Síða 1 af 1

Tölvan notar alltof mikið minni.

Sent: Mán 28. Jan 2008 18:38
af Birk
Hvað sjáið þið rangt út úr þessu? Nota ekki explorer og svchost alltof mikið minni? Er í lagi að hreinlega enda processinn á þessu?

Þetta er toshiba fartölva með xp home og 512mb ram. Þessi vandræði byrjuðu eftir að AVG free var sett inn, það er farið út núna. Svo gefur hún öðru hverju villumeldinguna "virtual memory to low".

Mynd

Kveðja..

Sent: Mán 28. Jan 2008 18:42
af dadik
Tjahh .. ég sé nú amk. 3 avg prócessa í gangi hjá þér.

Annars sést nú ekki mikið á þessari mynd. Væri gagnlegra að sjá Performance tabinn.

Sent: Mán 28. Jan 2008 19:15
af Revenant
"virtual memory to low" þýðir að það vanti pláss á harðadiskinn. Þegar vinnsluminnið dugar ekki þá notar stýrikerfið ákveðna skrá á harðadisknum (sem getur stækkað og minnkað eftir þörfum) til þess að "buffera" forritið inn í

Til að losna við þetta þá er best að hreinsa aðeins til á harðadiskinum.

Sent: Mán 28. Jan 2008 21:46
af Dazy crazy
explorer.exe er stýrikerfið, prufaðu bara að slökkva á því þá hverfur start stikan neðst, til að fá hana aftur gerir þú ctrl+alt+del og ferð í applications og new task og skrifar þar explorer.exe og voila.

en hvernig er það er ekki hægt að fara í einhvern tölvuleik og slökkva svo á explorer.exe og halda áfram og spara fullt af minni?

Sent: Þri 29. Jan 2008 07:53
af Stebet
dagur90 skrifaði:explorer.exe er stýrikerfið, prufaðu bara að slökkva á því þá hverfur start stikan neðst, til að fá hana aftur gerir þú ctrl+alt+del og ferð í applications og new task og skrifar þar explorer.exe og voila.

en hvernig er það er ekki hægt að fara í einhvern tölvuleik og slökkva svo á explorer.exe og halda áfram og spara fullt af minni?


Græðir lítið sem ekkert á því. Ef tölvuleikur vill nota allt minnið þá einfaldlega "swappar" Windowsið explorer (og öðru sem er ekki í notkun meðan leikurinn er í gangi) niður í pagefile hvort eð er og losar um minnið fyrir leikinn.