Síða 1 af 1

Vantar hjálp með ADSL router uppsetningu og ftp server

Sent: Þri 07. Okt 2003 16:47
af Gusti
Ég var að fá mér svona þráðlausan ADSL router hjá OgVodafone.
Það gekk fínt að fá hann til að virka en ég er með 4 tölvur
tengdar við hann (er með innbyggðum 4 porta switch), þar af
eina sem var áður með innbyggðu adsl-korti og er með ftp
og http server. Nú er ég að reyna að fá ftp serverinn til að
virka með þessu en kann ekki að stilla routerinn fyrir þetta.

Málið er að Routerinn er með einhverja ip tölu, 213.213.xxx.xxx
og svo eru tölvurnar með lan ip tölur 10.0.0.11, 12, 13 o.s.frv
Hvernig á ég að stilla routerinn þannig að þegar einhver
reynir að fara á ftp://213.213.xxx.xxx að þá fara hann inn
á ftp serverinn sem er á tölvu 10.0.0.13? :?: :cry: :?:

Það er meðfyljandi skjal sem lýsir þessu aðeins betur
Ef einhver getur leyst þetta vandamál fyrir mig er aðgangur
að ftp servernum í boði :D

Kv.
Ágúst

Sent: Þri 07. Okt 2003 17:20
af Voffinn
Þarft að forwarda porti 21 á ip töluna sem hýsir ftp serverinn, gæti verið auðveldara fyrir mig ða lýsa þessu ef ég fengi screenshot ?

Hvað ertu svo með á þessum ftp server?

Sent: Þri 07. Okt 2003 23:54
af bizz
Þarf hann þá ekki að forwarda líka porti 80 fyrir http???
Er samt oft undir inbound server eða firewall stillingunni á routernum.

Sent: Mið 08. Okt 2003 08:55
af Gusti
Það eru um 70gb af mp3, slatti af bíómyndum og allt Friends safnið og svo eitthvað af forritum og drasli.

En það er hægt að ná í manualinn fyrir routerinn hérna:
http://www.aceex.com.tw/test1/product/awr51.htm

Það er eitthvað af screenshots þar....

-Gústi-

Sent: Mið 08. Okt 2003 15:04
af gnarr
afhverju skildi ég ekkert hvða gusti var að tala um? hvað skipta þessi 70gb af klámi máli.. eð hvað þetta nú var?

Stupid

Sent: Mið 08. Okt 2003 15:17
af Gusti
Kannski skildirðu það bara ekki afþví þú varst ekki búinn að lesa það
sem stóð í fyrri bréfunum.... prófaðu það!

Sent: Mið 08. Okt 2003 15:32
af Voffinn
Oki, alveg sama administrator interface og ég er með..


Ég býst við að þú kunnir að logga þig inná routerinn.

Farðu svo í "virtual Server" og fylltu inná eins og er á meðfylgjandi mynd, ég er búin að láta tölurnar "21" "21" "xxx.xxx.xxx.xxx". Settu staðinn fyrir xx-inn, ip töluna á tölvunni sem hýsir ftpserverinn.

og voila, submit og restarta routernum.

Núú, pm á mig l/p ;)

Sent: Mið 08. Okt 2003 15:35
af MezzUp
hann var að tala um allt sem að hann átti á FTP servernum

Sent: Mið 08. Okt 2003 16:25
af gnarr
ahh.. tók ekki eftir að það var búið að spurja um það ;) hélt hann væri bara að tala útí loftið.