Sælir vaktarar
Ég á í vandamálum með eina tölvu.
Hún er hætt að tengja icon á skjánum við forritin í tölvunni.
Sem sagt ef ég ætla að opna eitthvað forrit þá fæ ég alltaf upp gluggan sem mér býðst að velja hvaða forrit á að nota til að opna þennan file... ég get opnað forritin þannig. Þetta skeður líka ef ég fer í program files og reyni að opna forritið þar.
síðan ætlaði ég að opna Add/remove programs og þar fékk ég upp rundll.exe missing.
Ég fór í system32 möppuna og viti menn hann var ekkert týndur.
Ég er búinn að google þessu og þar fæ ég út að þetta sé vírus. en vírusvörin er ekki að finna neinn slíkan.
Kann eitthver eitthverja lausn á þessu.
Kv
Jón Bjarni