkri en aðrir.læt þetta duga í bili.Hvað hefur skeð,hjálp. #-o

Re: Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 09:14
af einzi
Ég myndi segja að svarið leynist í titlinum á þessum pósti. Auk þess að ekki hefur verið höfð nægileg aðgát um hvað skildi fylgja með.

Re: Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 09:19
af mind
Þetta er eðlilegt. Þessir hlutir færa sig ekki nema þú færir þá handvirkt yfir

Með að laga desktoppið þá hægri smellurðu á desktop og velu personalize og svo appearance ef ég man rétt.

Láttu skjáinn auto detecta sig aftur(hnappur á honum) eða breyttu upplausn(þetta hefur að gera með letrið líka), ef þetta er flatur skjár þá er spurning hvað hann er stór í hvaða upplausn hann á að vera

Með outlook, leitaðu af *.pst skrá sem þú síðar importar inn í outlook

Leikjunum geturðu gleymt

Re: Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 17:03
af dellukall
Einsi,hvað meinar þú eða er það vont að skipta frá Xp í Vista.Er það #-o slæmt mál

Re: Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 18:59
af einzi
Persónulega finnst mér Vista vera í svipuðum kaliber og Windows ME var á sínum tíma .. algjört flopp. Þegar maður er búinn að slökkva á öllu glingrinu í Vista þá stendur eftir Windows XP. Eins og ég segi .. persónuleg skoðun

Re: Vista frá XP

Sent: Mið 02. Apr 2008 19:48
af GuðjónR
einzi skrifaði:Persónulega finnst mér Vista vera í svipuðum kaliber og Windows ME var á sínum tíma .. algjört flopp. Þegar maður er búinn að slökkva á öllu glingrinu í Vista þá stendur eftir Windows XP. Eins og ég segi .. persónuleg skoðun

Verð eiginlega að taka undir þetta með þér. Hefði viljað fá betra kerfi miðað við 25 ára þróunarvinnu.

Re: Vista frá XP

Sent: Fim 03. Apr 2008 00:04
af Sydney
GuðjónR skrifaði:
einzi skrifaði:Persónulega finnst mér Vista vera í svipuðum kaliber og Windows ME var á sínum tíma .. algjört flopp. Þegar maður er búinn að slökkva á öllu glingrinu í Vista þá stendur eftir Windows XP. Eins og ég segi .. persónuleg skoðun

Verð eiginlega að taka undir þetta með þér. Hefði viljað fá betra kerfi miðað við 25 ára þróunarvinnu.

Tek einnig undir það, var með Vista um stund, og það var bara verulega böggandi stýrikerfi.

<3 Windows XP x64

Re: Vista frá XP

Sent: Fim 03. Apr 2008 10:38
af Stebet
*sigh*

Vista var bara að mjög litlum hluta tekið í gegn hvað varðar User Interaction. Langstærstu breytingarnar eru "under-the-hood" eins og hefur margoft komið fram. Samlíkingin við ME er fáránlega þar sem Vista (ólíkt ME) er mun stöðugra en fyrirrennarinn.

Það er samt af nógu að taka þegar kemur að breytingum þó þær sé misvinsælar (UAC anyone). Hins-vegar virðist skilningur notenda á breytingunum vera sama og enginn sem er svosem skiljanlegt þar sem hinum almenna notanda er drullusama svo lengi sem kerfið virkar.

Re: Vista frá XP

Sent: Fim 03. Apr 2008 12:01
af Demon
Sammála stebet...veit líka ekki betur en ansi margir hafi verið að væla um að notendur væru alltaf root í windows kerfum, svo þegar vista kemur með UAC þá þolir það enginn!?
Satt, hugsanlega hefði mátt bjóða uppá fleiri lausnir til að tækla það vandamál.
En já það eru þónokkrar bretingar under the hood sem hinn almenni notandi tekur kannski eftir en er samt skref fram á við.
Random memory allocation og nýja driver architecture-ið t.d.

Re: Vista frá XP

Sent: Fim 03. Apr 2008 12:44
af ÓmarSmith
Persónulega nota ég VISTA BARA fyrir media streaming yfir í Xbox360, myndi nota XP líka ef ég gæti, En þar sem ég er ekki með alveg "réttu" útgáfuna af XP þá get ég það víst ekki ;)