Síða 1 af 1

Böggur í Windows Vista 64

Sent: Þri 25. Mar 2008 21:36
af GuðjónR
Ég lendi ítrekað í því að þegar ég accessa aðra tölvu á local neti og ætla að þá frýst tölvan eða "hang up".
Þ.e. get ekkert gert, ekki einu sinni "ctrl-alt-del"... stundum virkar að bíða í 10-20 mín og þá lagast þetta en oftast þá nenni ég því ekki og nota reset takkann á kassanum.
Hafið þið lent í þessu?

Sent: Þri 25. Mar 2008 22:06
af Blackened
Nei.. reyndar hef ég ekki lent í neinu svipuðu

Er að keyra Home Premium x64 með Sp1

Þú ert þá að tala um bara venjulegan access á milli tölva? ekkert Remote Desktop eða þannig?

Get bæði tengst fartölvunni sem er með Vista home prem og hina borðtölvuna sem er með XP pro

Sent: Þri 25. Mar 2008 22:09
af GuðjónR
Venjulegan access í gegnum SHARE FOLDERS.

Sent: Þri 25. Mar 2008 23:53
af Yank
Hef lent í þessu með HTPC vélina þ.e ef lanið er niðri þegar sækja á eitthvað í folder á lani þá hangir þetta fjandi lengi. Hef ekki orðið var við þetta eftir SP1 er reyndar Vista Home 32bit.

Sent: Fim 27. Mar 2008 10:44
af coldcut
Kom líka fyrir mig einu sinni og ráðið hjá mér var að uppfæra netkortsdriverinn þó ég reikni með að þú sért búinn að prufa það.

Annars...hvaða vírusvörn ertu að nota?

Sent: Fim 27. Mar 2008 11:08
af lukkuláki
Ertu búinn að keyra inn Vista SP1 ?

Sent: Fim 27. Mar 2008 13:52
af GuðjónR
Jú er búinn að keyra inn VISTA SP1 ... eftir það varð windows folderinn rétt tæp 20GB !!
Er með nýjustu driverana, og AVG 7.5 vírusvörn.

Re: Böggur í Windows Vista 64

Sent: Fös 28. Mar 2008 11:55
af coldcut
ég var í miklum netvandamálu um daginn...IE 64-bit var það eina sem virkaði, í ÖLLUM hinum forritunum gerðist ekkert og svo þegar ég lokaði þeim þá kom "Forritið has stopped working". Ég uninstallaði bara NOD32 og þá var allt í himnalagi og ég las á netinu að þetta hefði gerst með fleiri vírusvarnir.

Re: Böggur í Windows Vista 64

Sent: Fös 28. Mar 2008 14:15
af GuðjónR
coldcut skrifaði:ég var í miklum netvandamálu um daginn...IE 64-bit var það eina sem virkaði, í ÖLLUM hinum forritunum gerðist ekkert og svo þegar ég lokaði þeim þá kom "Forritið has stopped working". Ég uninstallaði bara NOD32 og þá var allt í himnalagi og ég las á netinu að þetta hefði gerst með fleiri vírusvarnir.


Já...það styttist í format, og þá fer 32bita Vista Ultimate upp.
Ætla að hvíla þetta 64 bita dót.